Fara í efni

Viðburðalisti

7.-22. okt

Umsóknarfrestur: Uppbyggingarsjóður

Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja við verkefni sem falla að Sóknaráætlun Norðurlands eystra í þremur flokkum, atvinnulífs, blómlegra byggða og stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar.
í dag

Umsóknarfrestur: NORA

Styrkumsóknir skulu tengjast einhverjum þeirra sviða sem sett eru í forgang hjá NORA: Afhendingaröryggi, Gervigreind (AI), Sjálfbær ferðaþjónusta, Aðlaðandi samfélag, Hreyfanleiki og græn skref, Sjávarútvegur og matvælaframleiðsla, Silfurhagkerfið
15. okt

Umsóknarfrestur: Æskulýðssjóður

Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Einkum er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenn og/eða með virkri þátttöku þeirra, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungar og þróunarverkefni og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.
15. okt

Umsóknarfrestur: Samstarfs- og nýsköpunarstyrkir til íslenskunáms innflytjenda

Úthlutað verður allt að 200 m.kr. Gert er ráð fyrir samstarfi þvert á kerfi menntunar, atvinnulífs og/eða velferðar þar sem samstarfsaðilar geta verið skólar, fræðsluaðilar, sveitarfélög, samtök, félög, stofnanir/fyrirtæki eða sérfræðingar.
16. okt

Umsóknarfrestur: Almennir- og ferðastyrkir Hönnunarsjóðs

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja.
16. okt

Opið fyrir umsóknir vegna síðari úthlutunar þróunarverkefna búgreina árið 2025

Síðari úthlutun þróunarverkefna búgreina, opið fyrir umsóknir. Sótt er um á Afurð
29. okt

Haustþing SSNE 2025

Stjórn SSNE boðar hér með til rafræns haustþings miðvikudaginn 29. október næstkomandi. Þingið verður sett kl. 8.30 og lýkur kl. 12.15.
30. okt

Norðanstormur

Þann 30. október n.k. mun standa yfir Norðanstomur á Akureyri, en Norðanstormur er viðburður á vegum SSNE og SSNV þar sem við tengjum saman fjárfesta, fyrirtæki og frumkvöðla af Norðurlandinu
4. nóv

Byggðaráðstefnan

Tilgangur ráðstefnunnar er að vekja athygli á byggðamálum og efla umræðu. Tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggðar um allt land.
6. nóv

Umsóknarfrestur: Markáætlun um náttúruvá

Hlutverk markáætlunar um náttúruvá er að undirbúa land og þjóð betur fyrir atburði sem tengjast náttúruhamförum og öfgum náttúruafla, ásamt því að bregðast við þeim á skipulegan hátt.
10. nóv

Umsóknarfrestur: Byggðaþróun - styrkir til meistaranema

Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar. Til úthlutunar er allt að 1.200.000 kr. og stefnt er að því að veita allt að fjóra styrki.
30. nóv

Umsóknarfrestur: Samfélagssjóður Landsvirkjunar

Landsvirkjun tekur virkan þátt í samfélaginu og styður við málefni og verkefni sem hafa jákvæð samfélagsleg áhrif.
31. des

Umsóknarfrestur: Stuðningur við útgáfu bóka á íslensku

Markmiðið er að efla útgáfu bóka á íslensku með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku.
1. apr

Umsóknarfrestur: Barnamenningarsjóður

Hlutverk sjóðsins er að styðja fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi.