Skrifstofur SSNE verða lokaðar frá 14. júlí n.k. til 5. ágúst. Flest starfsfólk SSNE er í sumarleyfi á þessum tíma en reikna má með að flest verði komin aftur til starfa í byrjun ágúst.
Gleðilegt sumar!
Umsóknarfrestur fyrir Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra hefur verið ákveðinn og mun opna fyrir umsóknir 17. september og er umsóknarfrestur til 22. október kl. 12:00.
Stjórn SSNE hefur valið nýsköpunarverkefnið Kveikjuna sem eitt af áhersluverkefnum SSNE, Kveikjan hefur það að markmiði að efla nýsköpun og þróun á Norðurlandi eystra innan starfandi fyrirtækja.
Fundur samráðsvettvangs Sóknaráætlunar Norðurlands eystra fór fram í vikunni þar sem fjölbreyttur hópur þátttakenda kom saman til að ræða framgang og framtíðaráherslur áætlunarinnar.
Dagskráin er afar fjölbreytt, t.d. bíósýningar, tónleikar, hinsegin bókmenntir, fánasmiðja, Barsvar, fyrirlestrar, grill, myndlistaropnanir, Vandræðaskáld, messa og alls kyns fleiri uppákomur. Dagskrána er að finna á heimasíðunni www.hinseginhatid.is.
Það er ekki alltaf einfalt mál, jafnvel í litlu landi, að jafna tækifæri íbúa um allt land til uppbyggingar, hvort sem það varðar atvinnu, samgöngur, aðgengi að þjónustu eða tækifæri ungs fólks. Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda hverju sinni er að leysa þetta viðfangsefni með markvissum hætti og þar koma Sóknaráætlanir landshlutanna til sögunnar.
Maí hefur verið einstaklega líflegur hjá SSNE, þar sem fjölbreytt verkefni og viðburðir áttu sér stað – í nánu samstarfi við fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklinga.
Norðansprotinn er nýsköpunarkeppni þar sem leitað er að áhugaverðustu nýsköpunarhugmyndum Norðurlands. Leitin hefur verið í fullum gangi og bárust 22 umsóknir að þessu sinni.