Opin ráðstefna um framtíðina á Bakka
Eimur, Norðurþing, Landsvirkjun og Íslandsstofa efna til opinnar ráðstefnu á Fosshótel Húsavík, fimmtudaginn 20. nóvember næstkomandi, þar sem sjónum er beint að framtíð Bakka við Húsavík sem miðstöð sjálfbærrar atvinnuuppbyggingar.
Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæriog er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi.
Eimur er samstarfsverkefni um bætta auðlindanýtingu á Norðurlandi og SSNE er einn af bakhjörlum verkefnisins. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri SSNE er fundarstjóri á ráðstefnunni, en Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra mun setja ráðstefnuna.
14.11.2025