Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra boðar til Umhverfisþings í Hörpu dagana 15. og 16. september nk.
Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu verða send út síðar.
í dag
Umsóknarfrestur: skapandi greinar Horizon Europe
Listir, menning og skapandi greinar eru meðal umfjöllunarefna t.d. innan Klasa 2 (Culture, Creativity and Inclusive Society), með umsóknarfrest 16. september.
16. sep
Morgunfundur um lýðræði og starfsumhverfi kjörinna fulltrúa
Í tilefni af 80 ára afmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga stendur Sambandið fyrir morgunfundi um lýðræði og starfsumhverfi kjörinna fulltrúa í Hofi á Akureyri þann 16. september næstkomandi.
17. sep - 22. okt
Umsóknarfrestur: Uppbyggingarsjóður
Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja við verkefni sem falla að Sóknaráætlun Norðurlands eystra í þremur flokkum, atvinnulífs, blómlegra byggða og stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar.
23.-24. sep
Hvað ef ég vil vera hér - Heimahöfn
Málþing um byggðafestu ungs fólks á landsbyggðinni.
HVAÐ EF ÉG VIL VERA HÉR er yfirskrift málþings sem Nýheimar þekkingarsetur stendur fyrir dagana 23. og 24. september nk. á Höfn í Hornafirði. Umfjöllunarefni málþingsins er ungt fólk, byggðafesta þeirra og framtíð á landsbyggðinni.
Á málþinginu verður sjónum beint að mikilvægu hlutverki ungs fólks þegar kemur að þróun og eflingu byggða. Tilgangur málþingsins er að skapa vettvang fyrir umræðu og miðlun þekkingar og reynslu hvað varðar þær áskoranir og tækifæri sem blasa við í tengslum við búsetuval, atvinnu- og byggðaþróun og samfélagsþátttöku ungs fólks á landsbyggðinni.
Fulltrúum sveitarfélaga víðsvegar af landsbyggðinni er boðið til málþingsins og mun dagskrá þess miða að því að skapa tækifæri til samtals og miðlunar þekkingar á milli þátttakenda um málefni ungs fólks og byggðanna.
26.-27. sep
HönnunarÞing / Design Thing
Hönnun - Nýsköpun - Matur: Taktu dagana frá
1. okt
Umsóknarfrestur: Sviðslistasjóður
Sviðslistaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi atvinnusviðslistahópa.
1. okt
Umsóknarfrestur: Listamannalaun
Tilgangur listamannalauna er að efla listsköpun í landinu.
1. okt
Umsóknarfrestur: Íþróttasjóður
Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga, efla þekkingu þjálfara og leiðbeinenda, auka gildi íþróttastarfs í forvörnum og auka veg og virðingu íþróttastarfs í samfélaginu.
1. okt
Umsóknarfrestur: Skattfrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna
Fyrirtæki sem hafa fengið staðfestingu Rannís á rannsókna- eða þróunarverkefni eiga rétt á frádrætti á tekjuskatti
1. okt
Loftslagsdagurinn 2025
Loftslagsdagurinn 2025 fer fram 1. október frá kl. 9 – 14 í Norðurljósasal Hörpu og beinu streymi.
2.- 3. okt
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2025
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga fer fram á Hilton Reykjavík Nordica dagana 2. og 3. október 2025. Nánar auglýst síðar.
2. okt
Opið fyrir umsóknir fyrir almenna jarðræktarstyrki og landgreiðslur fyrir árið 2025
Umsóknum skal skilað fyrir miðnætti, miðvikudaginn 1. október nk. Til að geta sent inn umsókn í Afurð þarf að liggja fyrir skýrsla um ræktun ársins 2025 í skýrsluhaldskerfinu Jörð.
Athygli er vakin á að þeir framleiðendur sem sóttu um jarðræktarstyrk vegna útiræktaðs grænmetis þurfa að sækja sérstaklega um almennan jarðræktarstyrk.
7. okt
Umsóknarfrestur: NORA
Styrkumsóknir skulu tengjast einhverjum þeirra sviða sem sett eru í forgang hjá NORA: Afhendingaröryggi, Gervigreind (AI), Sjálfbær ferðaþjónusta, Aðlaðandi samfélag, Hreyfanleiki og græn skref, Sjávarútvegur og matvælaframleiðsla, Silfurhagkerfið
15. okt
Umsóknarfrestur: Æskulýðssjóður
Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Einkum er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenn og/eða með virkri þátttöku þeirra, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungar og þróunarverkefni og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.
15. okt
Umsóknarfrestur: Samstarfs- og nýsköpunarstyrkir til íslenskunáms innflytjenda
Úthlutað verður allt að 200 m.kr. Gert er ráð fyrir samstarfi þvert á kerfi menntunar, atvinnulífs og/eða velferðar þar sem samstarfsaðilar geta verið skólar, fræðsluaðilar, sveitarfélög, samtök, félög, stofnanir/fyrirtæki eða sérfræðingar.
16. okt
Umsóknarfrestur: Almennir- og ferðastyrkir Hönnunarsjóðs
Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja.
16. okt
Opið fyrir umsóknir vegna síðari úthlutunar þróunarverkefna búgreina árið 2025
Síðari úthlutun þróunarverkefna búgreina, opið fyrir umsóknir. Sótt er um á Afurð
30. okt
Norðanstormur
Þann 30. október n.k. mun standa yfir Norðanstomur á Akureyri, en Norðanstormur er viðburður á vegum SSNE og SSNV þar sem við tengjum saman fjárfesta, fyrirtæki og frumkvöðla af Norðurlandinu
4. nóv
Byggðaráðstefnan
Tilgangur ráðstefnunnar er að vekja athygli á byggðamálum og efla umræðu. Tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggðar um allt land.
30. nóv
Umsóknarfrestur: Samfélagssjóður Landsvirkjunar
Landsvirkjun tekur virkan þátt í samfélaginu og styður við málefni og verkefni sem hafa jákvæð samfélagsleg áhrif.
31. des
Umsóknarfrestur: Stuðningur við útgáfu bóka á íslensku
Markmiðið er að efla útgáfu bóka á íslensku með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku.
1. apr
Umsóknarfrestur: Barnamenningarsjóður
Hlutverk sjóðsins er að styðja fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi.