Fundað með forsætisráðherra Íslands um stöðu Norðurlands eystra
Sveitarstjórar sveitarfélaga innan SSNE og framkvæmdastjóri samtakanna áttu í morgun fund með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra Íslands, þar sem þau lýstu áhyggjum af stöðu flutningskerfis raforku á svæðinu. Fundurinn var haldinn að frumvæði sveitarfélaganna sem vilja tryggja að raforkuinnviðir hamli ekki áframhaldandi atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi eystra.
11.06.2025