Boreal videódanshátíð
Boreal videódanshátíð
Vídeódanshátíðin Boreal Screendance Festival opnaði í Listasafninu á Akureyri síðastliðinn föstudag. Opnunina sótti sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, Clara Ganslandt, sem flutti ræðu í tilefni hennar. Opnunin var vel sótt en meðal gesta voru listakonurnar Hanna Kortus frá Þýskalandi og Felicia Nilsson frá Svíþjóð sem sýna verk sitt, No Definite Shape á Boreal.
Í Listasafninu eru til sýnis tólf vídeódansverk og er nýstárleg framsetning þeirra eitt höfuðeinkenna Boreal. Sýningar í Listasafninu á Akureyri standa yfir til sunnudagsins 9. nóvember og er opið á Boreal á opnunartíma Listasafnsins, aðgangur er ókeypis. Næstu helgi, föstudaginn 31. október og laugardaginn 1. nóvember fara fram sýningar í Deiglunni og hefjast þær stundvíslega klukkan 20:00 báða dagana. Sýnd verða þrettán vídeódansverk þessa sýningardaga í Deiglunni frá átta löndum sem öll geta kippt áhorfendum inn í nýja menningarheima á svipstundu.
Boreal Screendance Festival 2025 er eittaf þeim verkefnum sem hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðurlands eystra en aðrir samstarfs- og styrktaraðilar eru Akureyrarbær, Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi, KEA, Prentmet/Oddi, Gilfélagið & Listasafnið á Akureyri.
Fylgjast má með Boreal Screendance Festival á samfélagsmiðlum og heimasíðu verkefnisins:
- https://www.instagram.com/boreal_akureyri/
- https://www.facebook.com/borealakureyri
- https://borealak.is