Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík, í samstarfi við Akureyrarbæ og SSNE, bjóða til opins samráðsfundar um þróun og næstu skref í tækninámi á svæðinu.
Verkefnastjórar umhverfis- og loftslagsmála hjá SSNE hafa fundað með öllum sveitarfélögum landshlutans í júní og ágúst, kynnt helstu verkefni á sviðinu og um leið fengið aukna innsýn í stöðu umhverfismála í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Allsstaðar var vel tekið á móti verkefnastjórum SSNE og gagnlegt að sjá og heyra um áskoranir og tækifæri sveitarfélaganna í umhverfis- og loftslagsmálum.
Fjölmargar umsóknir bárust í viðskiptahraðalinn Startup Landið, en umsóknarfresti lauk á miðnætti síðastliðinn sunnudag. Startup Landið er sjö vikna viðskiptahraðall sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðinni. Markmiðið er að efla nýsköpun og skapa vettvang fyrir hugmyndir sem geta vaxið og dafnað á landsbyggðinni.
Á dagskránni verða erindi frá frumkvöðlum og hönnuðum, sýningar, uppákomur, matur, nýsköpun, matartækninýjungar og margt fleira. Öllu skolað niður með tónlist auðvitað.
Sérfræðingur sjóðsins mun ferðast um svæðið, vinsamlegast pantið tíma fyrirfram. Svæðið sem um ræðir er starfssvæði Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, frá Siglufirði að Bakkafirði.
Verkefni sem hljóta styrk úr Uppbyggingarsjóði SSNE geta vaxið og þróast í einstök menningar- og atvinnuverkefni sem hafa víðtæk áhrif á samfélagið. Tónleikaverkefnið „Hávaði í Heimskautsgerðinu“ er skýrt dæmi um slíkt.