
Fundað með starfshópi Stjórnarráðsins um stöðu atvinnumála í Norðurþingi
Í byrjun vikunnar funduðu fulltrúar SSNE og Eims með starfshópi sem skipaður var af forsætisráðherra vegna stöðunnar sem upp er komin í Norðurþingi vegna tímabundinnar rekstrarstöðvunar kísilvers PCC á Bakka. Starfshópurinn er skipaður fulltrúum fimm ráðuneyta, en formaður hans er fulltrúi forsætisráðuneytisins, Helgi Valberg Jensson. Auk þess að hitta fulltrúa SSNE og Eims á skrifstofu samtakanna á Akureyri fundaði hópurinn með fulltrúum PCC Bakka, Norðurþings, Framsýnar stéttarfélags og Þingiðnar, félags iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum á meðan vettvangsferð hópsins stóð.
27.06.2025