Fara í efni

Fréttir

Umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð 22. október

Umsóknarfrestur fyrir Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra er umsóknarfrestur til 22. október kl. 12:00.

Rafrænn kynningarfundur fyrir Uppbyggingarsjóð

Rafrænn kynningarfundur verður haldinn 30. september n.k. Þá verður einnig í boði persónuleg ráðgjöf fyrir umsækjendur.

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra og er umsóknarfrestur til kl. 12:00 þann 22. október.
Ljósmynd: Axel Þórhalsson

Frá hugmynd að stórviðburði – Skálmöld í Heimskautsgerðinu sýnd á RÚV

Verkefni sem hljóta styrk úr Uppbyggingarsjóði SSNE geta vaxið og þróast í einstök menningar- og atvinnuverkefni sem hafa víðtæk áhrif á samfélagið. Tónleikaverkefnið „Hávaði í Heimskautsgerðinu“ er skýrt dæmi um slíkt.

Umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra

Umsóknarfrestur fyrir Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra hefur verið ákveðinn og mun opna fyrir umsóknir 17. september og er umsóknarfrestur til 22. október kl. 12:00.
Á myndinni eru Albertína Fr. Elíasdóttir framkvæmdastjóri SSNE og Sesselja Reynisdóttir framkvæmdastjóri Drift EA

Kveikjan nýtt áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands eystra

Stjórn SSNE hefur valið nýsköpunarverkefnið Kveikjuna sem eitt af áhersluverkefnum SSNE, Kveikjan hefur það að markmiði að efla nýsköpun og þróun á Norðurlandi eystra innan starfandi fyrirtækja.

Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar fundaði

Fundur samráðsvettvangs Sóknaráætlunar Norðurlands eystra fór fram í vikunni þar sem fjölbreyttur hópur þátttakenda kom saman til að ræða framgang og framtíðaráherslur áætlunarinnar.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri og Elísabet Ögn Jóhannsdóttir, verkefnastjóri hátíðarinnar, flögguðu hinsegin fánanum efst í Listagilinu á Akureyri.

Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hafin

Dagskráin er afar fjölbreytt, t.d. bíósýningar, tónleikar, hinsegin bókmenntir, fánasmiðja, Barsvar, fyrirlestrar, grill, myndlistaropnanir, Vandræðaskáld, messa og alls kyns fleiri uppákomur. Dagskrána er að finna á heimasíðunni www.hinseginhatid.is.
Sóknaráætlanir skapa sameiginlega sýn fyrir hvern landshluta, sem einfaldar forgangsröðun verkefna og leiðir til skynsamlegri nýtingu fjármagns.

Sóknaráætlanir landshlutanna – lykillinn að sterkara Íslandi

Það er ekki alltaf einfalt mál, jafnvel í litlu landi, að jafna tækifæri íbúa um allt land til uppbyggingar, hvort sem það varðar atvinnu, samgöngur, aðgengi að þjónustu eða tækifæri ungs fólks. Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda hverju sinni er að leysa þetta viðfangsefni með markvissum hætti og þar koma Sóknaráætlanir landshlutanna til sögunnar.

Pistill framkvæmdastjóra - maí

Maí hefur verið einstaklega líflegur hjá SSNE, þar sem fjölbreytt verkefni og viðburðir áttu sér stað – í nánu samstarfi við fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklinga.
Getum við bætt síðuna?