Fara í efni

Viðburðalisti

31. jan

Umsóknarfrestur: Ratsjáin 2022

Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu.
3. feb

Umsóknarfrestur: Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífsins um þróunarsamvinnu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki sem veittir eru úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu.
3. feb

Veffundur Nordregio: Heimsmarkmiðin sem stjórntæki fyrir sveitarfélög

Árið 2021 skipulagði Norræna byggðastofnunin Nordregio veffundaröð um innleiðingu heimsmarkmiðanna í norrænum sveitarfélögum og heldur nú áfram á þeirri braut með þremur veffundum í febrúar og mars næstkomandi.
7. feb

Umsóknarfrestur: Nýsköpunarsjóður námsmanna

Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknarstofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunnnámi og námi á meistarastigi við háskóla til sumarvinnu að rannsókna- og þróunarverkefnum. Umsóknarfrestur er til 7. febrúar 2022 kl 15.00.
14. feb

Umsóknarfrestur: Myndlistarsjóður

Hlutverk myndlistarsjóðs skv. myndlistarlögum er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og kostun verkefna sem falla undir hlutverk og starfsemi myndlistarráðs. Þannig skal stuðlað að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist hérlendis sem erlendis. Sjóðurinn veitir verkefnastyrki sem ætlaðir eru til að auðvelda framkvæmd verkefna á sviði listsköpunar og listrannsókna. Jafnframt veitir sjóðurinn styrki til undirbúnings verkefna sem falla undir starfssvið sjóðsins.
15. feb

Umsóknarfrestur: Æskulýðssjóður

Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Einkum er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenn og/eða með virkri þátttöku þeirra, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungar og þróunarverkefni og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.
15. feb

Umsóknarfrestur: Tækniþróunarsjóður - Fræ/Þróunarfræ

Fræ er undirbúningsstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja eða einstaklinga og er sniðinn að verkefnum á hugmyndastigi eða á frumstigi í þróun afurðar. Þróunarfræ er forkönnunarstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja og einstaklinga til að ráðast í þróunarsamvinnuverkefni. Hugmyndin að verkefninu þarf að fela í sér að leitað er nýrra lausna eða tækni til að leysa áskoranir og bæta lífskjör fólks í þróunarlöndum
15. feb

Umsóknarfrestur: VIRK starfsendurhæfingarsjóður - Styrkir

VIRK starfsendurhæfingarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir um styrki til verkefna sem auka fjölbreytni og framboð úrræða í starfsendurhæfingu og styrki til rannsókna sem stuðla að uppbyggingu og auka við almenna þekkingu á starfsendurhæfingu á Íslandi.
23. feb

Umsóknarfrestur: Samfélagsverkefni (Erasmus+)

Samfélagsverkefni eru frumkvæðisverkefni sem hafa það að markmiði að bæta samfélagið. Þetta eru fjölbreytt verkefni sem tengjast meðal annars því að aðstoða fólk við að aðlagast samfélaginu, auka lýðræðislega þátttöku, efla umhverfis- og náttúruvernd og fleira.
28. feb

Umsóknarfrestur: Tækniþróunarsjóður - Hagnýt rannsóknarverkefni

Hagnýt rannsóknarverkefni hafa það að markmiði að afla nýrrar þekkingar og kunnáttu sem nýtist til að þróa nýjar vörur, verkferla eða þjónustu eða til að koma í kring umtalsverðum endurbótum á eldri vörum, verkferlum eða þjónustu.
15. mar

Umsóknarfrestur: Tækniþróunarsjóður - Sproti

Sproti er ætlaður til að styðja við verkefni á byrjunarstigi. Sproti er fyrir ung nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla
15. mar

Umsóknarfrestur: Tækniþróunarsjóður - Vöxtur, Sprettur

Vöxtur er ætlaður til að styrkja þróunarverkefni sem eru komin af frumstigi hugmyndar. Sprettur er öndvegisstyrkur innan Vaxtar.
15. mar

Umsóknarfrestur: Tækniþróunarsjóður - Markaðsstyrkur

Markaðsstyrkur er eingöngu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem verja að lágmarki 10% af veltunni til rannsókna- eða þróunarstarfs samkvæmt síðasta reikningsári.
15. mar

Umsóknarfrestur: Bókasafnasjóður

Hlutverk bókasafnasjóðs samkvæmt VI. kafla bókasafnalaga nr. 150/2012 og reglum bókasafnasjóðs er að efla starfsemi bókasafna. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreindar rannsóknir og þróunar- og samstarfsverkefni á sviði bókasafna- og upplýsingamála. Sjóðnum er einnig heimilt að styrkja önnur verkefni til að efla faglegt samstarf bókasafna, m.a. alþjóðleg samstarfsverkefni sem bókasöfn sem falla undir lögin taka þátt í.
15. mar

Umsóknarfrestur: Hljóðritasjóður

Hlutverk Hljóðritasjóðs er að efla íslenska hljóðritagerð í tónlist með fjárhagslegum stuðningi við útgáfu hljóðrita, samkvæmt reglum um Hljóðritasjóð.
1. apr

Umsóknarfrestur: Skattfrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna (framhaldsumsóknir)

Fyrirtæki sem hafa fengið staðfestingu Rannís á rannsókna- eða þróunarverkefni eiga rétt á frádrætti á tekjuskatti skv. lögum nr. 152/2009.
4. apr

Umsóknarfrestur: Barnamenningarsjóður

Hlutverk Barnamenningarsjóðs er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Í starfi sjóðsins er m.a. horft til áherslu menningarstefnu um samstarf stofnana, skóla, félagasamtaka og einstaklinga, ásamt því markmiði að jafna aðgengi barna og ungmenna að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.