Fara í efni

Viðburðalisti

5. maí

Umsóknarfrestur: Frumkvæðissjóður Öxarfjarðar

Opið er fyrir umsóknir, áherslur eru framsækni í matvælaframleiðslu, framandi áfangastaður, uppbyggilegt samfélag og öflugir innviðir.
5. maí

Umsóknarfrestur: Frumkvæðissjóður Raufarhafnar

Sérstæður áfangastaður, traustir grunnatvinnuvegir, blómstrandi menntun og öflugir innviðir
5. maí

Skráningarfrestur: Ráðstefnan Menningarauðlind ferðaþjónustunnar

Spennandi dagskrá fer fram í Hofi á Akureyri 14. maí og hvetjum við öll sem hafa áhuga á eflingu atvinnugreina innan ferðaþjónustu og menningar til skráningar.
6. maí

Fræðsluerindi landshlutasamtakanna: Viðskiptaáætlun á mannamáli

Landshlutasamtökin: Austurbrú, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofa standa að mánaðarlegum fræðsluerindum fyrsta þriðjudag í mánuði.
6. maí

Akureyri Energy Seminar: Sustainable Solutions for Remote Areas

8. maí

Líffræðileg fjölbreytni - Hvað geta sveitarfélögin gert?

Námskeiðið er hluti af LOFTUM verkefninu og er því starfsfólki sveitarfélaga innan SSNE að kostnaðarlausu.
14. maí

Ráðstefnan Menningarauðlind ferðaþjónustunnar

Rannsóknasetur skapandi greina stendur að ráðstefnunni í samstarfi við fjölda aðila úr menningargeiranum og ferðaþjónustunni. Ráðstefnustjóri er Sigríður Örvarsdóttir, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri
1. jún

Umsóknarfrestur: Jarðhiti jafnar leikinn - Styrkir til nýtingar og leitar á jarðhita

Í ljósi markmiða ríkisstjórnarinnar um aukið orkuöryggi og bætta orkunýtni hefur Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, ákveðið að ráðstafa 1.000 m. kr í sérstakt jarðhitaleitarátak árin 2025-2028, á svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía til húshitunar. Loftslags- og orkusjóði hefur verið falið að hafa umsjón með átakinu. Styrkir verða veittir til sveitarfélaga, orkufyrirtækja eða aðila sem vinna í umboði fyrrnefndra aðila. Styrkupphæð fyrir hvert verkefni getur numið allt að tveimur þriðju af heildarkostnaði, gegn mótframlagi umsækjanda. Áhersla skal fyrst og fremst lögð á að styrkja verkefni hafa það að markmiði að hefja nýtingu jarðhita til almennrar húshitunar og fer styrkhæfi eftir reglugerð sjóðsins nr. 1566/2024 m. breytingum 20. mars 2025.
1. jún

Umsóknarfrestur: Loftslags- og orkusjóður

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir almenna styrki úr Loftslags- og orkusjóði og verður sjóðurinn opinn til 1. júní nk. Styrkjum Loftslags- og orkusjóði er ætlað að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands eða verkefna sem fela í sér nýsköpun og innleiðingu á nýrri tækni á sviði umhverfis- orku og loftslagsmála. Frekari upplýsingar má finna hér og sótt er um á heimasíðu Orkusjóðs.
3. jún

Fræðsluerindi landshlutasamtakanna: Stofnun og rekstur smáfyrirtækja/ólík rekstrarform

Landshlutasamtökin: Austurbrú, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofa standa að mánaðarlegum fræðsluerindum fyrsta þriðjudag í mánuði.
31. ágú

Umsóknarfrestur: Samfélagsstyrkur Krónunnar

Stefna Krónunnar er að styrkja verkefni sem hvetja til hreyfingu og hollustu barna og/eða uppbyggingar í samfélaginu, t.d á sviði menningar og lista eða menntunar.
26.-27. sep

HönnunarÞing / Design Thing

Hönnun - Nýsköpun - Matur: Taktu dagana frá
1. okt

Umsóknarfrestur: Íþróttasjóður

Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga, efla þekkingu þjálfara og leiðbeinenda, auka gildi íþróttastarfs í forvörnum og auka veg og virðingu íþróttastarfs í samfélaginu.
16. okt

Umsóknarfrestur: Almennir- og ferðastyrkir Hönnunarsjóðs

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja.