Fara í efni

Boreal videódanshátíð

Listrænn stjórnandi Boreal er dansarinn og danshöfundurinn Yuliana Palacios. Meðstjórnendur eru Fríð…
Listrænn stjórnandi Boreal er dansarinn og danshöfundurinn Yuliana Palacios. Meðstjórnendur eru Fríða Karlsdóttir og Jón Haukur Unnarsson. Myndina tók Sindri Swan ljósmyndari.

Boreal videódanshátíð

Vídeódanshátíðin Boreal Screendance Festival opnaði í Listasafninu á Akureyri síðastliðinn föstudag. Opnunina sótti sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, Clara Ganslandt, sem flutti ræðu í tilefni hennar. Opnunin var vel sótt en meðal gesta voru listakonurnar Hanna Kortus frá Þýskalandi og Felicia Nilsson frá Svíþjóð sem sýna verk sitt, No Definite Shape á Boreal.  

Í Listasafninu eru til sýnis tólf vídeódansverk og er nýstárleg framsetning þeirra eitt höfuðeinkenna Boreal. Sýningar í Listasafninu á Akureyri standa yfir til sunnudagsins 9. nóvember og er opið á Boreal á opnunartíma Listasafnsins, aðgangur er ókeypis. Næstu helgi, föstudaginn 31. október og laugardaginn 1. nóvember fara fram sýningar í Deiglunni og hefjast þær stundvíslega klukkan 20:00 báða dagana. Sýnd verða þrettán vídeódansverk þessa sýningardaga í Deiglunni frá átta löndum sem öll geta kippt áhorfendum inn í nýja menningarheima á svipstundu.

Boreal Screendance Festival 2025 er eittaf þeim verkefnum sem hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðurlands eystra en aðrir samstarfs- og styrktaraðilar eru Akureyrarbær, Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi, KEA, Prentmet/Oddi, Gilfélagið & Listasafnið á Akureyri.

Fylgjast má með Boreal Screendance Festival á samfélagsmiðlum og heimasíðu verkefnisins:

 

Getum við bætt síðuna?