Fara í efni

Viðburðalisti

15. jún

Umsóknarfrestur: Loftslagssjóður

Loftslagssjóður er sérstakur sjóður sem heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Styrkir til nýsköpunarverkefna eru ætlaðir m.a. til þess að styrkja rannsóknir og þróunarstarf í tengslum við aðlögun og innleiðingu á nýjum loftslagsvænum tæknilausnum og hönnun.
15. jún

Umsóknarfrestur: Rannsóknasjóður

Rannsóknasjóður er opinn samkeppnissjóður sem veitir vísindafólki og nemendum í rannsóknartengdu námi við íslenska háskóla, rannsóknarstofnunum og fyrirtækjum styrki til skilgreindra rannsóknaverkefna í grunn- og hagnýtum rannsóknum.
31. júl

Samfélagsssjóður Landsvirkjunar

Stefna sjóðsins er að styðja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Tekið er á móti umsóknum allt árið en úthlutað er úr sjóðnum þrisvar á ári. Umsóknarfrestur er til 31. mars, 31. júlí og 30. nóvember ár hvert. Styrkir eru veittir einstaklingum, hópum, sjálfseignarstofnunum og frjálsum félagasamtökum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni Sjóðurinn veitir styrki til skilgreindra verkefna og atburða Sjóðurinn veitir ekki rekstrarstyrki Verkefni sem koma einkum til greina: Verkefni á sviði umhverfis-, náttúru- og auðlindamála Verkefni á vegum mannúðarsamtaka og líknarfélaga Listir, menning og menntun Forvarnar- og æskulýðsstarf Heilsa og hreyfing Verkefni sem alla jafna koma ekki til greina eru: Rannsóknir og vísindi (Orkurannsóknasjóður veitir styrki til námsfólks og rannsóknarverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga) Almenn útgáfa, svo sem bóka, geisladiska og kvikmynda Námsstyrkir Utanlandsferðir
18. ágú

Umsóknarfrestur: Vísindasjóður OR

Orkuveita Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Vísindasjóði OR, sem gengur undir nafninu VOR.
6. okt

Haustþing SSNE

Haustþing SSNE verður haldið rafrænt þann 6. október.
31. des

Umsóknarfrestur: Stuðningur við útgáfu bóka á íslensku

Markmiðið er að efla útgáfu bóka á íslensku með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku.