Fara í efni

Viðburðalisti

19.-22. okt

Umsóknarfrestur: Uppbyggingarsjóður

Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja við verkefni sem falla að Sóknaráætlun Norðurlands eystra í þremur flokkum, atvinnulífs, blómlegra byggða og stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar.
20. okt

Umsóknarfrestur: Fjárfestingaátak Kríu

Hlutverk Nýsköpunarsjóðsins Kríu (NSK) er að stuðla að uppbyggingu og vexti íslensks atvinnulífs með fjárfestingum í sprotum, styðja við framgang nýsköpunar í samræmi við áherslur stjórnvalda.
29. okt

Haustþing SSNE 2025

Stjórn SSNE boðar hér með til rafræns haustþings miðvikudaginn 29. október næstkomandi. Þingið verður sett kl. 8.30 og lýkur kl. 12.15.
4. nóv

Byggðaráðstefnan

Tilgangur ráðstefnunnar er að vekja athygli á byggðamálum og efla umræðu. Tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggðar um allt land.
6. nóv

Umsóknarfrestur: Markáætlun um náttúruvá

Hlutverk markáætlunar um náttúruvá er að undirbúa land og þjóð betur fyrir atburði sem tengjast náttúruhamförum og öfgum náttúruafla, ásamt því að bregðast við þeim á skipulegan hátt.
10. nóv

Umsóknarfrestur: Byggðaþróun - styrkir til meistaranema

Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar. Til úthlutunar er allt að 1.200.000 kr. og stefnt er að því að veita allt að fjóra styrki.
30. nóv

Umsóknarfrestur: Samfélagssjóður Landsvirkjunar

Landsvirkjun tekur virkan þátt í samfélaginu og styður við málefni og verkefni sem hafa jákvæð samfélagsleg áhrif.
31. des

Umsóknarfrestur: Stuðningur við útgáfu bóka á íslensku

Markmiðið er að efla útgáfu bóka á íslensku með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku.
1. apr

Umsóknarfrestur: Barnamenningarsjóður

Hlutverk sjóðsins er að styðja fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi.