Föstudaginn 23. maí verður morgunfundur grænna skrefa SSNE haldinn í Múlabergi á Hótel KEA. Umhverfisráðherra opnar fundinn, en fundurinn er samstarfsverkefni SSNE, SSNV og Norræna Svansmerkisins. Að auki taka LOFTUM skólinn og Samband íslenskra sveitarfélaga þátt.
Boðið verður upp á kaffi og með því og í lok fundarins verður stutt vinnustofa fyrir alla þátttakendur. Hvatt er til að koma og taka þátt á staðnum en einnig verður hægt að taka þátt í gegnum Teams. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku svo hægt sé að áætla fjölda og veitingar, skráning fer fram hér.
Fundurinn er öllum opinn en efnistök miðast að umhverfisstarfi sveitarfélaga.