Verkefnastjórar umhverfis- og loftslagsmála hjá SSNE hafa fundað með öllum sveitarfélögum landshlutans í júní og ágúst, kynnt helstu verkefni á sviðinu og um leið fengið aukna innsýn í stöðu umhverfismála í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Allsstaðar var vel tekið á móti verkefnastjórum SSNE og gagnlegt að sjá og heyra um áskoranir og tækifæri sveitarfélaganna í umhverfis- og loftslagsmálum.