Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Upptaka af fræðsluerindinu Viðskiptaáætlun á mannamáli

Á Fræðsluhádegi landshlutasamtakanna þann 6. maí var fræðsluerindið Viðskiptaáætlun á mannamáli, í fyrirlestraröðinni Forvitnir frumkvöðlar. Þar var farið yfir hvernig hægt er að nálgast gerð viðskiptaáætlunar á einfaldan og aðgengilegan hátt – og hvernig slík áætlun getur orðið öflugt tæki til að segja sögu verkefnisins.

Morgunfundur Grænna skrefa SSNE - hittumst á Hótel KEA

Morgunfundur Grænna skrefa SSNE fer fram í sal Múlabergs á Hótel KEA á morgun, föstudaginn 23. maí, milli 10-12. Meðal góðra gesta er ráðherra umhverfis- orku og loftslagsmála, Jóhann Páll Jóhannsson, sem mun ávarpa gesti í upphafi fundar.

Hver verður Norðansprotinn 2025?

Norðansprotinn er nýsköpunarkeppni þar sem leitað er að áhugaverðustu nýsköpunarhugmyndum Norðurlands. Leitin hefur verið í fullum gangi og bárust 22 umsóknir að þessu sinni.
Verkefnastjórar farsældar á Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Austurlandi og Vestfjörðum kynna svæðisbundin farsældarráð

Farsæld barna á Sjónaukanum 2025 – Verkefnastjórar kynntu svæðisbundin farsældarráð

Á ráðstefnunni Sjónaukinn 2025, sem haldin var við Háskólann á Akureyri dagana 19.–20. maí, var meginþemað farsæld í íslensku samfélagi. Meðal dagskrárinnar var sameiginleg kynning verkefnastjóra farsældar, þar sem fjallað var um hlutverk og tilurð svæðisbundinna farsældarráða.
Akureyrarflugvöllur

Stjórn SSNE bókar um stöðu Flugþróunarsjóðs

Stjórn SSNE skorar á stjórnvöld að tryggja fullnægjandi fjármögnun Flugþróunarsjóðs og að þróa reglur hans þannig að hann sé betur samkeppnishæfur til að sinna hlut-verki sínu varðandi uppbyggingu flugs til lengri tíma.

Lokaútkall Norðansprotans

Frestur til að skila inn hugmyndum í nýsköpunarkeppnina Norðansprotann rennur út í dag.

Iceland innovation week

Nýsköpunarvika 2025, Iceland innovation week, var haldin í Reykjavík dagana 12. til 16. maí og var viðburðurinn stútfullur af spennandi nýsköpunartengdum viðburðum og fyrirlestrum.

Vel heppnaður Súpufundur atvinnulífsins haldinn á Múlabergi

Súpufundur atvinnulífsins á Múlabergi, Hótel KEA, þar sem stjórnendur um fimmtíu fyrirtækja og stofnana komu saman til að ræða framtíð atvinnulífsins á svæðinu.
Í takt við tilefnið voru menningarfulltrúar SSNE og Austurbrúar afar glaðbeittir með sínum kraftmikla hópi Eyrarrósarhafa á Austurlandi og Norðurlandi eystra, ásamt Láru Sóleyju listrænum stjórnanda Listahátíðar og hr. Birni Skúlasyni maka forseta og verndara Eyrarrósarinnar.

Eyrarrósina 2025 hlýtur Sköpunarmiðstöðin!

Eyrarrósin er veitt framúrskarandi menningarstarfi í landsbyggðunum. Tankarnir á Raufarhöfn og Afhverju Ekki í Þingeyjarsveit hlutu hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar.

Sveitarfélögin í forystu - Umhverfismál á Norðurlandi

Föstudaginn 23. maí verður morgunfundur grænna skrefa SSNE haldinn í Múlabergi á Hótel KEA. Umhverfisráðherra opnar fundinn, en fundurinn er samstarfsverkefni SSNE, SSNV og Norræna Svansmerkisins. Að auki taka LOFTUM skólinn og Samband íslenskra sveitarfélaga þátt. Boðið verður upp á kaffi og með því og í lok fundarins verður stutt vinnustofa fyrir alla þátttakendur. Hvatt er til að koma og taka þátt á staðnum en einnig verður hægt að taka þátt í gegnum Teams. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku svo hægt sé að áætla fjölda og veitingar, skráning fer fram hér.  Fundurinn er öllum opinn en efnistök miðast að umhverfisstarfi sveitarfélaga.
Getum við bætt síðuna?