Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Ráðherra umhverfis- orku- og loftslagsmála, Jóhann Páll Jóhannsson, ávarpar gesti.

Morgunfundur grænna skrefa á Norðurlandi - metnaður hjá sveitarfélögum í umhverfismálum

Í maílok fór fram morgunfundur Grænna skrefa á Norðurlandi á Múlabergi á Hótel KEA, þar sem starfsfólki sveitarfélaga á sviði umhverfismála og kjörnum fulltrúum var sérstaklega boðið að taka þátt. Mætingin á fundinn fór fram úr vonum, flest mættu á staðinn en einnig var hægt að taka þátt í gegnum Teams. Morgunfundurinn var haldinn af SSNE, SSNV og Svaninum, með aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga og LOFTUM. Umhverfis- orku og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson ávarpaði fundinn þar sem hann lagði áherslu á þátt sveitarfélaga í að ná markmiðum Íslands í loftslagsmálum og reifaði áherslur ríkisstjórnarinnar í umhverfis- og loftslagsmálum.

Opið fyrir umsóknir í Startup Landið – hraðall fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni

Nú er opið fyrir umsóknir í Startup Landið, sjö vikna viðskiptahraðal sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum. Hraðallinn hefst 18. september og lýkur með lokaviðburði 30. október þar sem þátttakendur kynna verkefni sín.
Á myndinni eru Albertína Fr. Elíasdóttir framkvæmdastjóri SSNE og Sesselja Reynisdóttir framkvæmdastjóri Drift EA

Kveikjan nýtt áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands eystra

Stjórn SSNE hefur valið nýsköpunarverkefnið Kveikjuna sem eitt af áhersluverkefnum SSNE, Kveikjan hefur það að markmiði að efla nýsköpun og þróun á Norðurlandi eystra innan starfandi fyrirtækja.

Fundað með starfshópi Stjórnarráðsins um stöðu atvinnumála í Norðurþingi

Í byrjun vikunnar funduðu fulltrúar SSNE og Eims með starfshópi sem skipaður var af forsætisráðherra vegna stöðunnar sem upp er komin í Norðurþingi vegna tímabundinnar rekstrarstöðvunar kísilvers PCC á Bakka. Starfshópurinn er skipaður fulltrúum fimm ráðuneyta, en formaður hans er fulltrúi forsætisráðuneytisins, Helgi Valberg Jensson. Auk þess að hitta fulltrúa SSNE og Eims á skrifstofu samtakanna á Akureyri fundaði hópurinn með fulltrúum PCC Bakka, Norðurþings, Framsýnar stéttarfélags og Þingiðnar, félags iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum á meðan vettvangsferð hópsins stóð.

Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar fundaði

Fundur samráðsvettvangs Sóknaráætlunar Norðurlands eystra fór fram í vikunni þar sem fjölbreyttur hópur þátttakenda kom saman til að ræða framgang og framtíðaráherslur áætlunarinnar.

Hugsað, hannað, smakkað

HönnunarÞing/DesignThing er uppskeruhátíð skapandi greina þar sem hönnun og nýsköpun mætast á nýstárlegan hátt. Þemað í ár er matur og margvíslegar birtingarmyndir þessara þriggja þráða.
Frá vinstri: Albertína Friðbjörg Elíasdóttir. Sólveig Gunnarsdóttir, Steinunn Ósk Valsdóttir, Fida Abu Libdeh, Díana Jóhannsdóttir og Kristín Helga Schiöth.

Góð heimsókn GeoSilica til SSNE

Nýsköpunarfyrirtækið GeoSilica hefur samið við Landsvirkjun um leigu á nýju húsi á fjölnýtingarlóð Landsvirkjunnar á Þeistareykjum, sem og afhendingu auðlindastrauma og samstarf fyrirtækjanna til næstu ára. GeoSilica mun nota kísil úr jarðhitavökva frá Þeistareykjastöð til framleiðslu á vörum sínum, en kísill úr jarðhitavökva nýtist í ýmsar verðmætar vörur, s.s. fæðubótaefni og jarðvegsbæti með litlu kolefnisspori. Starfsemi fyrirtækisins styður við bætta nýtingu auðlindastrauma og aukna sjálfbærni, þar sem um er að ræða innlenda framleiðslu á mikilvægu steinefni, sem unnið er á hreinan hátt. 

Sjö nýsköpunarverkefni á Norðurlandi eystra hljóta styrk úr Lóunni

Sjö nýsköpunarverkefni á Norðurlandi eystra hlutu samtals 24.910.000 styrk úr Lóunni, nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina. Verkefnin endurspegla fjölbreytileika og frumleika í atvinnuþróun á svæðinu og spanna ólík svið, allt frá skapandi greinum og sniglaræktunar.

Fyrirhuguð sumarlokun SSNE

Skrifstofur SSNE verða lokaðar frá 14. júlí n.k. til 5. ágúst. Flest starfsfólk SSNE er í sumarleyfi á þessum tíma en reikna má með að flest séu komin aftur til starfa í byrjun ágúst.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri og Elísabet Ögn Jóhannsdóttir, verkefnastjóri hátíðarinnar, flögguðu hinsegin fánanum efst í Listagilinu á Akureyri.

Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hafin

Dagskráin er afar fjölbreytt, t.d. bíósýningar, tónleikar, hinsegin bókmenntir, fánasmiðja, Barsvar, fyrirlestrar, grill, myndlistaropnanir, Vandræðaskáld, messa og alls kyns fleiri uppákomur. Dagskrána er að finna á heimasíðunni www.hinseginhatid.is.
Getum við bætt síðuna?