Eimur og SSNE hafa nú lokið röð vinnustofa um orkuskipti í dreifðum byggðum. Markmiðið er að efla getu sveitarfélaga til að takast á við orkuskipti og móta raunhæfar aðgerðaáætlanir.
Við úrvinnslu gagna úr fyrirtækjakönnun sem framkvæmd var árið 2022, kemur fram að í skapandi greinum fer fram mest nýsköpun af þeim atvinnugreinum sem skoðaðar voru í landsbyggðum. Niðurstöður sýna auk þess að uppbyggingarsjóðirnir hafa marktæk jákvæð áhrif á nýsköpun í landsbyggðum.
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2025. Styrkjaflokkarnir eru þrír: atvinnu- og nýsköpunarverkefni, menningarverkefni og stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar.
Nú er tækifærið til að taka þátt í Ratsjánni 2025, þróunarverkefni fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu sem vilja efla getu sína og auka samkeppnishæfni í átt að sjálfbærni og nærandi ferðaþjónustu.
Frá því á ársþingi SSNE 2023 hefur stjórn SSNE verið skipuð fulltrúum frá sveitarfélögunum öllum innan SSNE. Landshlutinn er býsna víðfemur og nær allt frá Siglufirði í vestri til Bakkafjarðar í austri og fundar því stjórn alla jafnan rafrænt. Þó er reynt að halda staðfundi að vori og hausti og er þá tækifærið nýtt og ólík sveitarfélög heimsótt hvert sinn.
Á grundvelli reglugerðar nr. 1256/2024 um ráðstöfun og meðferð aflaheimilda án vinnsluskyldu auglýsir Byggðastofnun eftir samstarfsaðilum um nýtingu viðbótaraflaheimilda
Einn af dagskrárliðum þingsins snéri að því að fá hugmyndir ungmenna inn í vinnslu á nýrri Sóknaráætlun, útfrá þeim flokkum sem starfshópur Sóknaráætlunar hefur lagt fram. Í stuttu máli eru þetta atriði sem ungmenni kalla eftir að verði klár á Norðurlandi eystra eftir 20 ár, ef ekki fyrr.
Veltek, heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands, hélt árangursríkan fund miðvikudaginn 13. nóvember síðastliðinn undir yfirskriftinni „Hvar liggja tækifærin?“. Fundurinn var vel sóttur af hagaðilum klasans og gestum sem lögðu sitt af mörkum í uppbyggilegum umræðum um framtíð þjónustu og hugsanlega innleiðingu á heilbrigðis- og velferðarlausnum.