Fara í efni
Umsóknarfrestur: gestgjafar listamannadvalar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna Culture Moves Europe - Call for Residency Hosts fyrir gestgjafa listamannadvalar sem fer fram einhvern tíma á tímabilinu milli 8. júní 2026 og 7. júní 2027. Lokað verður fyrir umsóknir 16. mars 23:59:59 CET og öllum umsóknum svarað í síðasta lagi 5. maí 2026.

Hverjir geta sótt um?

Lögaðilar (t.d. félagasamtök, NGO, opinberar stofnanir, fyrirtæki, sjálfstætt starfandi einstaklingar) sem:

  • eru skráð og starfa í einu af Creative Europe löndunum, sjá lista landa hér.
  • sem starfa á einu af eftirfarandi sviðum: arkitektúr, menningararfur, hönnun og fatahönnun, bókmenntir, tónlist, sviðslistir og sjónlistir

Upplýsingar og ráðgjöf:

  • Leiðbeiningar fyrir gestagjafa pott Creative Europe má finna hér
  • Rannís er umsýsluaðili Creative Europe á Íslandi og hefur umsjón með kynningu á áætluninni og veitir umsækjendum upplýsingar og aðstoð
  • Vinsamlegast hafið samband við Ragnhildi Zoëga sérfræðing hjá Rannís, sími 515 5838, netfang ragnhildur.zoega@rannis.is
  • Almennar leiðbeiningar fyrir umsækjendur í sjóði Creative Europe má finna hér
  • Íslensk facebook síða Creative Europe
  • Starfsfólk SSNE veitir jafnframt ráðgjöf fyrir umsóknarskrif og mótun hugmynda, vinsamlegast sendið email á ssne@ssne.is

Hvert er hlutverk gestgjafans:

  • að útvega fullnægjandi vinnuaðstöðu sem er búin þeim efnum, verkfærum og búnaði sem nauðsynleg eru til að framkvæmd gestadvalarinnar sé möguleg.
  • að útvega íbúanum/íbúunum (residents) viðeigandi og öruggt húsnæði, annaðhvort á eigin starfsstöð eða í öðru leiguhúsnæði
  • að minnsta kosti einn leiðbeinanda (án hámarksfjölda) sem er annaðhvort starfsmaður eða samstarfsaðili gestgjafans. Leiðbeinandinn á að veita listræna leiðsögn og þarf að hafa sérþekkingu sem tengist gestadvölinni. Engar takmarkanir eru varðandi þjóðerni leiðbeinanda eða hvar hann er lögheimilisfastur.

Hvað felst í styrknum?

Gestavinnustofustyrkurinn veitir fjárhagslegan stuðning bæði fyrir gestgjafann og gestinn/gestina.

  • Veittir eru styrkir til að taka á móti 1-5 listamönnum til dvalar sem getur verið frá 21 degi til 90 daga.
  • Gestgjafinn fær 50 evrur á dag fyrir móttöku einnig er hægt að óska eftir stuðningi vegna aðgengis (ef við á), þá er um að ræða fasta upphæð €375, €675 eða €1.200, eftir lengd dvalarinnar, til að hjálpa til við að mæta mögulegum aukakostnaði sem tengist aðgengisþörfum íbúans.
  • Hver gestur fær 30 evrur á dag og getur auk þess hlotið ferðastyrk að upphæð 400 evrur ef fjarlægð frá heimili er yfir 5.000 km, en 800 evrur ef fjarlægðin er meiri. Jafnframt er hægt að sækja um top-ups fyrir gesti vegna græns ferðakostnaðar, ef börn viðkomandi koma með og fleira.
    Sjá nánar hér.

Hvað er Creative Europe?
Creative Europe styrkir listrænt og menningarlegt samstarf á Evrópuvísu. Creative Europe skiptist í þrjár meginstoðir: MEDIA (kvikmynda- og margmiðlunarverkefni),
MENNINGU (verkefni á sviði menningar og skapandi greina), og ÞVERÁÆTLUN ( samvinna þvert á skapandi greinar og nær einnig yfir fjölmiðla).

 

Umsóknarfrestur: gestgjafar listamannadvalar