Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Norðansprotinn - opið fyrir umsóknir

Leitin að áhugaverðustu nýsköpunarhugmyndum Norðurlands fer fram dagana 19.-23. maí. Samstarfsverkefni SSNE, SSNV, Drift EA, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Hólum og Hraðsins. Fjárfestingarsjóðurinn Upphaf veitir verðlaunafé í Norðansprotann!

Loftslags- og orkusjóður opinn fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir almenna styrki úr Loftslags- og orkusjóði og verður sjóðurinn opinn til 1. júní nk. Styrkjum Loftslags- og orkusjóði er ætlað að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands eða verkefna sem fela í sér nýsköpun og innleiðingu á nýrri tækni á sviði umhverfis- orku og loftslagsmála.

Ráðstefna á Akureyri um sjálfbærar lausnir í dreifðum byggðum

Ráðstefnan Akureyri Energy Seminar: Sustainable Solutions for Remote Areas fer fram í Hofi þann 6. maí nk. milli kl. 13:00 og 16:30, og eru öll áhugasöm velkomin að taka þátt, á staðnum eða í streymi. Ráðstefnan er haldin af RECET-verkefninu, sem Eimur leiðir og SSNE er þátttakandi í, og Net Zero Islands Network sem gegnir lykiulhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar víða að koma saman til að ræða um og stuðla að orkuskiptum í dreifðum byggðum.

UPPTAKTURINN – tónleikar og þér er boðið!

Fréttatilkynning 23.04. 2025 UPPTAKTURINN – tónleikar og þér er boðið! Flutt verða átta glæný lög eftir ungmenni á aldrinum 10-16 ára núna á sunnudaginn þann 27. apríl kl. 17 í Hofi. Greta Salóme og Kristján Edelstein útsettu lög ungmennanna fyrir hljómsveit og það eru atvinnuhljóðfæraleikarar sem flytja verk þeirra á stóra sviðinu í Hamraborg. Ungmennin sjö hafa unnið með listafólkinu að útsetningu laga sinna og nú er uppskeruhátíð! Þar sem þau sitja út í sal og njóta afrakstursins ásamt gestum. Verkin átta voru valin af dómnefnd úr fjölda umsókna, sem bárust í Upptaktinn í ár. Ungtónskáld Upptaktsins 2025 eru: Alex Parraguez Solar – Sumargleði vetursins 14 ára úr Naustaskóla Hákon Geir Snorrason – Lifðu lífinu lifandi 11 ára úr Lundarskóla Heimir Bjarni Steinþórsson – Racket & To Thrive 14 ára úr Lundarskóla Hjördís Emma Arnarsdóttir – Ljósadans 12 ára úr Þelamerkurskóla Hjörtur Logi Aronsson – Það sem er best 12 ára úr Brekkuskóla Ísólfur Raymond Matharel – Allegretto 11 ára úr Brekkuskóla Lára Rún Keel Kristjánsdóttir - Neðansjávarsól 15 ára úr Þelamerkurskóla Hljómsveitina skipa: Emil Þorri Emilsson – slagverk og trommur Greta Salóme – fiðla og söngur Kristján Edelstein – gítar Stefán Ingólfsson – bassi Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir - selló Þórður Sigurðarson – hljómborð og harmonika Ágúst Brynjarsson – söngur lagsins Lifðu lífinu lifandi. Útsetning verkanna fyrir hljómsveit: Kristján Edelstein og Greta Salóme. Tónlistarstjóri: Greta Salóme. Enginn aðganseyrir og allir eru hjartanlega velkomnir á tónleikana! Upptakturinn í Hofi er samstarfsverkefni Menningarhússins Hofs og Upptaktsins í Hörpu, styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Upptakturinn er þátttakandi í Barnamenningarhátiðinni á Akureyri.
Hvað vilt þú eða þitt fyrirtæki/stofnun skoða betur? Samstarf og klasahugsun, Markaðs- og kynningarmál, Vöruþróun og fjárfestingar, Gagnasöfn og rannsóknaáætlun?

Menningarauðlind ferðaþjónustunnar

Markmiðið með ráðstefnunni er að skoða samspil og hlutverk menningar í ferðaþjónustu. Enn fremur er ráðstefnunni ætlað að skoða hvernig efla má gagnasöfn og rannsóknavirkni sem stuðlað getur að þróun og framförum á sviði menningarferðaþjónustu. Öll velkomin, lokað verður fyrir skráningu 5. maí.

Líffræðileg fjölbreytni - hvað geta sveitarfélögin gert?

Fimmtudaginn 8. maí nk. verður haldið námskeið um líffræðilega fjölbreytni í gegnum Teams. Námskeiðið er hluti af LOFTUM verkefninu og því starfsfólki sveitarfélaga á Norðurlandi eystra að kostnaðarlausu, en einnig eru kjörnir fulltrúar hvattir til að nýta sér fræðsluna.

Styrkir til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni - Byggðastofnun

Aðgerð B.7. á byggðaáætlun hefur það markmið að búsetufrelsi verði eflt með fjölgun atvinnutækifæra og auknum fjölbreytileika starfa á landsbyggðinni. Þannig geta ríkisstofnanir nú sótt um styrki til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni.
Á skíðum skemmti ég mér trallalala ...

Gleðilega páska!

Starfsfólk SSNE óskar ykkur gleðilegra páska!
Verkefnastjóri farsældar á ársþingi SSNE

Verkefnastjóri farsældar kynnti svæðisbundið farsældarráð á ársþingi SSNE

Verkefnastjóri farsældar á Norðurlandi eystra hélt fróðlegt erindi á ársþingi SSNE þar sem hann kynnti þróun og framtíðarsýn varðandi uppbyggingu svæðisbundins farsældarráðs í landshlutanum.
Fulltrúar íslensku þátttakenda verkefnisins. Friðrik Þórsson fyrir hönd Norðurslóðanetsins, Kristín Helga Schiöth fyrir hönd SSNE, Tom Barry fyrir hönd Háskólans á Akureyri og Hildur Sólveig Elvarsdóttir fyrir hönd Háskólans á Akureyri.

NACEMAP-verkefninu hleypt af stokkum á Írlandi í apríl

SSNE er þátttakandi í verkefninu NACEMAP; þriggja ára verkefni sem styrkt er af áætlun Evrópusambandsins sem styðu við samstarf meðal afskekktra og strjálbýlla samfélaga í nyrstu svæðum álfunnar (Interreg Northern Periphery and Arctic Programme). Verkefninu var hleypt af stokkum í byrjun apríl í Cork á Írlandi, en NACEMAP er leitt af írskum og finnskum aðilum. Að auki koma að verkefninu fulltrúar frá Kanada, og fulltrúar Íslands eru auk SSNE Háskólinn á Akureyri og Norðurslóðanetið (IACN).
Getum við bætt síðuna?