Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Opin ráðstefna um framtíðina á Bakka

Eimur, Norðurþing, Landsvirkjun og Íslandsstofa efna til opinnar ráðstefnu á Fosshótel Húsavík, fimmtudaginn 20. nóvember næstkomandi, þar sem sjónum er beint að framtíð Bakka við Húsavík sem miðstöð sjálfbærrar atvinnuuppbyggingar. Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæriog er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Eimur er samstarfsverkefni um bætta auðlindanýtingu á Norðurlandi og SSNE er einn af bakhjörlum verkefnisins. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri SSNE er fundarstjóri á ráðstefnunni, en Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra mun setja ráðstefnuna.

Opinn hádegisfundur um nýbyggingu við SAk

Sjúkrahúsið á Akureyri hefur boðið til opins súpufundar um fyrirhugaða nýbyggingu á hádegissúpufundi í Hofi, miðvikudaginn 19. nóvember kl. 12-13. Fundinum verður einnig streymt á vef.
Mynd: MN

Opnað fyrir umsóknir um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða

Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða.

Opið á ný fyrir umsóknir um styrki til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum

Opnað hefur verið á ný fyrir styrkumsóknir til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum á vef Loftslags- og orkusjóðs, en í sumar var úthlutað 118 milljónum í slík verkefni. Umsækjendur sem ekki hafa áður hlotið styrk verða í forgangi nú, en ekkert verkefni á Norðurlandi eystra hlaut styrk í fyrri úthlutun. Veittir eru styrkir til framleiðslu garðyrkjuafurða og forgangsraðað er eftir því hversu mikill orkusparnaður næst fyrir hverja styrkkrónu. Hámarks styrkhlutfall og styrkfjárhæð í úthlutunum fyrir styrki skal vera 40% af heildarkostnaði fjárfestingar (án vsk.) og að hámarki 15 m.kr. fyrir hvern framleiðenda garðyrkjuafurða.
Fulltrúar Landsnets og Rarik, ásamt ráðherra kynntu aðgerðirnar og undirrituðu viljayfirlýsingu.

Stórt framfaraskref í orkumálum landshlutans

Ráðherra heggur á hnútinn
Akureyrarflugvöllur

Haustþing SSNE: Mikil tækifæri í því að efla Flugþróunarsjóð

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) 2025 hvetja stjórnvöld til að nýta betur þau miklu tækifæri sem felast í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll í og hvetur til þess að flugþróunarsjóður verði efldur verulega. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var einróma á haustþingi SSNE.

Tólf nýsköpunarverkefni klára Startup Landið 2025

Tólf nýsköpunarteymi luku nýverið viðskiptahraðlinum Startup Landið 2025, sem er samstarfsverkefni landshlutasamtakanna utan höfuðborgarsvæðisins. Markmið hraðalsins er að styðja frumkvöðla víðs vegar af landinu í að þróa hugmyndir sínar, efla viðskiptahæfni og byggja upp tengslanet.

Pistill framkvæmdastjóra

Októbermánuður hefur verið virkilega fjölbreyttur og skemmtilegur hjá SSNE og er mánaðarpistillinn í lengra lagi hjá mér.

Byggðaráðstefnan 2025 haldin í dag í Skjólbrekku

Byggðaráðstefnan 2025 fer fram í dag, 4. nóvember, í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Að ráðstefnunni í ár standa Byggðastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, í samvinnu við Þingeyjarsveit.

Hefur þú skoðun á byggðaáætlun?

Nú er komið að endurskoðun byggðaáætlunar og almenningi gefst þar með tækifæri til að segja sína skoðun og koma tillögum á framfæri. Opnað hefur verið fyrir rafrænt samráð á vef Byggðastofnunar og eru öll áhugasöm hvött til að senda inn athugasemdir. Ýtið hér til að opna skjalið.  Hvað er byggðaáætlun? 
Getum við bætt síðuna?