Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Norðansprotinn - opið fyrir umsóknir

Leitin að áhugaverðustu nýsköpunarhugmyndum Norðurlands fer fram dagana 19.-23. maí. Samstarfsverkefni SSNE, SSNV, Drift EA, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Hólum og Hraðsins. Fjárfestingarsjóðurinn Upphaf veitir verðlaunafé í Norðansprotann!

Loftslags- og orkusjóður opinn fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir almenna styrki úr Loftslags- og orkusjóði og verður sjóðurinn opinn til 1. júní nk. Styrkjum Loftslags- og orkusjóði er ætlað að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands eða verkefna sem fela í sér nýsköpun og innleiðingu á nýrri tækni á sviði umhverfis- orku og loftslagsmála.

Ráðstefna á Akureyri um sjálfbærar lausnir í dreifðum byggðum

Ráðstefnan Akureyri Energy Seminar: Sustainable Solutions for Remote Areas fer fram í Hofi þann 6. maí nk. milli kl. 13:00 og 16:30, og eru öll áhugasöm velkomin að taka þátt, á staðnum eða í streymi. Ráðstefnan er haldin af RECET-verkefninu, sem Eimur leiðir og SSNE er þátttakandi í, og Net Zero Islands Network sem gegnir lykiulhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar víða að koma saman til að ræða um og stuðla að orkuskiptum í dreifðum byggðum.

UPPTAKTURINN – tónleikar og þér er boðið!

Fréttatilkynning 23.04. 2025 UPPTAKTURINN – tónleikar og þér er boðið! Flutt verða átta glæný lög eftir ungmenni á aldrinum 10-16 ára núna á sunnudaginn þann 27. apríl kl. 17 í Hofi. Greta Salóme og Kristján Edelstein útsettu lög ungmennanna fyrir hljómsveit og það eru atvinnuhljóðfæraleikarar sem flytja verk þeirra á stóra sviðinu í Hamraborg. Ungmennin sjö hafa unnið með listafólkinu að útsetningu laga sinna og nú er uppskeruhátíð! Þar sem þau sitja út í sal og njóta afrakstursins ásamt gestum. Verkin átta voru valin af dómnefnd úr fjölda umsókna, sem bárust í Upptaktinn í ár. Ungtónskáld Upptaktsins 2025 eru: Alex Parraguez Solar – Sumargleði vetursins 14 ára úr Naustaskóla Hákon Geir Snorrason – Lifðu lífinu lifandi 11 ára úr Lundarskóla Heimir Bjarni Steinþórsson – Racket & To Thrive 14 ára úr Lundarskóla Hjördís Emma Arnarsdóttir – Ljósadans 12 ára úr Þelamerkurskóla Hjörtur Logi Aronsson – Það sem er best 12 ára úr Brekkuskóla Ísólfur Raymond Matharel – Allegretto 11 ára úr Brekkuskóla Lára Rún Keel Kristjánsdóttir - Neðansjávarsól 15 ára úr Þelamerkurskóla Hljómsveitina skipa: Emil Þorri Emilsson – slagverk og trommur Greta Salóme – fiðla og söngur Kristján Edelstein – gítar Stefán Ingólfsson – bassi Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir - selló Þórður Sigurðarson – hljómborð og harmonika Ágúst Brynjarsson – söngur lagsins Lifðu lífinu lifandi. Útsetning verkanna fyrir hljómsveit: Kristján Edelstein og Greta Salóme. Tónlistarstjóri: Greta Salóme. Enginn aðganseyrir og allir eru hjartanlega velkomnir á tónleikana! Upptakturinn í Hofi er samstarfsverkefni Menningarhússins Hofs og Upptaktsins í Hörpu, styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Upptakturinn er þátttakandi í Barnamenningarhátiðinni á Akureyri.
Hvað vilt þú eða þitt fyrirtæki/stofnun skoða betur? Samstarf og klasahugsun, Markaðs- og kynningarmál, Vöruþróun og fjárfestingar, Gagnasöfn og rannsóknaáætlun?

