Stjórn SSNE bókar um stöðu atvinnumála á Húsavík
Stjórn SSNE bókar um stöðu atvinnumála á Húsavík
Á 74. fundi stjórnar SSNE kynnti Helena Eydís Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi og fulltrúi Norðurþings í stjórn SSNE stöðu atvinnumála á Húsavík. Stjórn SSNE bókaði eftirfarandi í kjölfar kynningarinnar:
Stjórn þakkar fyrir kynninguna og hvetur Alþingi og ríkisstjórn Íslands til að bregðast skjótt við þeim aðstæðum sem nú eru uppi varðandi starfsemi PCC BakkiSilicon á Bakka við Húsavík. Stjórn SSNE leggur jafnframt áherslu á að aukinn kraftur verði settur í uppbyggingu græns iðngarðs við Bakka, að hálfu ríkisins, til að nýta sem best þær fjárfestingar sem ríkið hefur þegar farið í þar vegna uppbyggingarinnar, s.s. orkuöflun, línulagnir, hafnarmannvirki og gangnagerð. Enn fremur að Alþingi beiti sér fyrir því að í framkvæmdaáætlun Landsnets og kerfisáætlun 2025-2034 verði tvítenging Bakka forgangsatriði en ekki fyrirséð þörf til lengri tíma. Mikilvægt er fyrir frekari atvinnuuppbyggingu í landshlutanum að tvítengingin verði á framkvæmdaáætlun með skýra tímasetningu og fjármögnun.
Nánari upplýsingar vegna bókunarinnar veitir formaður stjórnar.