Styrkmöguleikar
Vinsamlegast athugið að þetta er ekki tæmandi listi. Tilgangur hans er að sýna breidd og möguleika í styrkjamálum yfir árið. Nákvæmar tímasetningar á umsóknarfrestum gefa viðkomandi sjóðir upp á hverju ári fyrir sig. Á viðburðarsíðu SSNE má jafnframt fylgjast með þeim styrkjum sem eru með opið með fyrir umsóknir hverju sinni, þó með þeim fyrirvara að ekki allir sjóðir senda tilkynningar til SSNE þegar þeir uppfæra fresti sína og áherslur.
INNLENDIR SJÓÐIR
Barnamenningarsjóður
Umsóknarfrestur: fyrri hluti árs.
Styrkir verkefni á sviði barnamenningar. Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna.
Tónlistarsjóður
Umsóknarfrestur: nóvember og apríl, ferðastyrkir eru veittir annan hvern mánuð.
Sjóðurinn skal stuðla að kynningu á íslensku tónlistarfólki og tónsköpun þeirra hér á landi sem erlendis.
Menningar- og viðurkenningarsjóður KEA
Umsóknarfrestur: einu sinni á ári að hausti.
Til einstaklinga, félaga eða hópa sem vinna að mikilvægum menningarmálum á félagssvæðinu.
Menningarsjóðir Akureyrar
Umsóknarfrestur: tveir að hausti og lok árs, einn tilfallandi.
Menningarsjóður Akureyrar er samheiti yfir þá styrki og stuðning sem Akureyrarbær veitir félögum og einstaklingum í menningarlífinu í bænum
Miðstöð íslenskra bókmennta
Umsóknarfrestur: að hausti og fyrri part árs, sjá heimasíðu.
Veitir m.a. styrki til eftirfarandi atriða: Útgáfustyrki, þýðingar á íslensku, nýræktarstyrki, þýðingar á erlend mál, kynningarþýðingar, ferðastyrki höfunda, norrænar þýðingar og dvalarstyrki þýðenda.
Safnasjóður
Umsóknarfrestur: seinni hluti árs.
Styrkir starfsemi viðurkenndra safna um allt land og samstarfsverkefni safna, setra og sýninga við viðurkennd söfn.
Sviðslistasjóður
Umsóknarfrestur: seinni hluti árs.
Veittir eru styrkir til einstakra verkefna atvinnusviðslistahópa. Umsókn í sviðslistasjóð getur einnig gilt sem umsókn til listamannalauna ef tilgreint í umsóknarformi.
Æskulýðssjóður
Umsóknarfrestur: að hausti.
Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Einkum er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenn og/eða með virkri þátttöku þeirra, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungar og þróunarverkefni og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.
Kvikmyndasjóður
Umsóknarfrestur: allt árið.
Styrkir úr Kvikmyndasjóði eru einungis veittir framleiðslufyrirtækjum og einstaklingum sem hafa kvikmyndagerð að meginstarfi.
Umsóknarfrestur: nokkrir yfir árið.
Styrkir til félagsmanna FÍH á sviði útgáfu, upptöku, tónleikahalds, tónleikahátíða, ferðastyrkja, land- og loftbrú.
Hönnunarsjóður
Umsóknarfrestur: tvisvar á ári.
Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja.
Samfélagssjóður Landsbankans
Umsóknarfrestur: alla jafna að hausti.
Styrkir m.a. menningarstarfsemi.
Samfélagssjóður Landsvirkjunar
Umsóknarfrestur: mars, júlí og nóvember.
Sjóðurinn styrkir m.a. lista- og menningarverkefni.
Samfélagssjóður Norðurorku
Umsóknarfrestur: að hausti.
Sjóður sem styrkir margvísleg málefni, m.a. menningu.
Lista- og menningarsjóður Norðurþings
Umsóknarfrestur: opið fyrir umsóknir allt árið.
Hlutverk sjóðsins er að efla list- og menningarviðburði af ýmsu tagi í Norðurþingi.
Minjastofnun Íslands
Umsóknarfrestur: Seinni hluta árs.
Fornminjasjóður og húsfriðunarsjóður.
Framkvæmdastjóður ferðamannastaða
Umsóknarfrestur: alla jafna að hausti.
Markmið og hlutverk sjóðsins að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða og ferðamannaleiða um land allt og styðja með því við þróun ferðaþjónustu sem mikilvægrar og sjálfbærrar stoðar í íslensku atvinnulífi. Það er jafnframt markmið sjóðsins að stuðla að jafnari dreifingu ferðamanna um landið og styðja við svæðisbundna þróun.
Atvinnumál kvenna
Umsóknarfrestur: í upphafi hvers árs.
Veitir styrki til verkefna og fyrirtækja sem konur reka eða ætla að stofna.
Svanni
Umsóknarfrestur: seinni hluti árs.
Lánatryggingarsjóður kvenna. Styður við konur til nýsköpunar í atvinnulífi.
Nýsköpunarsjóður námsmanna
Umsóknarfrestur: Að jafnaði í febrúar.
Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunnnámi og námi á meistarastigi við háskóla til sumarvinnu við rannsóknar- og þróunarverkefni.
Nýsköpunarsjóðurinn Kría
Fjárfestir í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum.
Myndlistasjóður
Umsóknarfrestur: tvisvar á ári, u.þ.b. febrúar og ágúst, umsóknarfrestir fyrir ferðasjóðinn er þrisvar á ári,
Sjóðurinn veitir verkefnastyrki til undirbúnings og þróunar viðamikilla verkefna, sýningarverkefna, útgáfu, rannsókna og annarra verkefna.
