Fara í efni

Öxarfjörður í sókn

Byggðarlagið við Öxarfjörð liggur frá vestanverðri Melrakkasléttu til og með Kelduhverfi.

Öxarfjarðarhérað var tekið inn í verkefnið Brothættar byggðir í enda árs 2015 og formlega sett á laggirnar með íbúaþingi þriðju helgina í janúar 2016 og hlaut verkefnið þá nafnið Öxarfjörður í sókn. Upphaflega átti verkefnið að vara til ársloka 2019, en það ár samþykkti Byggðastofnun að framlengja verkefnið til ársloka 2020.

Hófst verkefnið með afar vel sóttu íbúaþingi í janúar 2016. Alls voru 19 málaflokkar til umræðu á íbúaþinginu. Þar vó þyngst umræða um raforku, ljósleiðara og útvarpssendingar, en nánast jafn hátt skoraði umræða um grunnstoðir sveitarfélagsins og þjónustu. Í þriðja sæti voru ferðamál, enda brýnt að nýta tækifæri ferðaþjónustu sem allra best á svæðinu. Segja má að í stuttu máli hafi niðurstaðan verið sú að til að efla byggð við Öxarfjörð eigi að byggja á sérstöðu svæðisins, nýta sóknarfæri sem felast m.a. í matvælavinnslu, ferðaþjónustu og jarðhita og að standa vörð um grunnþjónustuna.

Meginmarkmið verkefnisins sem unnið er eftir:

  • Framsækni í matvælaframleiðslu
  • Framandi áfangastaður
  • Uppbyggilegt samfélag
  • Öflugir innviðir

Öxarfjarðarhérað er afar gjöfult landbúnaðarsvæði með megin áherslu á sauðfjárrækt, jafnframt eru einnig öflug fiskeldi á svæðinu ásamt öðru sem snýr að notkun lands til framleiðslu. Mikil sóknarfæri eru í frekari nýtingu á jarðhita til t.d. grænmetisræktunar o.fl. en einnig á sviði ferðaþjónustu.

Í Öxarfjarðarhéraði eru að finna meðal helstu náttúruperlur landsins svo sem Ásbyrgi og Hljóðaklettar innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Vorið 2015 var Silja Jóhannesdóttir ráðin í ársbyrjun 2016. Í ársbyrjun 2018 tók Bryndís Sigurðardóttir við verkefnisstjórastöðunni og sinnti því til hausts 2018 þegar hún fékk stöðu sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps.

Verkefnisstjóri er Charlotta Englund (lotta@ssne.is).

Í verkefnisstjórn sitja:

  • Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings
  • Reinhard Reynisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga,
  • Ari Páll Pálsson, verkefnastjóri hjá SSNE
  • Stefán H. Grímsson og Salbjörg Matthíasdóttir f.h. íbúa
  • Kristján Þ. Halldórsson og Eva Pandora Baldursdóttir frá Byggðastofnun.

Verkefnastyrkir

Veittir eru verkefnastyrkir og stuðningur á vegum Brothættra byggða til þróunarverkefna og annarra samfélagseflandi verkefna á þeim svæðum sem taka þátt. Hér á síðunni má finna tengla á umsóknargögn og ítarupplýsingar um verkefnið.

Alþingi hefur ákveðið að veita auknum fjármunum í verkefnið Brothættar byggðir árinu 2020. Verkefnisstjórn hefur í ljósi þess ákveðið að framlengja áður auglýstan umsóknarfrest og eru nú 13,5 milljónir alls til ráðstöfunar í sjóðum Öxarfjarðar í sókn. Frestur til að sækja um er til sunnudagsins 10. maí 2020.
Athugið að úr sterkustu umsóknunum mun verkefnisstjórn velja 1-2 umsóknir sem gefst færi á að sækja í svokallaðan Öndvegissjóð Brothættra byggða.

Umsóknareyðublað Framtíðarsýn og markmið Facebook síða verkefnis Skilaboð íbúaþings