Málþing á Höfn í Hornafirði- Hvað ef ég vill vera hér?
Málþing á Höfn í Hornafirði- Hvað ef ég vill vera hér?
Fulltrúi SSNE sótti málþing Nýheima þekkingaseturs á Höfn í Hornafirði 23. -24. september sem bar yfirskriftina -HVAÐ EF ÉG VIL VERA HÉR-. Umfjöllunarefni málþingsins var ungt fólk, byggðafesta þeirra og framtíð á landsbyggðinni. Á málþinginu var sjónum beint að mikilvægu hlutverki ungs fólk þegar kemur að þróun og eflingu byggða.
Dagskráin var afar fróðlega og fjallaði um ungt fólk á landsbyggðinni og byggðafestu:
Ungt fólk á landsbyggðinni
Hugrún Harpa Reynisdóttir sagði frá stofnun verkefnisins HeimaHafnar sem þekkingasetrið Nýheimar hefur yfirumsjón með. Nýheimar þekkingasetur hefur lagt áherslu á málefni ungs fólks í áratugi. Markmið verkefnisins er að styrkja stöðu ungs fólk, valdefla hópinn og skapa vettvang fyrir samtal um líðan, nám og atvinnu. Hafa Nýheimar þekkingasetur staðið fyrir viðburðum, fræðslum og stutt við unga fólki til að bregðast við niðurstöðum rannsókna og samtölum við unga fólkið.
Sagði Hugrún að niðurstöður úr samtölum við unga fólki sýna að það upplifir oft að möguleikar á heimamarkaði séu fáir og það þurfi að flytja til geta unnið við sitt fag. Því er val á námi undir áhrifum af því hvort það tryggi heimkomu, sem getur dregið úr fjölbreytni í námsvali. Mikilvægt er því að upplýsa og fræða um fjölbreytt atvinnutækifæri, og hvetja til frumkvæðis og sjálfssköpunar tækifæra. Því unga fólkið virðist oft ekki gera sér grein fyrir hversu margt er í boði.
To Win and to Disappear? The Driving Forces Behind Young People´s Migration from Smaller Towns
Dr. Lotta Svensons kynnti rannsóknir sínar á ungu fólki á landsbyggðinni í Svíþjóð, m.a. hvaða þættir hafa áhrif á hvort ungmenni kjósa að flytja eða vera heima. Rannsóknir sýna að félagslegur bakgrunnur og kyn skiptir miklu máli fyrir væntingar og upplifun ungmenna. Ungmenni sem vilja vera heima upplifa gjarnan að þau séu ekki metin að verðleikum af samfélaginu eða stjórnvöldum og upplifa jafnvel fordóma. Þau sem ætla að flytja burt upplifa meira sjálfstraust og telja að þau séu velkomin hvar sem er.
Dr. Eva Mærsk flutti erindið " Making space for rural youth" þar sem hún fór yfir möguleika og hindranir sem felast í því að menntun sé það tæki til að koma í veg fyrir brottfluttning ungs fólks. Dr. Eva benti á að sveitarfélög og stofnanir hafa tilhnegingu til að einbeita sér að því að fá þá sem flytja til að vera, í stað þess að reyna skilja og styðja við þá sem þegar hafa kosið að vera. Með því að skapa rými fyrir ungt fólk, skapa aðlaðandi samfélag og einbeita sér að því sem samfélagið hefur upp á að bjóða.
Dr. Gréta Bergrún Jóhannesdóttir flutt erindið sem bar heitið " Byggðabragur, ungt fólk og náin samfélög". Kynnti hún þar rannsóknarverkefni um byggðabrag og slúður í litlum samfélögum, þar sem hlustað var á rödd unga fólksins og þau spurð hvað einkennir gott samfélag. Unga fólkið sagði það vera jákvæð samskipti, samvinnu, traust, vináttu og fordómaleysi. Einnig ræddi Gréta um doktorsverkefnið sitt sem fjallaði um slúður í litlum samfélögum og áhrif þess á búsetuákvarðanir.
HeimaHöfn
Eyrún Fríða Árnadóttir kynnti verkefnið HeimaHöfn sem kom til með samvinnu sveitarfélagsins, skóla, fyrirtækja og annarra hagsmunaaðila á svæðinu. Verkefnið snýst um að efla ungt fólk í heimabyggð og búa til sterkari tengsl við samfélagið. Það byggir á fyrri rannsóknum og niðurstöðum sem sýndu þarfir og áherslur unga fólksins, meðal annars hvað varðar tækifæri og líðan í heimabænum. Markmið verkefnisins er: 1. Stuðla að lífsgæðum og tækifærum ungmenna í heimabyggð, 2. Efla tengsl við samfélagið svo þau vilja snúa aftur eða vera áfram, 3. Vekja athygli á landsbyggðinni sem vænlegum búsetukosti.
The hunt for superpowers
Tonje Bjerken kynnti í erindi sínu Nordfjordkompaniet sem er svæðisbundin stofnun sem vinnur að félagslegri nýsköpun með sérstaka áherslu á sjálfmyndaruppbyggingu og viðskiptaþróun í Vestur-Noregi. Stofnunin hjálpar ungu fólki að uppgötva hæfileika sína og tengja þá við tækifæri á staðnum. Verkefnið er fyrir ungt fólk á leikskóla aldir til ungs fólks á háskólaaldri. Markmiðið verkefnisins er að hvetja nemendur til að snúa aftur eða vera áfram á svæðinu, t.d. með því að para saman áhugamál sumarstarfa við fyrirtæki á staðnum og útvega nemendastofur í sveitarfélögum.
Viðhaldið er tengslaneti fyrir nemendur, atvinnuleitendur og þá sem snúa aftur til svæðisins, þar sem áhersla er lögð á persónuleg tengsl fyrir þá sem hafa áhuga á að koma aftur til svæðisins.
Árangur er mældur með því að hjálpa ungmennum að finna „ofurkrafta“ sína og byggja upp grunn fyrir aðra til að snúa aftur í framtíðinni.
Málþingið endaði á vinnustofu þar sem hóparnir fengu það verkefni að fara í hugarflug og skrifa niður hluti að sem gæti aukið byggðafestu ungmenna í þeirra samfélagi.
Frábært málþing í alla staði og Nýheimar þekkingarsetur á hrós skilið fyrir skipulag og inntak málþingsins.