Fara í efni

Viðburðalisti

13. sep - 18. okt

Umsóknarfrestur: Uppbyggingarsjóður

Opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra frá 13. september til kl. 12:00 þann 18. október.
2. okt

Umsóknarfrestur: Íþróttasjóður

Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga, efla þekkingu þjálfara og leiðbeinenda, auka gildi íþróttastarfs í forvörnum og auka veg og virðingu íþróttastarfs í samfélaginu.
2. okt

Umsóknarfrestur: Skattfrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna

Fyrirtæki sem hafa fengið staðfestingu Rannís á rannsókna- eða þróunarverkefni eiga rétt á frádrætti á tekjuskatti
2. okt

Umsóknarfrestur: Sviðslistasjóður

Sviðslistaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi atvinnusviðslistahópa 2024/25.
2. okt

Umsóknarfrestur: Listamannalaun 2024

Tilgangur listamannalauna er að efla listsköpun í landinu.
2. okt

Umsóknarfrestur: þróunarverkefna búgreina

Athygli er vakin á að umsóknarfrestur um þróunarverkefni búgreina er til 2. október 2023. Auglýst er eftir umsóknum tvisvar á ári og er þetta síðari úthlutun ársins.
5. okt

Málþing: Brothættar byggðir

Málþing um byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir verður haldið á Raufarhöfn fimmtudaginn 5. október nk. í félagsheimilinu Hnitbjörgum frá kl. 10:30-16:20.
6. okt

Haustþing SSNE

Haustþing SSNE verður haldið rafrænt þann 6. október.
6. okt

Stafræn sveitarfélög - samvinna er lykilinn

Ráðstefna um samvinnu stafrænna sveitarfélaga fer fram í Origo höllinni föstudaginn 6. október kl. 09:-15:00.
12. okt

Kynningarfundur: Straumhvörf

12. október verður haldinn kynningarfundur um Straumhvörf sem er vöruþróunarverkefni í ferðaþjónustu á Norður- og Austurlandi.
16. okt

Umsóknarfrestur: Æskulýðssjóður

Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Einkum er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenn og/eða með virkri þátttöku þeirra, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungar og þróunarverkefni og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.
19. okt

Umsóknarfrestur: Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
31. okt

Umsóknarfrestur: Menningar- og viðurkenningarsjóður KEA

Menningar-og viðurkenningasjóður KEA auglýsir eftir styrkumsóknum
31. okt

Umsóknarfrestur: Samfélagsstyrkir Landsbankans

Samfélagsstyrkjunum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar á meðal á sviði mannúðarmála, menningar og lista, menntunar, rannsókna og vísinda, forvarnar- og æskulýðsstarfs og á sviði umhverfismála og náttúruverndar.
1. nóv

Umsóknarfrestur: Innviðasjóður

Innviðasjóður veitir styrki til kaupa og uppbyggingar á tækjum, gagnagrunnum og hugbúnaði og öðrum þeim búnaði sem telst mikilvægur fyrir framfarir í rannsóknum. Sérstaklega verður tekið tillit til innviðaverkefna á vegvísi sem njóta, að öðru jöfnu, forgangs við úthlutun styrkja.
1. nóv

Byggðaþróun - styrkir til meistaranema

Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar. Kostur er ef verkefnin hafa skírskotun til byggðaáætlunar. Til úthlutunar er allt að 1.000.000 kr. og stefnt er að því að veita allt að fjóra styrki. Í umsókn skal koma fram greinargóð lýsing á verkefninu, markmiðum þess og hvernig það styður við byggðaþróun. Umsækjendur þurfa að stunda meistaranám við viðurkenndan háskóla. Sjá nánar: Rafrænt umsóknarform Verklagsreglur vegna úthlutunar Byggðaáætlun 2022-2036 Umsóknarfrestur er til miðnættis 1. nóvember 2023. Byggðastofnun hefur frá árinu 2015 veitt styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar. Á heimasíðu stofnunarinnar má sjá yfirlit verkefna sem hafa verið styrkt. Nánari upplýsingar veitir Hanna Dóra Björnsdóttir. Netfang hannadora@byggdastofnun.is Sími: 455 5454 Frá árinu 2015 hefur Byggðastofnun veitt styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar og hefur það verið kostur ef verkefnið hefur skírskotun til byggðaáætlunar.
1. nóv

Umsóknarfrestur: Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka

Við viljum vera hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu og veitum styrki til verkefna sem styðja við þau fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem Íslandsbanki hefur valið að leggja sérstaka áherslu á.
2. nóv

Byggðaráðstefna 2023 – Búsetufrelsi?

Byggðaráðstefnan 2023 – Búsetufrelsi? verður haldin 2. nóvember 2023, í Reykjanesbæ.
31. des

Umsóknarfrestur: Stuðningur við útgáfu bóka á íslensku

Markmiðið er að efla útgáfu bóka á íslensku með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku.