Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Hátt í 300 manns sóttu ráðstefnu um framtíð Bakka

Ráðstefnan „Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri“ var haldin á Fosshótel Húsavík 20. nóvember með um 250 gestum. Markmiðið var að móta framtíðarsýn um atvinnuuppbyggingu á Bakka og á Norðurlandi.
Glæsilegt útsýni er af skrifstofunni.

Skrifstofa til leigu á Akureyri

Rúmgóð og glæsileg skrifstofa, um 35 m2, laus til leigu í miðbæ Akureyrar í byrjun næsta árs.
Hluti hópsins samankominn á Akranesi

Öll börn með! Öflug barnamenningarráðstefna

Með því að efla barnamenningu fjárfestum við í viðsýni, tjáningu og lýðræðislegu samfélagi. Ráðstefnan var mikilvægur vettvangur til að miðla reynslu og styrkja fagleg tengsl milli svæða og mannauðs. Það er lykilatriði að menningarstefna verði unnin með öll börn landsins í huga. 

Í vikunni fór fram opinn hádegisfundur um nýbyggingu SAK

Vel heppnaður hádegisfundur um nýbyggingu SAK

Opin ráðstefna um framtíðina á Bakka

Eimur, Norðurþing, Landsvirkjun og Íslandsstofa efna til opinnar ráðstefnu á Fosshótel Húsavík, fimmtudaginn 20. nóvember næstkomandi, þar sem sjónum er beint að framtíð Bakka við Húsavík sem miðstöð sjálfbærrar atvinnuuppbyggingar. Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæriog er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Eimur er samstarfsverkefni um bætta auðlindanýtingu á Norðurlandi og SSNE er einn af bakhjörlum verkefnisins. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri SSNE er fundarstjóri á ráðstefnunni, en Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra mun setja ráðstefnuna.

Opinn hádegisfundur um nýbyggingu við SAk

Sjúkrahúsið á Akureyri hefur boðið til opins súpufundar um fyrirhugaða nýbyggingu á hádegissúpufundi í Hofi, miðvikudaginn 19. nóvember kl. 12-13. Fundinum verður einnig streymt á vef.
Mynd: MN

Opnað fyrir umsóknir um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða

Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða.

Opið á ný fyrir umsóknir um styrki til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum

Opnað hefur verið á ný fyrir styrkumsóknir til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum á vef Loftslags- og orkusjóðs, en í sumar var úthlutað 118 milljónum í slík verkefni. Umsækjendur sem ekki hafa áður hlotið styrk verða í forgangi nú, en ekkert verkefni á Norðurlandi eystra hlaut styrk í fyrri úthlutun. Veittir eru styrkir til framleiðslu garðyrkjuafurða og forgangsraðað er eftir því hversu mikill orkusparnaður næst fyrir hverja styrkkrónu. Hámarks styrkhlutfall og styrkfjárhæð í úthlutunum fyrir styrki skal vera 40% af heildarkostnaði fjárfestingar (án vsk.) og að hámarki 15 m.kr. fyrir hvern framleiðenda garðyrkjuafurða.
Fulltrúar Landsnets og Rarik, ásamt ráðherra kynntu aðgerðirnar og undirrituðu viljayfirlýsingu.

Stórt framfaraskref í orkumálum landshlutans

Ráðherra heggur á hnútinn
Akureyrarflugvöllur

Haustþing SSNE: Mikil tækifæri í því að efla Flugþróunarsjóð

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) 2025 hvetja stjórnvöld til að nýta betur þau miklu tækifæri sem felast í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll í og hvetur til þess að flugþróunarsjóður verði efldur verulega. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var einróma á haustþingi SSNE.
Getum við bætt síðuna?