Fara í efni

Viðburðalisti

8.-28. feb

Umsóknarfrestur: Matvælasjóður

Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu.
10. feb

Umsóknarfrestur: Rekstrarstyrkur félagasamtaka á sviði umhverfismála

Markmið styrkjanna er að stuðla að opnum og frjálsum skoðanaskiptum um umhverfis- og auðlindamál og að efla almenna vitund um gildi umhverfismála.
10. feb

Umsóknarfrestur: tækjastyrkur í lífrænum landbúnaði

Stuðningur er veittur til kaupa á sérhæfðum búnaði sem stuðlar að aukinni framlegð í lífrænum landbúnaði og/eða bættri nýtingu lífræns áburðar. Hægt er að sækja um styrki fyrir kaupum á tækjum á borð við sem róbóta, niðurfell­ingarbúnað til áburðardreifingar, tæki til safnhaugagerðar, tækni fyrir nákvæmnislandbúnað, illgresishreinsa og öðrum tækjum sem uppfylla framangreind markmið.
11. feb

Umsóknarfrestur: Creative Europe styrkir til bókaútgefenda

Styrkir eru veittir til bókaútgefenda til þýðinga, dreifingar og kynningar á evrópskum bókmenntum.
16. feb

Umsóknarfrestur: Upptaktur

Hefur barnið þitt áhuga á tónlist? Er það með hugmynd að lagi til að þróa áfram? Í Upptaktinum er lögð áhersla á að styðja börn og ungmenni til að fullvinna lagahugmyndir.
17. feb

Umsóknarfrestur: Fyrirtækjastyrkur - Vöxtur, Sprettur

Fyrirtækjastyrkur Tækniþróunarsjóðs, Vöxtur, Sprettur
17. feb

Umsóknarfrestur: Tækniþróunarsjóður - Sproti

Sproti er ætlaður til að styðja við verkefni á byrjunarstigi. Sproti er fyrir ung nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla
17. feb

Umsóknarfrestur: Tækniþróunarsjóður - Markaður

Markaðsstyrkur er eingöngu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem verja að lágmarki 10% af veltunni til rannsókna- eða þróunarstarfs samkvæmt síðasta reikningsári.
17. feb

Umsóknarfrestur: Æskulýðssjóður

Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Einkum er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenn og/eða með virkri þátttöku þeirra, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungar og þróunarverkefni og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.
24. feb

Umsóknarfrestur: Myndlistarsjóður

Umsóknarfrestur er til kl. 16 mánudaginn 24. febrúar. Til úthlutunar eru 38 milljónir og tilkynnt verður um niðurstöðu í byrjun apríl.
3. mar

Byggðarannsóknarsjóður

Byggðastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Byggðarannsóknasjóði. Tilgangur sjóðsins er að efla byggðarannsóknir og veita styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem stuðlað geta að jákvæðri byggðaþróun og bæta þekkingargrunn fyrir stefnumótun, áætlanagerð og aðgerðir á sviði byggðamála.
4. mar

Fræðsluerindi landshlutasamtakanna: Gervigreind og styrkumsóknir

Landshlutasamtökin: Austurbrú, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofa standa að mánaðarlegum fræðsluerindum fyrsta þriðjudag í mánuði.
10. mar

Umsóknarfrestur: Fiskeldissjóður

Til úthlutunar úr sjóðnum á árinu 2025 eru kr. 456.100.000. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00, mánudaginn 10. mars 2025.
11. mar

Umsóknarfrestur: Norrænir styrkir til félagasamtaka

Styrkir til félagasamtaka sem stuðla að aukinni norrænni samvinnu.
17. mar

Umsóknarfrestur: Netöryggisstyrkur Eyvarar

Styrkurinn er fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, sem og opinberar stofnanir óháð stærð.
28.-29. mar

Krubbur Hugmyndahraðhlaup

Takið dagana 28.-29. mars frá og prófið hugmyndasmiðju
31. mar

Umsóknarfrestur: Samfélagssjóður Landsvirkjunar

Sjóðurinn styður verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og leggur sérstaka áherslu á verkefni sem hafa jákvæð áhrif á nærsamfélög fyrirtækisins.
1. apr

Fræðsluerindi landshlutasamtakanna: Skapandi hugsun

Landshlutasamtökin: Austurbrú, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofa standa að mánaðarlegum fræðsluerindum fyrsta þriðjudag í mánuði.
10. apr

Umsóknarfrestur: Jafnréttissjóður Íslands

Til­gangur Jafnréttissjóðs Íslands er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að stuðla að jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu.
6. maí

Fræðsluerindi landshlutasamtakanna: Viðskiptaáætlun á mannamáli

Landshlutasamtökin: Austurbrú, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofa standa að mánaðarlegum fræðsluerindum fyrsta þriðjudag í mánuði.
3. jún

Fræðsluerindi landshlutasamtakanna: Stofnun og rekstur smáfyrirtækja/ólík rekstrarform

Landshlutasamtökin: Austurbrú, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofa standa að mánaðarlegum fræðsluerindum fyrsta þriðjudag í mánuði.
31. ágú

Umsóknarfrestur: Samfélagsstyrkur Krónunnar

Stefna Krónunnar er að styrkja verkefni sem hvetja til hreyfingu og hollustu barna og/eða uppbyggingar í samfélaginu, t.d á sviði menningar og lista eða menntunar.
26.-27. sep

HönnunarÞing / Design Thing

Hönnun - Nýsköpun - Matur: Taktu dagana frá
1. okt

Umsóknarfrestur: Íþróttasjóður

Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga, efla þekkingu þjálfara og leiðbeinenda, auka gildi íþróttastarfs í forvörnum og auka veg og virðingu íþróttastarfs í samfélaginu.
16. okt

Umsóknarfrestur: Almennir- og ferðastyrkir Hönnunarsjóðs

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja.