Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Horft inn Eyjafjörðinn

Bókun stjórnar SSNE um stöðu heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi eystra

Stjórn SSNE hvetur heilbrigðisráðherra til að grípa til viðeigandi aðgerða án tafar, í samráði við viðkomandi stofnanir og sveitarfélög á svæðinu, með það að markmiði að tryggja öryggi, heilsu og lífsgæði íbúa og styðja við sjálfbæra nýtingu heilbrigðiskerfisins.

66 styrkir veittir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra hefur lokið störfum og eiga allir umsækjendur að hafa fengið svarbréf sent inn í umsóknargáttina.

Styrkir til að fjarlægja úreltar hindranir úr ám

Open Rivers Programme er alþjóðlegur styrktarsjóður sem starfar frá Hollandi. Sjóðurinn hvetur opinbera aðila á Íslandi til að sækja um styrki til verkefna sem miða að því að fjarlægja úreltar, manngerðar hindranir úr ám.
Akureyri að hausti.

Fundi frestað: Þróun og framtíðarhorfur íbúðamarkaðar og byggingarmála á Norðurlandi eystra

Miðvikudaginn 10. desember verður haldinn opinn fundur um þróun og framtíðarhorfur íbúðarmarkaðar á Norðurlandi eystra. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum HMS, Hafnarstræti 107 á Akureyri, kl. 12 og er opinn öllum. Að fundinum standa HMS, Tryggð byggð og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra.
Mynd MN

Pistill framkvæmdastjóra

Það má segja að nóvembermánuður hafi verið fjölbreyttur í starfsemi SSNE, enda einkenndist hann af fjölmörgum viðburðum og ákvörðunum sem má með sanni segja að munu hafa áhrif langt inn í framtíðina.
Stuðningur við matarfrumkvöðla og smáframleiðendur um allt land

Smiðja - matarframleiðsla í smáum stíl

Smiðjan er opin öllum en sérstaklega sett upp fyrir þá sem hafa hafið framleiðslu og vilja bæta við sig þekkingu og færni.

„Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur"

„Öflugt millilandaflug til Akureyrar er ekki gæluverkefni heldur drifkraftur sem skapar tækifæri og beinan efnahagslegan, samfélagslegan og umhverfislegan ávinning fyrir landið allt," skrifar formaður stjórnar SSNE.

Hátt í 300 manns sóttu ráðstefnu um framtíð Bakka

Ráðstefnan „Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri“ var haldin á Fosshótel Húsavík 20. nóvember með um 250 gestum. Markmiðið var að móta framtíðarsýn um atvinnuuppbyggingu á Bakka og á Norðurlandi.
Glæsilegt útsýni er af skrifstofunni.

Skrifstofa til leigu á Akureyri

Rúmgóð og glæsileg skrifstofa, um 35 m2, laus til leigu í miðbæ Akureyrar í byrjun næsta árs.
Hluti hópsins samankominn á Akranesi

Öll börn með! Öflug barnamenningarráðstefna

Með því að efla barnamenningu fjárfestum við í viðsýni, tjáningu og lýðræðislegu samfélagi. Ráðstefnan var mikilvægur vettvangur til að miðla reynslu og styrkja fagleg tengsl milli svæða og mannauðs. Það er lykilatriði að menningarstefna verði unnin með öll börn landsins í huga. 
Getum við bætt síðuna?