Fara í efni

Nýsköpun

 

 

Nýsköpun er málaflokkur sem þarf sífellt að vera að hlúa að og er það eitt af hlutverkum SSNE. Starfsfólk SSNE sinnir mörgum verkefnum sem ætlað er að styðja við nýsköpun og frumkvöðla. Nýsköpun var valið eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlun SSNE 2021.

SSNE hefur tekið þátt nokkrum samstarfsverkefnum sem snúa að nýsköpun og má þar nefna Hæfnihringi, Hacking Norðurland, Ratsjáin  og Nýsköpunarvikan. 

Einnig hefur SSNE verið með vinnustofu í umsóknaskrifum fyrir þá sem eru að skrifa umsóknir í sjóði Tækniþróunarsjóðs.

Starfsfólk SSNE er alltaf til taks og ráðgjafar varðandi verkefni og hægt er að hafa samband beint við starfsfólk eða senda póst á ssne@ssne.is.