Fara í efni

Viðburðalisti

22. maí

Samanburður á skilvirkni sveitarfélaga í úrgangsstjórnun á Íslandi

Opin málstofa í Viðskiptadeild! 🗣 Að þessu sinni mun Guðmundur Kristján Óskarsson dósent við Viðskiptadeild flytja erindið: Samanburður á skilvirkni sveitarfélaga í úrgangsstjórnun á Íslandi: Áhrif samfélagslegra og landfræðilegra þátta - Niðurstöður úr DEA greiningu 📍 Málstofan fer fram í stofu M101 og verður einnig streymt frá henni hér: https://eu01web.zoom.us/j/68090798746 ✨ Í erindinu fjallar Guðmundur um nýútkomna grein sem ber heitið "Evaluating municipal solid waste management efficiency in Iceland: A data envelopment analysis of socioeconomic and geographic influences" og birtist í tímaritinu Environmental and Sustainability Indicators í byrjun apríl. Þar er beitt gagnvirkni greiningu (Data Envelopment Analysis, DEA) til að bera saman skilvirkni sveitarfélaga á Íslandi með tilliti til úrgangsstjórnunnar. Notuð voru bæði inn- og úttaksmiðuð DEA líkön ásamt aðhvarfsgreiningu, þar sem kostnaður á íbúa, magn úrgangs á íbúa, endurvinnsluhlutföll og lýðfræðilegar og landfræðilegar breytur voru metnar. Niðurstöðurnar, sem byggðar eru á gögnum frá 48 sveitarfélögum á árunum 2019–2021, sýna verulegan breytileika í skilvirkni milli sveitarfélaga. Þær sýna tengsl skilvirkni við íbúafjölda, meðalaldur, ráðstöfunartekjur ásamt landfræðilegri stærð og hlutfalls íbúa utan þéttbýlis í sveitarfélögum. Greiningin leiðir í ljós að engin ein breyta skýrir skilvirkni að fullu, heldur er samspil efnahagslegra, félagslegra og staðbundinna þátta afgerandi. Niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi þess að þróa sérsniðnar lausnir fyrir minni sveitarfélög fjarri höfuðborgarsvæðin. Slík nálgun er lykilatriði í að efla sjálfbærni, draga úr urðun og auka endurvinnslu í samræmi við stefnumörk Evrópusambandsins og íslenskra stjórnvalda.
23. maí

Leitin að Norðansprotanum - Lokaviðburður

Norðansprotinn er nýsköpunarkeppni þar sem leitað er að áhugaverðustu nýsköpunarhugmyndum Norðurlands.
23. maí

Sveitarfélögin í forystu: Umhverfismál á Norðurlandi

Morgunfundur Grænna skrefa SSNE 🌿 SSNE og Svanurinn efna til opins fundar um hlutverk og tækifæri sveitarfélaga varðandi umhverfisvottanir, fræðslu og önnur græn skref. 🦢 Fjallað verður um mikilvægi vottana til að sporna gegn grænþvotti, framkvæmdaumhverfi sveitarfélaga sem og áhrif opinberra innkaupa. 🏡 Við heyrum reynslusögur og í lok fundar fá þátttakendur tækifæri til að ræða og vinna með málefnin. 📍 Staðsetning: Hótel KEA en fundinum verður líka streymt. Linkur kemur síðar. 🕙 Tímasetning: 23. maí, 10:00-12:00 Skráning á fundinn hér: https://forms.office.com/e/kKHHHfKv1a
30. maí

Skapandi greinar sem drifkraftur í landsbyggðum: Skörun menningar, sköpunarkrafts og frumkvöðlastarfs

Fyrsta alþjóðlega ráðstefnan á vegum Rannsóknaseturs skapandi greina (RSG) verður haldin í Eddu, húsi íslenskunnar, föstudaginn 30. maí 2025. Þar verður fjallað um áhrif menningar og skapandi greina á samfélags- og efnahagslega nýsköpun í landsbyggðum. Varpað verður ljósi á mikilvægi frumkvöðla og staðbundna þróun til að stuðla að sjálfbærni og þrautseigju í jaðarbyggðum.
1. jún

Umsóknarfrestur: Jarðhiti jafnar leikinn - Styrkir til nýtingar og leitar á jarðhita

