Það er hálf ótrúlegt að enn eitt árið sé að renna sitt skeið og viðeigandi að líta yfir farinn veg. Desembermánuður var viðburðaríkur hjá SSNE og einkenndist, eins og raunar árið allt, af Sóknaráætlun Norðurlands eystra.
Á rafrænni úthlutunarhátíð sem haldin var 5. desember var tilkynnt um þau 74 verkefni sem hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra sem er fjármagnaður úr Sóknaráætlun svæðisins.
Við úrvinnslu gagna úr fyrirtækjakönnun sem framkvæmd var árið 2022, kemur fram að í skapandi greinum fer fram mest nýsköpun af þeim atvinnugreinum sem skoðaðar voru í landsbyggðum. Niðurstöður sýna auk þess að uppbyggingarsjóðirnir hafa marktæk jákvæð áhrif á nýsköpun í landsbyggðum.
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2025. Styrkjaflokkarnir eru þrír: atvinnu- og nýsköpunarverkefni, menningarverkefni og stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar.
Landshlutasamtök halda utan um uppbyggingarsjóði um land allt, en þeir hafa verið partur af styrkja- og starfsumhverfi íslenskra listasafna og listafólks, í takt við áherslur Sóknaráætlanna í hverjum landshluta fyrir sig. Fyrir hönd landshlutasamtaka mun Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi vera með erindi á málþinginu, sem er öllum opið.