Fara í efni

Uppbyggingarsjóður

Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja við verkefni sem falla að Sóknaráætlun Norðurlands eystra í þremur flokkum, atvinnu og nýsköpun, menningu og stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar. Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) annast umsýslu sjóðsins í landshlutanum og er auglýst einu sinni á ári eftir umsóknum um styrki.

Næsti umsóknarfrestur er 16. október 2024

Hér fyrir neðan getur þú lesið hagnýtar upplýsingar um Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra og umsóknarferlið sjálft.

Hvernig verkefni eru styrkhæf?

Veittir eru styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra í eftirfarandi þremur flokkum:

 • Verkefnastyrkir á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar
 • Verkefnastyrkir á sviði menningar
 • Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar

Umsækjendum er bent á að kynna sér vel og styrkja þannig umsóknir sínar:

Hvar sæki ég um?

Sótt er um á rafrænu umsóknarformi Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra.

  • Nauðsynlegt er að skráning í umsóknarkerfi sé á auðkenni umsækjanda.
  • Umsóknir fyrir lögaðila (félög og fyrirtæki) þurfa  að vera skráðar á kennitölu viðkomandi. Því er nauðsynlegt að sækja um á íslykli eða rafrænum skilríkjum viðkomandi aðila. 

Hvernig er ferlið ef verkefni hlýtur styrk?

Ef stiklað er á stóru eru skrefin þessi:

 1. Gerður er skriflegur samningur.
 2. Rafræn úthlutunarhátíð fer fram.
 3. Vinnustofa styrkþegar verður haldin.
 4. Verkefni þarf að hefjast innan 3 mánaða eftir undirritun.
 5. Í kynningu verkefnisins skal stuðningi Sóknaráætlunar Norðurlands eystra ávallt getið. Almennt skal miða við að viðburðir eða verkefni styrkt úr Sóknaráætlun séu auglýst á öllu starfssvæði SSNE. Hér má sækja merki Sóknaráætlunar Norðurlands eystra.
 6. Styrkþegi skilar framvinduskýrslu samkvæmt samkomulagi í samningi.
 7. Styrkþegi skilar lokaskýrslu þegar verkefni er lokið.

Athugið að allar beiðnir og breytingar þurfa að berast starfsfólki SSNE.

Upptaka af vinnustofu styrkhafa Uppbyggingarsjóðs

Leiðbeiningar og hjálpartól

Ráðgjöf Uppbyggingarsjóðs - þarftu aðstoð?

Allt starfsfólk SSNE veitir ráðgjöf í tengslum við verkefni í Uppbyggingarsjóð. Þú getur pantað hjá þeim fjar- eða staðfundi.

Umsjónaraðilar Uppbyggingarsjóðs eru Ari Páll og Díana og er hægt að hafa samband við þau:

 

 

 

Tengdar fréttir