Í ljósi markmiða ríkisstjórnarinnar um aukið orkuöryggi og bætta orkunýtni hefur Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, ákveðið að ráðstafa 1.000 m. kr í sérstakt jarðhitaleitarátak árin 2025-2028, á svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía til húshitunar. Loftslags- og orkusjóði hefur verið falið að hafa umsjón með átakinu. Styrkir verða veittir til sveitarfélaga, orkufyrirtækja eða aðila sem vinna í umboði fyrrnefndra aðila. Styrkupphæð fyrir hvert verkefni getur numið allt að tveimur þriðju af heildarkostnaði, gegn mótframlagi umsækjanda. Áhersla skal fyrst og fremst lögð á að styrkja verkefni hafa það að markmiði að hefja nýtingu jarðhita til almennrar húshitunar og fer styrkhæfi eftir reglugerð sjóðsins nr. 1566/2024 m. breytingum 20. mars 2025.
1. jún

Umsóknarfrestur: Loftslags- og orkusjóður

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir almenna styrki úr Loftslags- og orkusjóði og verður sjóðurinn opinn til 1. júní nk. Styrkjum Loftslags- og orkusjóði er ætlað að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands eða verkefna sem fela í sér nýsköpun og innleiðingu á nýrri tækni á sviði umhverfis- orku og loftslagsmála. Frekari upplýsingar má finna hér og sótt er um á heimasíðu Orkusjóðs.
3. jún

Fræðsluerindi landshlutasamtakanna: Stofnun og rekstur smáfyrirtækja/ólík rekstrarform

Landshlutasamtökin: Austurbrú, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofa standa að mánaðarlegum fræðsluerindum fyrsta þriðjudag í mánuði.
5. jún

Umhverfismatsdagurinn 2025

Umhverfismatsdagurinn 2025 fer fram þann 5. júní í Nauthól frá kl. 9 til 12. Hægt verður að fylgjast með í beinu streymi. Umhverfismatsdagurinn er árleg ráðstefna um umhverfismat, þar sem fjallað er um það sem efst er á baugi í málaflokknum hverju sinni.
6. jún

Umsóknarfrestur um styrki til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum

oftslags- og orkusjóður auglýsir 160 milljónir króna í styrki til orkusparnaðar í garðyrkju. Veiting styrkja fer samkvæmt reglugerð sjóðsins nr. 1566/2024. Umsóknarfrestur er til 6. júní 2025.
26. ágú

Byggðaráðstefnan: Lokaútkall fyrir tillögur að erindum

Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er: Félagslegur fjölbreytileiki samfélaga, jafnvægi, áskoranir eða vannýtt sóknarfæri? Tillaga að fyrirlestri með stuttri innihaldslýsingu, 250-300 orða útdrátt, sendist til Byggðastofnunar á netfangið hannadora@byggdastofnun.is eigi síðar en 26. ágúst 2025.
31. ágú

Umsóknarfrestur: Samfélagsstyrkur Krónunnar

Stefna Krónunnar er að styrkja verkefni sem hvetja til hreyfingu og hollustu barna og/eða uppbyggingar í samfélaginu, t.d á sviði menningar og lista eða menntunar.
23.-24. sep

Hvað ef ég vil vera hér - Heimahöfn

Málþing um byggðafestu ungs fólks á landsbyggðinni. HVAÐ EF ÉG VIL VERA HÉR er yfirskrift málþings sem Nýheimar þekkingarsetur stendur fyrir dagana 23. og 24. september nk. á Höfn í Hornafirði. Umfjöllunarefni málþingsins er ungt fólk, byggðafesta þeirra og framtíð á landsbyggðinni. Á málþinginu verður sjónum beint að mikilvægu hlutverki ungs fólks þegar kemur að þróun og eflingu byggða. Tilgangur málþingsins er að skapa vettvang fyrir umræðu og miðlun þekkingar og reynslu hvað varðar þær áskoranir og tækifæri sem blasa við í tengslum við búsetuval, atvinnu- og byggðaþróun og samfélagsþátttöku ungs fólks á landsbyggðinni. Fulltrúum sveitarfélaga víðsvegar af landsbyggðinni er boðið til málþingsins og mun dagskrá þess miða að því að skapa tækifæri til samtals og miðlunar þekkingar á milli þátttakenda um málefni ungs fólks og byggðanna.
26.-27. sep

HönnunarÞing / Design Thing

Hönnun - Nýsköpun - Matur: Taktu dagana frá
1. okt

Umsóknarfrestur: Íþróttasjóður

Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga, efla þekkingu þjálfara og leiðbeinenda, auka gildi íþróttastarfs í forvörnum og auka veg og virðingu íþróttastarfs í samfélaginu.
16. okt

Umsóknarfrestur: Almennir- og ferðastyrkir Hönnunarsjóðs

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja.
4. nóv

Byggðaráðstefnan

Tilgangur ráðstefnunnar er að vekja athygli á byggðamálum og efla umræðu. Tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggðar um allt land.