Fara í efni

Uppbyggingarsjóður

Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja við verkefni sem falla að Sóknaráætlun Norðurlands eystra í þremur flokkum, atvinnulífs, blómlegra byggða og stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar. Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) annast umsýslu sjóðsins í landshlutanum og er auglýst einu sinni á ári eftir umsóknum um styrki.

Næsti umsóknafrestur verður haust 2026

Allt starfsfólk SSNE veitir ráðgjöf í tengslum við verkefni í Uppbyggingarsjóð. Þú getur pantað hjá þeim fjar- eða staðfundi.

Hvernig verkefni eru styrkhæf?

Veittir eru styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra í eftirfarandi þremur flokkum:

  • Verkefnastyrkir á sviði atvinnulífs
  • Verkefnastyrkir á sviði blómlegra byggða
  • Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar

Umsækjendum er bent á að kynna sér vel og styrkja þannig umsóknir sínar:

Hvar sæki ég um?

Sótt er um á rafrænu umsóknarformi Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra.

Leiðbeiningar og hjálpartól

Verkefnið fékk styrk hvað svo?

Til hamingju með styrkinn!
Ekki þarf lengur að skrifa undir sérstaka samninga vegna verkefna og hafa styrkþegar samþykkt skilmála með umsókn sinni. Þá þarf ekki lengur að aðlaga styrk að styrkupphæð ef ekki fékkst fullur styrkur. 
Upphafsgreiðslur eru greiddar út skv. úthlutunarreglum seinni hluta janúar mánaðar. Lokagreiðslur eru svo greiddar eftir skil á fullnægjandi lokaskýrslu sem er unnin í umsóknargátt sjóðsins.

Í kynningu verkefnisins skal stuðningi Sóknaráætlunar Norðurlands eystra ávallt getið. Almennt skal miða við að viðburðir eða verkefni styrkt úr Sóknaráætlun séu auglýst á öllu starfssvæði SSNE. Hér má sækja merki Sóknaráætlunar Norðurlands eystra.