Ráðgjafar SSNE verða á ferð um Norðurland eystra í næstu viku og verða með viðveru á ellefu stöðum til að veita ráðgjöf varðandi umsóknarskrif í Uppbyggingarsjóð.
Stjórn SSNE hefur samþykkt breytingar á verklagi í kringum Uppbyggingarsjóð, ein af þeim breytingum sem var samþykkt er að flýta ferli sjóðsins. Þannig má gera ráð fyrir því að sjóðurinn opni í september og að ferlinu sé lokið og úthlutað í desember.