Fara í efni

Viðburðalisti

26.-27. okt

Byggðaráðstefnan 2021 – „Menntun án staðsetningar?“

Tilgangur ráðstefnunnar er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggðar um allt land.
4. okt - 10. nóv

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð Norðurlands eystra

Styrkir til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar
28. okt

Fjallabyggð: Umsóknarfrestur: Fræðslu- og menningarmál

Bæjarráð Fjallabyggðar auglýsir eftir umsóknum, um styrki til menningarmála, styrki til hátíðarhalda, styrki til reksturs safna og setra, styrki til fræðslumála og styrki til félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts 2022
1. nóv

Umsóknarfrestur: Tónlistasjóður

Fyrir hverja? tónlistarfólk, hljómsveitir, kóra og aðra er koma að tónlistarflutningi. Til hvers? Sjóðurinn skiptist í tvær deildir, tónlistardeild og markaðs- og kynningardeild. Tónlistardeild veitir styrki til almennrar tónlistarstarfsemi, en markaðs- og kynningardeild veitir styrki til kynningar og markaðssetningar á tónlist og tónlistarfólki hér á landi og erlendis.
1. nóv

Skútustaðahreppur: Umsóknarfrestur menningarstyrkja

Skútustaðahreppur veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til almennrar menningarstarfsemi eða verkefni. Við mat á umsóknum skal menningarstefna Skútustaðahrepps höfð til hliðsjónar.
1. nóv

Umsóknarfrestur: EMBLA norrænu matarverðlaunin

Þann 1. október sl. var opnað fyrir tilnefningar fyrir Norrænu matvælaverðlaunin EMBLU 2021.  Frestur til að senda inn tilnefningar er til 1. nóvember nk.
8. nóv

Þingeyjarsveit: Umsóknarfrestur: Lista- og menningarstyrkir

Félags- og menningarmálanefnd Þingeyjarsveitar auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna íþrótta- og æskulýðsstarfs.
8. nóv

Umsóknarfrestur: Félagsmálaráðuneytið - styrkir til félagasamtaka

Auglýst er eftir umsóknum um styrki frá íslenskum félagasamtökum til verkefna sem heyra undir málefnasvið félagsmálaráðuneytisins. Félagasamtök sem hljóta styrki á fjárlögum eða eru með samninga við ráðuneytið eða stofnanir þess, vegna skilgreindra verkefna, geta ekki sótt um styrki af safnliðum fjárlaga fyrir sömu verkefni.
8. nóv

Skólaþing sveitarfélaga 2021

Farsælt skólastarf til framtíðar. 25 ár frá yfirfærslu grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga.
10.-11. nóv

Ráðstefna: Auður norðsins og Byggðastofnun - Matur, jörðin og við

Markmið ráðstefnunnar er að hvetja til upplýstrar umræðu um áskoranir í matvælaframleiðslu með hliðsjón af loftslagsmálum, heilsusjónarmiðum og fleiri áhrifaþáttum á neyslu og lífsstíl fólks. Sjónum verði sérstaklega beint að áhrifum á samfélög, byggð og atvinnulíf á landinu og þeim tækifærum sem við stöndum frammi fyrir.
15. nóv

Umsóknarfrestur: Lýðheilsusjóður

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Lýðheilsusjóð 2022 og er frestur til þess að sækja um til 15. nóvember 2021. Í ár er lögð áhersla á eftirfarandi:
20. nóv

Umsóknarfrestur: Matsjáin

Matsjáin er ætluð smáframleiðendum matvæla sem vilja efla leiðtogafærni sína, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjónustu og efla tengslanetið sitt í greininni.
22. nóv

Umsóknarfrestur: Styrkir til tónleikahalds í Hörpu 2022

Auglýst eftir umsóknum um styrki til tónleikahalds í Hörpu 2022
23. nóv

Nordregio Forum 2021: Áhrif fjarvinnu á byggðaþróun

Áhrif fjarvinnu á byggðaþróun og græn umbreyting eru aðalmálefnin á dagskrá árlegrar ráðstefnu norrænu byggðastofnunarinnar, Nordregio, sem verður haldinn á netinu 23.-24. nóvember nk.
24. nóv

Umsóknarfrestur: Glæðum Grímsey - Frumkvæðissjóður

Verkefna- og stofnstyrkir á sviði atvinnu- og nýsköpunar. Verkefnastyrkir á sviði samfélagseflingar
24. nóv

Nordregio Forum 2021: Græn umbreyting

Áhrif fjarvinnu á byggðaþróun og græn umbreyting eru aðalmálefnin á dagskrá árlegrar ráðstefnu norrænu byggðastofnunarinnar, Nordregio, sem verður haldinn á netinu 23.-24. nóvember nk.
30. nóv

Norðurþing: Umsóknarfrestur: Lista- og menningarsjóður

Fjölskylduráð Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki til lista- og menningarmála.
30. nóv

Umsóknarfrestur: Verkefni er styðja við líffræðilega fjölbreytni og vistkerfi lands og sjávar

Auglýst er eftir verkefnum er styðja við líffræðilega fjölbreytni og vistkerfi lands og sjávar
1. des

Umsóknarfrestur: Styrkir til þróunarverkefna í nautgriparækt

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna í nautgriparækt, samkvæmt VIII. kafla reglugerðar nr. 430/2021 um almennan stuðning í landbúnaði.