Menningarauðlind ferðaþjónustunnar

Markmiðið með ráðstefnunni er að skoða samspil og hlutverk menningar í ferðaþjónustu. Enn fremur er ráðstefnunni ætlað að skoða hvernig efla má gagnasöfn og rannsóknavirkni sem stuðlað getur að þróun og framförum á sviði menningarferðaþjónustu. Öll velkomin, lokað verður fyrir skráningu 5. maí.

Líffræðileg fjölbreytni - hvað geta sveitarfélögin gert?

Fimmtudaginn 8. maí nk. verður haldið námskeið um líffræðilega fjölbreytni í gegnum Teams. Námskeiðið er hluti af LOFTUM verkefninu og því starfsfólki sveitarfélaga á Norðurlandi eystra að kostnaðarlausu, en einnig eru kjörnir fulltrúar hvattir til að nýta sér fræðsluna.

Styrkir til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni - Byggðastofnun

Aðgerð B.7. á byggðaáætlun hefur það markmið að búsetufrelsi verði eflt með fjölgun atvinnutækifæra og auknum fjölbreytileika starfa á landsbyggðinni. Þannig geta ríkisstofnanir nú sótt um styrki til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni. Ríkisstofnanir sem hafa aðsetur á höfuðborgarsvæðinu geta sótt um styrkina vegna starfa utan svæðisins eða starfa sem hafa verið færð frá höfuðborgarsvæðinu frá og með 1. nóvember 2024. Styrkjum er ætlað að koma til móts við ferðakostnað og leigu á aðstöðu í vinnustaðaklösum. Ekki verða veittir styrkir vegna tímabundinnar fjarvinnu eða blendingsstarfs, þ.e. starfs sem unnið er bæði utan og innan höfuðborgarsvæðisins. Veita má styrk til stofnunar vegna starfs til allt að þriggja ára. Hámarksstuðningur við hvert starf getur numið allt að 2 milljónum króna á ári. Byggðastofnun mun annast umsjón með úthlutun styrkja og gerð samninga og verður árangur af verkefninu metinn fyrir lok árs 2025.
Á skíðum skemmti ég mér trallalala ...

Gleðilega páska!

Starfsfólk SSNE óskar ykkur gleðilegra páska!
Verkefnastjóri farsældar á ársþingi SSNE

Verkefnastjóri farsældar kynnti svæðisbundið farsældarráð á ársþingi SSNE

Verkefnastjóri farsældar á Norðurlandi eystra hélt fróðlegt erindi á ársþingi SSNE þar sem hann kynnti þróun og framtíðarsýn varðandi uppbyggingu svæðisbundins farsældarráðs í landshlutanum.
Fulltrúar íslensku þátttakenda verkefnisins. Friðrik Þórsson fyrir hönd Norðurslóðanetsins, Kristín Helga Schiöth fyrir hönd SSNE, Tom Barry fyrir hönd Háskólans á Akureyri og Hildur Sólveig Elvarsdóttir fyrir hönd Háskólans á Akureyri.

NACEMAP-verkefninu hleypt af stokkum á Írlandi í apríl

SSNE er þátttakandi í verkefninu NACEMAP; þriggja ára verkefni sem styrkt er af áætlun Evrópusambandsins sem styðu við samstarf meðal afskekktra og strjálbýlla samfélaga í nyrstu svæðum álfunnar (Interreg Northern Periphery and Arctic Programme). Verkefninu var hleypt af stokkum í byrjun apríl í Cork á Írlandi, en NACEMAP er leitt af írskum og finnskum aðilum. Að auki koma að verkefninu fulltrúar frá Kanada, og fulltrúar Íslands eru auk SSNE Háskólinn á Akureyri og Norðurslóðanetið (IACN).
Getum við bætt síðuna?