Sannkallaður hvirfilbylur hugmynda óð um Stéttina á Húsavík meðan á hugmyndahraðhlaupinu KRUBBI stóð dagana 28.-29. mars. Hraðið miðstöð nýsköpunar stóð að viðburðinum í samstarfi við SSNE og Háskólann á Akureyri. Markmið hans var að efla nýsköpunarsenu Norðurlands og stuðla að þróun atvinnugreina á svæðinu. Metþátttaka var í hugmyndahraðhlaupinu og óhætt að segja að nýsköpun á Norðurlandi hafi fengið byr í seglin.
Carbfix býður til fundar til að kynna áform um uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar og bindingar CO₂ á Húsavík. Tilgangur fundarins er að hefja samtal við íbúa svæðisins um uppbyggingu slíkra stöðva.
Nýjustu tölur um áhrif menningar og skapandi greina í hagrænum skilningi og sókn ferðafólks til landsins. Þá taka við örsögur úr heimabyggð um líf og störf innan menningar og skapandi greina.
Byggðastofnun hefur valið verkefnin Raufarhöfn og framtíðin og Öxarfjörður í sókn til að taka þátt í nýju tilraunaverkefni sem má líta á sem nokkurskonar framhald af verkefninu Brothættar byggðir sem byggðalögin tóku bæði þátt í fyrir nokkrum árum.
Í gær var haldinn starfsdagur SSNE á Akureyri þar sem allt starfsfólk SSNE kom saman í Drift EA og fór í gegnum styrkleikaþjálfun undir handleiðslu Láru Kristínar, lóðs og leiðtogaþjálfara.