Á rafrænni úthlutunarhátíð voru í gær veittir 76 styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra, en úthlutað var 73,6 m.kr. í þremur flokkum; stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar, menningarstyrkir og atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkir.
76 verkefni hljóta styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og verða verkefnin kynnt á rafrænni úthlutunarhátíð sem haldin verður 13. desember kl. 15:00.
Boreal er alþjóðleg hátíð haldin á Norðurlandi eystra! Markmið hátíðarinnar er að skeyta saman inn- og erlendu listafólki, byggja brýr og hvetja til samstarfs. Segja má með sanni að Norðlendingar geti verið dansandi kátir með frumkvæði og elju Yuliönu Palacios og hennar teymis, því hátíðin er einstök á landsvísu. Boreal fer fram 10. - 23. nóvember 2023, öll velkomin. Sjá nánari dagskrá í frétt.
Umsóknarfrestur fyrir Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra rann út 18. október, en alls bárust 123 umsóknir, þar af voru 70 menningarverkefni, 43 atvinnu- og nýsköpunarverkefni og 10 stofn og rekstrarstyrkir menningarstofnana.
Ráðgjafar SSNE verða á ferð um Norðurland eystra á næstu dögum og verða með viðveru á tólf stöðum til að veita ráðgjöf varðandi umsóknarskrif í Uppbyggingarsjóð.