Kallað er eftir erindum á Byggðaráðstefnuna 4. nóvember. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er: Félagslegur fjölbreytileiki samfélaga, jafnvægi, áskoranir eða vannýtt tækifæri?
Ein af afurðum verkefnis Gullakistunnar er sýnileg öllum en uppsetningin er sérstaklega miðuð að starfsfólki í leik- og grunnskólum, í takt við markmið verkefnis
24. ágúst munu heimavinnsluaðilar og smáframleiðendur matvæla úr landshlutanum mæta á Velli í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð til að kynna og selja vörur sínar.
Atvinnuvegaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði 2025, hægt er að sækja um þar til 1. september. Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði.
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra boðar til íbúafunda í ágúst í öllum landshlutum til að eiga samráð um málaflokka ráðuneytisins. Tilgangur fundanna er að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins – samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði.
Þann 30. október n.k. mun standa yfir Norðanstomur á Akureyri, en Norðanstormur er viðburður á vegum SSNE og SSNV í samstarfi við stoðkerfi nýsköpunar á Norðurlandi. Norðanstormur mun tengja saman fjárfesta, fyrirtæki og frumkvöðla af Norðurlandinu.
Síðasti hádegisfyrirlestur Forvitna frumkvöðla var þann 3. júní sl. þar sem Páll Baldursson verkefnastjóri hjá Austurbrú fór yfir stofnun og rekstur fyrirtækja.