Morgunfundur Grænna skrefa SSNE - hittumst á Hótel KEA
Morgunfundur Grænna skrefa SSNE - hittumst á Hótel KEA
Morgunfundur Grænna skrefa SSNE fer fram í sal Múlabergs á Hótel KEA á morgun, föstudaginn 23. maí, milli 10-12. Meðal góðra gesta er ráðherra umhverfis- orku og loftslagsmála, Jóhann Páll Jóhannsson, sem mun ávarpa gesti í upphafi fundar. Yfirskrift fundarins er: Sveitarfélögin í forystu - umhverfismál á Norðurlandi og sjónum verður beint að tækifærum sveitarfélaganna til að gera vel í umhverfis- og loftslagsmálum.
Fundurinn er öllum opinn og boðið verður upp á hressingu í hléi. Nauðsynlegt er að skrá þáttöku sína hér, svo hægt sé að áætla veitingar og sporna við matarsóun. Einnig verður hægt að taka þátt í Teams-fundi.