Fara í efni

Fundur samráðsvettvangs Sóknaráætlunar

Fundur samráðsvettvangs Sóknaráætlunar

Þann 18. júní var haldinn fundur í samráðsvettvangi Sóknaráætlunar Norðurlands eystra, en samráðsvettvangurinn skal hafa aðkomu að gerð og framkvæmd Sóknaráætlunar landshlutans.
Á fundinum var farið yfir verklag í tengslum við vinnu við gerð nýrrar Sóknaráætlunar, málaflokkar áætlunnar kynntir og drög af framtíðarsýn landssvæðisins.

Næstu skref í vinnunni voru kynnt, en vinnustofur verða haldnar í öllum sveitarfélögum á Norðurlandi eystra í ágúst og september. Þær verða vel auglýstar á miðlum SSNE og sveitarfélaganna og hvatt verður til þátttöku sem flestra en þar gefst tækifæri til að hafa áhrif á störf SSNE og verkefni næstu 5 ára í landshlutanum.

Um þrjátíu einstaklingar mættu fund samráðsvettvangsins, góðar umræður voru á fundinum og ljóst að mikill áhugi er á vinnunni framundan.

Getum við bætt síðuna?