Íbúafundur um atvinnustefnu Langanesbyggðar
Íbúum Langanesbyggðar er boðið á opinn rafrænan kynningarfund til að ræða drög að stefnu í atvinnumálum. Fundurinn fer fram á morgun, miðvikudaginn 28. maí kl. 16-17. Á fundinum er ætlunin að heyra hvaða sýn íbúar hafa á framtíðina og hvaða leiðir ætti að fara til þess að ná henni.
27.05.2025