Fara í efni

Uppbyggingarsjóður

Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja við verkefni sem falla að Sóknaráætlun Norðurlands eystra í þremur flokkum, atvinnu og nýsköpun, menningu og stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar. Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) annast umsýslu sjóðsins í landshlutanum og er auglýst einu sinni á ári eftir umsóknum um styrki.

Umsóknarfrestur er 12:00, miðvikudaginn, 18. október 2023


Hér fyrir neðan getur þú lesið hagnýtar upplýsingar um Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra og umsóknarferlið sjálft.

Hvernig verkefni eru styrkhæf?

Veittir eru styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra í eftirfarandi þremur flokkum:

  • Verkefnastyrkir á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar
  • Verkefnastyrkir á sviði menningar
  • Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar

Í takt við Sóknaráætlun landshlutans eru sérstakar áherslur:
Áhersla menningarverkefna: Áhersla á umhverfismál eða samfélagslegan fjölbreytileika.
Áhersla atvinnu og nýsköpunarverkefna: Áhersla á bætta nýtingu auðlindastrauma svæðisins.

Umsækjendum er bent á að kynna sér vel og styrkja þannig umsóknir sínar:

Hvar sæki ég um?

Sótt er um á rafrænu umsóknarformi Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra.

    • Nauðsynlegt er að skráning í umsóknarkerfi sé á auðkenni umsækjanda.
    • Umsóknir fyrir lögaðila (félög og fyrirtæki) þurfa  að vera skráðar á kennitölu viðkomandi. Því er nauðsynlegt að sækja um á íslykli eða rafrænum skilríkjum viðkomandi aðila. 
  • Til aðstoðar er gott að setja  kostnaðaráætlun upp í Excel áður en fyllt er inn í þann hluta umsóknarformsins.

Hvernig er ferlið ef verkefni hlýtur styrk

Ef stiklað er á stóru eru skrefin þessi:

  1. Gerður er skriflegur samningur.
  2. Rafræn úthlutunarhátíð fer fram 13. desember
  3. Vinnustofa styrkþegar verður haldin í hádeginu mánudaginn 18. desember. 
  4. Verkefni þarf að hefjast innan 3 mánaða eftir undirritun.
  5. Í kynningu verkefnisins skal stuðningi Sóknaráætlunar Norðurlands eystra ávallt getið. Almennt skal miða við að viðburðir eða verkefni styrkt úr Sóknaráætlun séu auglýst á öllu starfssvæði SSNE. Hér má sækja merki Sóknaráætlunar Norðurlands eystra.
  6. Styrkþegi skilar framvinduskýrslu samkvæmt samkomulagi í samningi.
  7. Styrþegi skilar lokaskýrslu þegar verkefni er lokið.

Athugið að allar beiðnir og breytingar þurfa að berast starfsfólki SSNE.

Leiðbeiningar 

Ráðgjöf Uppbyggingarsjóðs - þarftu aðstoð?

 Allt starfsfólk SSNE veitir ráðgjöf í tengslum við verkefni í Uppbyggingarsjóð

Þarftu aðstoð?
18. og 20. september verða haldnir rafrænir kynningarfundir sem við hvetjum umsækjendur til að mæta á. 
Skráning á rafrænan fund 18. september kl. 16:15
Skráning á rafrænan fund 20. september kl. 12:15

Umsjónaraðilar Uppbyggingarsjóðs eru staðsettir á Akureyri og Húsvík og er hægt að panta hjá þeim stað- eða fjarfundi: