Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Sumarlokun SSNE

Skrifstofur SSNE verða lokaðar frá 14. júlí n.k. til 5. ágúst. Flest starfsfólk SSNE er í sumarleyfi á þessum tíma en reikna má með að flest verði komin aftur til starfa í byrjun ágúst. Gleðilegt sumar!

Norðanstormur á Akureyri!

Þann 30. október n.k. mun standa yfir Norðanstomur á Akureyri, en Norðanstormur er viðburður á vegum SSNE og SSNV í samstarfi við stoðkerfi nýsköpunar á Norðurlandi. Norðanstormur mun tengja saman fjárfesta, fyrirtæki og frumkvöðla af Norðurlandinu.

Forvitnir frumkvöðlar: Leiðir að eigin rekstri

Síðasti hádegisfyrirlestur Forvitna frumkvöðla var þann 3. júní sl. þar sem Páll Baldursson verkefnastjóri hjá Austurbrú fór yfir stofnun og rekstur fyrirtækja.
Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint.

Föstudagsfundir SSNE

Í vetur voru haldnir reglulegir föstudagsfundir hjá SSNE þar sem fjallað var um ólíka þætti ólíkra atvinnugreina innan landshlutans og stöðu þeirra. Meðal annars var fjallað um gervigreind í landbúnaði og fjárfestingar í ferðaþjónustu en hvoru tveggja voru mjög áhugaverð umfjöllunarefni.
From milk and herring to contemporary art! Tvö kraftmikil dæmi frá landshlutanum á alþjóðlegri ráðstefnunni Skapandi greianr sem drifkraftur í landsbyggðunum

Skapandi greinar sem drifkraftur í landsbyggðum

Skörun menningar, sköpunarkrafts og frumkvöðlastarfs.

Umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra

Umsóknarfrestur fyrir Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra hefur verið ákveðinn og mun opna fyrir umsóknir 17. september og er umsóknarfrestur til 22. október kl. 12:00.

Verkefni sveitarfélaga sem efla líffræðilegan fjölbreytileika

SSNE hefur nú tekið saman minnisblað um öll þau helstu verkefni sem sveitarfélög geta unnið til að efla líffræðilegan fjölbreytileika í starfi. Hvort sem það tengist viðhaldi grænna svæða, formlegri skipulagsvinnu eða fjárfestingum.

Pistill framkvæmdastjóra - júní

Júnímánuður hófst með krafti hjá SSNE en í byrjun mánaðarins hélt stjórn SSNE 74. fund sinn í Eyjafjarðarsveit. Stjórn SSNE hittist alla jafna á fjarfundi en tvisvar á ári eru haldnir staðfundir er þá tækifærið nýtt og ólík sveitarfélög heimsótt.
Ráðherra umhverfis- orku- og loftslagsmála, Jóhann Páll Jóhannsson, ávarpar gesti.

Morgunfundur grænna skrefa á Norðurlandi - metnaður hjá sveitarfélögum í umhverfismálum

Í maílok fór fram morgunfundur Grænna skrefa á Norðurlandi á Múlabergi á Hótel KEA, þar sem starfsfólki sveitarfélaga á sviði umhverfismála og kjörnum fulltrúum var sérstaklega boðið að taka þátt. Mætingin á fundinn fór fram úr vonum, flest mættu á staðinn en einnig var hægt að taka þátt í gegnum Teams. Morgunfundurinn var haldinn af SSNE, SSNV og Svaninum, með aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga og LOFTUM. Umhverfis- orku og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson ávarpaði fundinn þar sem hann lagði áherslu á þátt sveitarfélaga í að ná markmiðum Íslands í loftslagsmálum og reifaði áherslur ríkisstjórnarinnar í umhverfis- og loftslagsmálum.

Opið fyrir umsóknir í Startup Landið – hraðall fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni

Nú er opið fyrir umsóknir í Startup Landið, sjö vikna viðskiptahraðal sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum. Hraðallinn hefst 18. september og lýkur með lokaviðburði 30. október þar sem þátttakendur kynna verkefni sín.
Getum við bætt síðuna?