NORA veitir styrki til samstarfsverkefna þar sem þátttakendur eru frá að minnsta kosti tveimur af NORA-löndunum fjórum (Grænlandi, Íslandi, Færeyjum eða strandsvæðum Noregs). Til að eiga möguleika á styrk þurfa öll verkefni að tengjast yfirmarkmiðum samstarfsins, að efla Norðuratlantssvæðið sem svæði sem einkennist af styrk og þrótti og af sterkri, sjálfbærri efnahagsþróun. Allir geta sótt um styrki, fyrirtæki, opinberar stofnanir, einstaklingar og aðrir.
NORA getur veitt styrki til verkefna sem vara frá einu og upp í þrjú ár. Hámarksstyrkur er 500.000 DKK á ári eða 1,5 milljónir DKK alls, sé styrkur veittur til þriggja ára. Styrkumsóknir skulu tengjast þeim sviðum sem NORA setur í forgang og sem gerð er grein fyrir í Skipulagsáætlun NORA 2025-2028. Á heimasíðu NORA, undir fyrirsögninni „Við íhugum umsókn“ eru upplýsingar um hvaða svið er um að ræða. Í sjálfri skipulagsáætluninni er nánari grein gerð fyrir þeim.
MEGINVIÐFANGSEFNI
Styrkumsóknir skulu tengjast einhverjum þeirra sviða sem sett eru í forgang hjá NORA.
- Afhendingaröryggi
- Gervigreind (AI)
- Sjálfbær ferðaþjónusta
- Aðlaðandi samfélag
- Hreyfanleiki og græn skref
- Sjávarútvegur og matvælaframleiðsla
- Silfurhagkerfið
Frekari upplýsingar um svið sem sett eru í forgang er að finna í Skipulagsáætlun 2025-2028.
Hægt er að sækja um styrki til skilgreindra verkefna en líka til að vinna að undirbúningi fyrirhugaðra verkefna eða til að fjölga samstarfsaðilum.
Auk þess er í Aðgerðaáætlun NORA 2025 gerð grein fyrir viðfangsefnum sem kunna að eiga við fyrir væntanlega umsækjendur. Árleg aðgerðaáætlun byggir á Skipulagsáætluninni en lögð er sérstök áhersla á þau svið sem eru í forgangi hverju sinni.
Vinsamlegast athugið að verkefnið þarf að tengjast einu eða fleirum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Frekari upplýsingar:
- Frekari hugmyndir má fá hér með því að skoða fjölda dæma um yfirstandandi verkefni sem NORA styrkir.
- Nánari upplýsingar og leiðbeiningar: NORA Projects
- Hanna Dóra Björnsdóttir, tengiliður NORA, veitir upplýsingar og ráðgjöf, netfang: hannadora@byggdastofnun.is og sími 455 5454
- Einnig verður hægt að sækja sér fræðslu á webinar sem boðið verður upp á í september og verður nánar auglýst á heimasíðu Byggðastofnunar
Síðasta úthlutun:
Á vorfundi Norræna Atlantssamstarfsins, NORA, sem haldinn var 22. maí 2025 í Þórshöfn í Færeyjum, var samþykkt að styrkja tíu samstarfsverkefni í fyrri úthlutun ársins 2025. Íslendingar taka þátt í níu af þeim tíu verkefnum sem hljóta styrk og leiða tvö verkefnanna. Heildarupphæð styrkjanna er rétt ríflega 2,6 milljónir danskra króna. Helmingur styrkveitinga er til framhaldsverkefna eða fimm af tíu. Alls bárust 27 umsóknir að þessu sinni.
- Rødtang. Styrkur: 250.000 DKK.
- Græsning og lokalmat. Styrkur: 250.000 DKK.
- Lokale turismestrategier. Styrkur: 400.000 DKK.
- Energi Resilience in the North. Styrkur: 200.000 DKK.
- Forretningsengle. Styrkur: 300.000 DKK.
- Arctic Frontiers Student Forum. Styrkur: 236.409 DKK.
- Coworking for bygdeliv. Styrkur: 489.000 DKK.
- Arctic Innovators Network. Styrkur: 100.000 DKK.
- Arktisk borgmesterforum. Styrkur: 200.000 DKK.
- Arktisk studentforum Abroad Greenland. Styrkur: 187.720 DKK.
Hér má sjá nánari upplýsingar um styrkt verkefni og íslensku þátttakendurna.