Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Hefur þú skoðun á byggðaáætlun?

Nú er komið að endurskoðun byggðaáætlunar og almenningi gefst þar með tækifæri til að segja sína skoðun og koma tillögum á framfæri. Opnað hefur verið fyrir rafrænt samráð á vef Byggðastofnunar og eru öll áhugasöm hvött til að senda inn athugasemdir. Ýtið hér til að opna skjalið.  Hvað er byggðaáætlun? 
Dalvík

Haustþing SSNE 2025 haldið í vikunni

Haustþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) var haldið rafrænt miðvikudaginn 29. október 2025. Þingið var fjölmennt, en full mæting var hjá þingfulltrúum sveitarfélaganna, en að auki mætti fjöldi gesta frá samstarfsaðilum og stofnunum.
Fulltrúar þeirra hagaðila sem koma að Farsældarráði Norðurlands eystra

Stofnun Farsældarráðs Norðurlands eystra – Nýr kafli í samvinnu í þágu farsældar barna

Farsældarráðið er vettvangur fyrir samráð, samhæfingu og stefnumótun þjónustuaðila sem koma að málefnum barna í landshlutanum.

Haustþing SSNE í dag

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) heldur haustþing í dag rafrænt. Þingið hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 12:30.
Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint.

Upplifir þú skerðingu á símasambandi?

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra hvetja íbúa á Norðurlandi eystra að tilkynna til Fjarskiptastofu ef vart verður við skerðingu eða truflanir á farnetssambandi.
Listrænn stjórnandi Boreal er dansarinn og danshöfundurinn Yuliana Palacios. Meðstjórnendur eru Fríða Karlsdóttir og Jón Haukur Unnarsson. Myndina tók Sindri Swan ljósmyndari.

Boreal videódanshátíð

Mikil gróska og fölbreytt listform í Listasafninu á Akureyri, Deiglunni og Mjólkurbúðinni.

Lokaviðburður Startup Landið

Það styttist í lokaviðburð Startup Landið, sem haldinn verður á Akureyri fimmtudaginn 30. október kl. 13–15. Okkur er sönn ánægja að bjóða þér að fagna þessum spennandi áfanga með okkur!
Akureyri

Akureyri viðurkennd sem svæðisborg

Stórt skref fyrir byggðaþróun í landinu var stigið í gær þegar Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu um borgarstefnu fyrir árin 2025-2040. Með samþykkt stefnunnar er Akureyri skilgreind sem svæðisborg og hlutverk hennar í byggðaþróun landsins viðurkennt.

127 umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra

Umsóknarfrestur fyrir Uppbyggingarsjóð rann út 22. október s.l., en alls bárust 127 umsóknir í sjóðinn. Þar af voru 76 umsóknir um menningar- og samfélagsverkefni, 36 atvinnu- og nýsköpunarverkefni og 15 stofn- og rekstrarstyrkja menningarstofnanna.
Akureyri að hausti.

FRESTAÐ: Þróun og framtíðarhorfur íbúðamarkaðar og byggingarmála á Norðurlandi eystra

Viðburðinum hefur verið frestað af óviðráðanlegum orsökum. Ný tímasetning verður kynnt fljótlega.
Getum við bætt síðuna?