Smiðja - matarframleiðsla í smáum stíl
Skrifað
01.12.2025
Flokkur:
Fréttir
Atvinnuþróun og ráðgjöf
Smiðja - matarframleiðsla í smáum stíl
Smiðjan er sérstaklega sett upp fyrir þá sem hafa hafið framleiðslu og vilja bæta við sig þekkingu og færni. Þeim sem eru í undirbúningsferli eða að stíga sín fyrstu skref er þó velkomið að skrá sig.
Markmið smiðjunnar er að auka færni þátttakenda í rekstri, nýsköpun og sjálfbærni. Farið verður í grunnþætti rekstrar, hagræðingar, stefnumótunar og áætlanagerðar. Þátttakendur öðlast færni í samningatækni, sölutækni og samskiptum. Farið er í þætti sem snúa að markaðssetningu, s.s. greiningu markaðar, öflun viðskiptavina og viðskiptavinatengsla.
Að smiðjunni standa Farskólinn - miðstöð símenntunar, Samtök smáframleiðenda matvæla og Beint frá býli.
Fyrirkomulag:
- Námið er blanda af fyrirlestrum, verkefnavinnu, vettvangsferð og staðlotu.
- Námstími er 13. janúar til - 17. apríl 2026.
- Staðlotan og vettvangsferðin í apríl verða tengdar árlegum viðburðum SSFM/BFB sem verða í ár á Norðurlandi eystra / Akureyri (fræðsla, matarmarkaður, aðalfundur, heimsókn til félagsmanna á svæðinu og árshátíð)
- Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
- Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið til allt að 8 eininga á framhaldsskólastigi.
Nánari upplýsingar:
- Skráningarfrestur í námið er til og með 14. desember 2025 og fer skráning fram hér.
- Upplýsingar um markmið, námsþætti, fyrirkomulag, námsmat og verð má finna hér.
- Ef spurningar, má hafa samband við Þórhildi M. Jónsdóttur, verkefnisstjóra, á tota@farskolinn.is eða 863-6355.
Facebook viðburð fyrir námskeiðið má finna hér.