Fara í efni

Viðskiptalíkan fyrir skapandi fyrirtæki

 

SSNE kynnir Creative Business Model Toolkit sem er viðskiptalíkan hugsað fyrir skapandi hæfileikafólk er hefur hug á að setja fyrirtæki á laggirnar, sem og skapandi frumkvöðla á fyrstu stigum rekstrar. Viðskiptamódelið nýtist einnig reyndara athafnafólki sem ekki hefur bakgrunn í viðskiptafræðum eða stjórnun.

 

 

Markmiðið viðskiptalíkansins er að veita skapandi frumkvöðlum hjálp við að:
• Skilja hina aðgreindu þætti sem eru mikilvægastir í viðskiptalíkani, staðsetningu þeirra og
hlutverk í skapandi rekstri
• Hugsa rökrétt um hvernig allir þættir líkansins passa saman og meta hvort hver þáttur fái
næga athygli
• Þróa þekkingu á þeim atriðum viðskiptalíkans sem má kanna betur á seinni þróunarstigum
• Skilja hvenær endurskoða þarf skapandi viðskiptalíkan þegar fyrirtækið vex og breytist
• Kanna hvernig viðskiptalíkön virka í undirgeirum skapandi iðnaðar til að fá hugmyndir fyrir
nýsköpun í viðskiptalíkönum í eigin geira

 

 

Creative Business Model Toolkit var unnið í gegnum Creative Momentum verkefnið sem var þriggja ára langt (2015-2018) samstarfsverkefni fimm landa: Íslands, Svíþjóðar, Finnlands, Norður Írlands og Írlands og var fjármagnað af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins upp á 2 milljónir evra. Creative Momentum miðar að því að styrkja listamenn, hönnuði og fyrirtæki í skapandi greinum til að þróa hæfileika sína á sviði sköpunar og reksturs og við þróun á nýrri þjónustu og vöru. Eins við að þróa ný tækifæri í heimabyggð og á milli landa með því að tengja saman skapandi einstaklinga og koma vörum og þjónustu á markað.

Hér má nálgast Viðskiptalíkanið fyrir skapandi fyrirtæki