HVAÐ EF ÉG VIL VERA HÉR er yfirskrift málþings sem Nýheimar þekkingarsetur stendur fyrir dagana 23. og 24. september nk. á Höfn í Hornafirði. Umfjöllunarefni málþingsins er ungt fólk, byggðafesta þeirra og framtíð á landsbyggðinni.
Á málþinginu verður sjónum beint að mikilvægu hlutverki ungs fólks þegar kemur að þróun og eflingu byggða. Tilgangur málþingsins er að skapa vettvang fyrir umræðu og miðlun þekkingar og reynslu hvað varðar þær áskoranir og tækifæri sem blasa við í tengslum við búsetuval, atvinnu- og byggðaþróun og samfélagsþátttöku ungs fólks á landsbyggðinni.
Fulltrúum sveitarfélaga víðsvegar af landsbyggðinni er boðið til málþingsins og mun dagskrá þess miða að því að skapa tækifæri til samtals og miðlunar þekkingar á milli þátttakenda um málefni ungs fólks og byggðanna.