Fara í efni

Uppbyggingarsjóður


Lokað hefur verið fyrir umsóknar í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra. 
Næsti umsóknarfrestur verður haust 2023.Hér fyrir neðan getur þú lesið hagnýtar upplýsingar um Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra og umsóknarferlið sjálft.

Ráðgjafar Uppbyggingarsjóðs - viltu aðstoð?

Ráðgjafar Uppbyggingarsjóðs eru almennt staðsettir á Akureyri og Húsavík og hægt að panta hjá þeim stað- eða fjarfundi:

 • Húsavík Ari Páll Pálsson | aripall@ssne.is sími: 464-5412
 • Húsavík: Hildur Halldórsdóttir | hildur@ssne.is sími: 464-5402
 • Akureyri: Díana Jóhannsdóttir | diana@ssne.is sími: 464-5405
 • Allt starfsfólk SSNE getur veitt ráðgjöf og er með starfsstöðvar Akureyri, Bakkafirði, Dalvík, Húsavík, Ólafsfirði, Raufarhöfn, Siglufirði.

Hvað er Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra?

 • Uppbyggingasjóðurinn er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja verkefni sem falla að Sóknaráætlun Norðurlands eystra.
 • Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) annast umsýslu sjóðsins í landshlutanum.
 • Sjóðurinn auglýsir opinberlega minnst einu sinni á ári eftir umsóknum um styrki.
 • Sjóðurinn styrkir að jafnaði ekki meira en 50% af heildarkostnaði verkefna.
 • SSNE fylgir verklagsreglum vegna úthlutana úr sjóðnum þar sem meðal annars koma fram hvaða upplýsingar þurfa að liggja fyrir frá umsækjendum, hvað telst styrkhæfur kostnaður og hvaða viðmið gilda við mat verkefna. Þá er einnig hægt að nálgast matsblað sjóðsins hér sem notað er til að meta allar umsóknir. Í verklagsreglum eru upplýsingar um fyrirkomulag vegna útborgunar styrkja og uppgjör verkefna.
 • Stofnanir, opinber hlutafélög og samtök í meirihlutaeigu ríkis eða sveitarfélaga skulu að jafnaði ekki vera leiðandi aðili í verkefnum styrktum af uppbyggingarsjóði hlandshlutans.

Hvernig verkefni eru styrkhæf?

Veittir eru styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra í eftirfarandi þremur flokkum:

 • Verkefnastyrkir á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar
 • Verkefnastyrkir á sviði menningar
 • Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar

Í takt við sóknaráætlun landshlutans er lögð sérstök áhersla á verkefni sem snúa að umhverfismálum

Umsækjendum er bent á að kynna sér vel og styrkja þannig umsóknir sínar:

Hvar sæki ég um?

Sótt er um á rafrænu umsóknarformi Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra.

  • Nauðsynlegt er að skráning í umsóknarkerfi sé á auðkenni umsækjanda.
  • Umsóknir fyrir lögaðila (félög og fyrirtæki) þurfa  að vera skráðar á kennitölu viðkomandi. Því er nauðsynlegt að sækja um á íslykli eða rafrænum skilríkjum viðkomandi aðila. 
 • Til aðstoðar er gott að setja kostnaðaráætlun upp í Excel áður en fyllt er inn í þann hluta umsóknarformsins.
 • Hér má nálgast rafrænan kynningarfund á Uppbyggingarsjóði, ,,Á hugmyndin mín möguleika á fjármögnun og hvernig virkar umsóknargáttin?"

Úthlutunarnefnd

Hlutverk nefndarinnar er að velja þau verkefni sem styrkt verða, á grundvelli faglegs mats og í takt við markmið Sóknaráætlunar Norðurlands eystra. Við úthlutun styrkja skal gæta jafnræðis, hlutlægni, gagnsæis og samkeppnissjónarmiða. Í úthlutunarnefnd sitja formenn fagráða SSNE auk þriggja annarra sem skipaðir eru af SSNE. Starfsmenn SSNE eða skyldra aðila geta ekki setið í úthlutunarnefnd.

 • Hilda Jana Gísladóttir, formaður
 • Thomas Helmig, formaður fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar
 • Hulda Sif Hermannsdóttir, formaður fagráðs menningar
 • Ottó Elíasson, formaður fagráðs umhverfismála
 • Áki Guðmundsson
 • Preben Jón Pétursson

Varamenn:

 • Sigríður Örvarsdóttir
 • Guðrún Sigríður Tryggvadóttir
 • Sigríður Ingvarsdóttir

Hvernig virkar rafræna umsóknarformið?

Hér er hægt að horfa á myndband með leiðbeiningum um gerð umsókna:


Góð ráð og leiðbeiningar við gerð umsókna.

Hvenær er úthlutað?

Úthlutun fór síðast fram rafrænt þann 2. febrúar 2023. 

Fyrri úthlutanir Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra

Ef þig langar að fylgjast með kraftmiklu fólki og uppbyggingar hugmyndum í landshlutanum, þá ertu á réttum stað. 

Ef þú ert í umsóknarhug, hvetjum við þig til að líta yfir úthlutanir síðustu ára til að fá mynd af verkefnum sem hlotið hafa styrk síðustu ár. Kannski leynast mögulegir samstarfsaðilar hér?

Úthlutun Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra 2023

Úthlutun Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra 2022

Fyrri úthlutanir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra

Hvernig er ferlið ef verkefnið hlýtur styrk?

Ef stiklað er á stóru eru skrefin þessi:

 1. Gerður er skriflegur samningur (sjá nánar í Verklagsreglum).
 2. Verkefni þarf að hefjast innan 3 mánaða eftir undirritun.
 3. Í kynningu verkefnisins skal stuðningi Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra ávallt getið. Almennt skal miða við að viðburðir eða verkefni styrkt af Uppbyggingarsjóði séu auglýst á öllu starfssvæði SSNE. Hér má sækja merki Sóknaráætlunar Norðurlands eystra.
 4. Styrkþegi skilar framvinduskýrslu samkvæmt samkomulagi í samningi.
 5. Styrþegi skilar lokaskýrslu þegar verkefni er lokið.

Athugið að allar beiðnir og breytingar þurfa að berast starfsfólki SSNE.

Aðstoð og nánari upplýsingar veita:

 

Spurt og svarað

Hér má finna innsendar spurningar og svör við þeim varðandi umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra 2023.

Þættinum hafa engar spurningar borist.

Ef að þú ert með spurningu er líklegt að fleiri séu að velta því sama fyrir sér. Endilega sendu okkur línu í gegnum þetta form. Spurningin og svarið við henni verður aðeins birt ef viðfangsefnið er almenns eðlis, nafn þitt veður ekki gefið upp. Aftur á móti óskum við eftir netfangi þínu og nafni svo við getum sent þér svarið við spurningunni.

https://forms.office.com/r/cjQtiAbWD1 

Upptaka frá kynningarfundi um Uppbyggingarsjóð 2023

Stuðningslisti við umsóknarskrif