Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til að styðja við uppbyggingu vinnustaðaklasa á landsbyggðinni. Veittir verða styrkir fyrir allt að 50 milljónir kr. Byggðastofnun heldur utan um umsýslu vegna styrkjanna og er umsóknarfrestur er til 2. febrúar nk.
Háskólinn á Akureyri gegnir mikilvægu hlutverki í að tryggja jafnt aðgengi að háskólamenntun um land allt. Stjórnin leggur áherslu á að skólinn starfi áfram sem sjálfstæður háskóli með sterka stöðu á landsvísu.
Eitt af verkefnum SSNE er að veita ráðgjöf til einstaklinga, samtaka og fyrirtækja, ráðgjöfin hefur verið mikilvægur hlekkur í stoðkerfi nýsköpunar í landsbyggðunum sem stuðningur til að móta hugmyndir, fjármagna þær og koma þeim í réttan farveg.
Stjórn SSNE hvetur heilbrigðisráðherra til að grípa til viðeigandi aðgerða án tafar, í samráði við viðkomandi stofnanir og sveitarfélög á svæðinu, með það að markmiði að tryggja öryggi, heilsu og lífsgæði íbúa og styðja við sjálfbæra nýtingu heilbrigðiskerfisins.