EFLA samfélagssjóður
Umsóknarfrestur: tvisvar á ári, að vori og hausti
EFLA styður uppbyggjandi og jákvæð verkefni í samfélaginu, svo sem góðgerðarmál, menningarmál, æskulýðsmál, umhverfismál, menntamál og nýsköpun.
Samfélagssjóður BYKO
Umsóknarfrestur: alla jafna að hausti
Sjóður sem styður margvísleg verkefni, m.a. menningar.
Muggur dvalarsjóður fyrir myndlistarfólk
Umsóknarfrestur: tvisvar á ári, alla jafna í mars og september.
Hlutverk sjóðsins er að styrkja myndlistarmenn til tímabundinnar dvalar erlendis vegna sýningar, vinnustofu eða annars sambærilegs myndlistarverkefnis.
Hönnunarsjóður
Hlutverk hönnunarsjóðs er að efla þekkingu og atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi og ráðgjöf.
Hagþenkir
Félag höfunda fræðirita og kennslugangna.
Veitir ýmsa styrki á þessu sviði.
Styrkjayfirlit ráðuneytis menningar og skapandi greina
Umsóknarfrestir: ýmsir.
Veitir yfirlit yfir möguleika.
Styrkjayfirlit menningar og lista í umsýslu hjá Rannís
Umsóknarfrestir: ýmsir.
Veitir yfirlit yfir möguleika.
Styrkjayfirlit sjóða Háskóla Íslands
Umsóknarfrestir: ýmsir
Veitir yfirlit yfir möguleika.
NORRÆNIR SJÓÐIR / SAMSTARFSSJÓÐIR
Norræni menningarsjóðurinn
Umsóknarfrestur: nokkrum sinnum yfir árið.
Samstarf á milli a.m.k. þriggja Norðurlanda – tekur til menningarstarfs í almennum skilningi.
Norræna menningargáttin (kulturkontakt nord)
Umsóknarfrestur: nokkrum sinnum yfir árið.
Áætlunin veitir styrki til fagfólks og áhugafólks. Styrkirnir eru ætlaðir þeim sem koma að menningarstarfsemi og listamönnum, menningar- og listastofnunum og félagasamtökum sem starfa á sviði menningar og lista. Sem dæmi má nefna styrki til dvalarsetra, ferðastyrki, tengslanetsstyrki til styttri og lengri tíma, norrænn þýðingarstyrkur og útgáfustyrkur.
Framlag til norsk-íslensks menningarsamstarfs
Þeir sem starfa á sviði lista og menningar í Noregi og á Íslandi geta sótt um styrki til samstarfsverkefna sem stuðla að fjörbreytilegu samstarfi á því sviði og koma á varanlegum tengslum milli listamanna, þeirra sem starfa að menningarmálum og menningarstofnana í báðum löndum.
Menningarsjóður Íslands og Finnlands
Umsóknarfrestur: fyrri hluta árs.
Stuðlar að og styrkir menningarstarfsemi landanna.
Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn
Umsóknarfrestur: fyrri hluta árs.
Samstarf á breiðum grundvelli, einkum menningarmála (mest ferðastyrkir).
Clara Lachmanns sjóðurinn
Umsóknarfrestur: opið fyrir umsóknir að jafnaði frá september til mars, úthlutað að vori.
Styrkir til skipulagningar á norrænum ráðstefnum og málþingum, gestaheimsóknir, prentanir og þýðingar.
Dansk-íslenski menningarsjóðurinn
Umsóknarfrestur: alla jafna að vori og hausti.
Að efla samstarf milli Danmerkur og Íslands.
Jónshús
Umsóknarfrestur: alla jafna opið fyrir umsóknir
Íbúð fyrir íslenska fræðimenn, sýningarsalur fyrir íslenska listamenn, starfsaðstaða fyrir íslensk fyrirtæki
NATA, ferðastyrkir Ísland/Grænland/Færeyjar
Umsóknarfrestur: Alla jafna í febrúar og september
Ferðastyrkir til fulltrúa frjálsra félagasamtaka sem þurfa að sækja samnorrænar ráðstefnur, fundi og samkomur.
Grænlandssjóður
Stuðlar að nánari samskiptum Íslands og Grænlands. Styrkir til námsferða, listasýninga, kynnisferða og fl.
Styrktarsjóður Selmu og Kay Langvalds
Styrkir menningarleg tengsl milli Danmerkur og Íslands.
Þjóðhátíðargjöf Norðmanna
Umsóknarfrestur: einu sinni á ári.
Stuðlar að samskiptum milli Noregs og Íslands, aðallega ferðastyrkir.
Nordplus
Umsóknarfrestur: fyrri og seinni hluta árs.
Margvíslegir styrkir sem stuðla að eflingu norræns samfélags og samvinnu – skiptist í marga undirþætti.
Creative Europe
Umsóknarfrestur: misjafnt eftir verkefnum.
Verkefni geta átt við allar tegundir listgreina og þátttakendur geta verið frá mismunandi sviðum menningar og lista. Í umsóknargátt ESB er hægt að sjá alla umsóknarfresti og nálgast umsóknargögn.
Nora
Umsóknarfrestur: í mars og október.
Styrkir verkefni sem efla samstarf á starfsvæðinu, meðal annars menningarverkefni. Starfssvæði NORA nær til Grændlands, Íslands, Færeyja og strandhéraða Noregs.
Gagnlegar upplýsingarsíður
Hitt húsið og menningarstarf - miðstöð ungs fólks
skapa.is
Fyrstu skrefin í rekstri
Handverk og hönnun