Fara í efni

Viðburðalisti

10. nóv

Umsóknarfrestur: Byggðaþróun - styrkir til meistaranema

Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar. Til úthlutunar er allt að 1.200.000 kr. og stefnt er að því að veita allt að fjóra styrki.
13. nóv

Umsóknarfrestur: stafræn kynningarmál og símenntun viðurkenndra safna

Í aukaúthlutun safnasjóðs árið 2025 geta viðurkennd söfn sótt um styrki til símenntunar eða til stafrænna kynningarmála.
16. nóv

Umsóknarfrestur: Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna

Norðurorka hf. veitir styrki til samfélagsverkefna. Veittir eru styrkir til menningar og lista, æskulýðs- og góðgerðarmála. Markmið með styrkjum Norðurorku er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi. Umsókn um samfélagsstyrki skal skila á rafrænu formi hér á heimasíðu: Samfélagsstyrkir | Norðurorka Umsóknarfrestur er til og með 16. nóvember 2025
17. nóv

Umsóknarfrestur: Styrkir til þýðinga á íslensku

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir, fræðirit og bækur fyrir börn og ungmenni.
20. nóv

Umsóknarfrestur: verkefni á sviði heilbrigðismála

Heilbrigðisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum frá íslenskum félagasamtökum um styrki til verkefna á sviði heilbrigðismála sem falla að heilbrigðis- og lýðheilsustefnu.
20. nóv

Umsóknarfrestur: Safnasjóður

Viðurkennd söfn geta sótt um styrki til eins árs auk þess sem önnur söfn, höfuðsöfn, safnvísar, setur og sýningar geta sótt um úthlutun úr safnasjóði í samstarfi við viðurkennd söfn.
30. nóv

Umsóknarfrestur: Samfélagssjóður Landsvirkjunar

Landsvirkjun tekur virkan þátt í samfélaginu og styður við málefni og verkefni sem hafa jákvæð samfélagsleg áhrif.
30. nóv

Umsóknafrestur: Styrkir til fráveituframkvæmda

31. des

Umsóknarfrestur: Stuðningur við útgáfu bóka á íslensku

Markmiðið er að efla útgáfu bóka á íslensku með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku.
22. jan

C1 - Sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða

Veitt verða framlög fyrir allt að 170 milljónum kr. fyrir árið 2026.
1. apr

Umsóknarfrestur: Barnamenningarsjóður

Hlutverk sjóðsins er að styðja fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi.