Fjölmennt á fundi um atvinnumál og innviðauppbyggingu á Norðurlandi eystra
Fjölmennt á fundi um atvinnumál og innviðauppbyggingu á Norðurlandi eystra
Fjölmennt var á hádegisverðarfundi sem Samtök iðnaðarins og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra stóðu fyrir í Hofi á Akureyri í síðustu viku. Á fundinum var kastljósinu beint að atvinnumálum og innviðauppbyggingu á Norðurlandi eystra. Frummælendur á fundinum voru Árni Sigurjónsson, formaður SI, Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Lára Halldóra Eiríksdóttir, formaður SSNE. Fundarstjóri var Albertína Fr. Elíasdóttir, framkvæmdastjóri SSNE.
Hér er hægt að nálgast glærur fundarins.
Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum: