Fara í efni

Loftslags- og orkusjóður opinn fyrir umsóknir

Loftslags- og orkusjóður opinn fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir almenna styrki úr Loftslags- og orkusjóði og verður sjóðurinn opinn til 1. júní nk. Styrkjum Loftslags- og orkusjóði er ætlað að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands eða verkefna sem fela í sér nýsköpun og innleiðingu á nýrri tækni á sviði umhverfis- orku og loftslagsmála.

Alls verður einum milljarði varið í styrki til verkefna sem styðja beint eða óbeint við markmið ríkisstjórnarinnar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands. Áhersla er lögð á verkefni sem stuðla að orkuskiptum í samgöngum, orkusparnaði eða orkuskiptum í rekstri og aðgerðir sem stuðla að sterkara hringrásarhagkerfi.

Frekari upplýsingar má finna hér og sótt er um á heimasíðu Orkusjóðs.

Starfsfólk SSNE veitir ráðgjöf við styrkjaumsóknir, unnt er að óska eftir henni í gegnum ssne@ssne.is.

Getum við bætt síðuna?