Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Húsavík

Stjórn SSNE bókar um stöðu atvinnumála á Húsavík

Stjórn hvetur Alþingi og ríkisstjórn Íslands til að bregðast skjótt við þeim aðstæðum sem nú eru uppi varðandi starfsemi PCC BakkiSilicon á Bakka við Húsavík.
Frá fundinum með Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra.

Fundað með forsætisráðherra Íslands um stöðu Norðurlands eystra

Sveitarstjórar sveitarfélaga innan SSNE og framkvæmdastjóri samtakanna áttu í morgun fund með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra Íslands, þar sem þau lýstu áhyggjum af stöðu flutningskerfis raforku á svæðinu. Fundurinn var haldinn að frumvæði sveitarfélaganna sem vilja tryggja að raforkuinnviðir hamli ekki áframhaldandi atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi eystra.
Fulltrúi fréttaskýringarþáttarins Spegilsins á RÚV mætti á ráðstefnuna og tók viðtal við bæði Önnu Hildi Hildibrandsdóttur, fagstjóra skapandi greina við Háskólann á Bifröst og stjórnarformann Rannsóknaseturs skapandi greina, sem og Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, um mikilvægi þess að horfa til Menningar sem lykilþáttar í upplifun ferðamanna – og hvernig betri gögn og rannsóknir geta stutt við þróun menningarferðaþjónustu á Íslandi.

Menningarauðlind ferðaþjónustunnar í Hofi

Menningarferðaþjónusta er nú í fyrsta sinn formlega skilgreind sem hluti af ferðamálastefnu stjórnvalda enda er menning talin afar mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu og ferðamenn sem hingað koma njóta íslenskrar menningar með ýmsum hætti um allt land.
Myndin er fengin að láni af síðu Dyngjunnar, handverksfélags í Mývatnssveit

Hver er staða handverksfólks á Íslandi?

Kallað er eftir svörum í könnun en tilgangur hennar er að efla íslenskt handverk sem atvinnugrein, stuðla að tryggri framtíð þess fyrir ókomnar kynslóðir og auka skilning á handverki sem menningarverðmæti í samtímanum.

Staðarfundur stjórnar SSNE í Eyjafjarðarsveit

Í gær var 74. fundur stjórnar SSNE haldinn í Eyjafjarðarsveit. Stjórnin fundar almennt með aðstoð Teams, en tvisvar á ári hittist stjórnin á staðfundum og er þá reynt að heimsækja ólík sveitarfélög innan landshlutans.

Fræðsluerindin - Forvitnir frumkvöðlar

Fyrirlestraröðin - Forvitnir frumkvöðlar eru komin í sumarfrí

Pistill framkvæmdastjóra - maí

Maí hefur verið einstaklega líflegur hjá SSNE, þar sem fjölbreytt verkefni og viðburðir áttu sér stað – í nánu samstarfi við fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklinga.
RÚV er sameign íslensku þjóðarinnar og miðlar fréttum, fróðleik, menningu og listum í sjónvarpi, útvarpi og vefnum. Fréttaskot, ábendingar um áhugaverð umfjöllunarefni eða viðmælendur má senda inn í gegnum vef RÚV eða hafa samband beint við starfsfólk.

Landsbyggðastefna RÚV

Um 15 ár eru liðin frá því að svæðisbundnar útsendingar RÚV voru lagðar niður. Fulltrúar sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og SSNE áttu góðan fund með útvarpsstjóra um tilgang, möguleika og uppbyggingu landsbyggðastefnu RÚV.

Lífgas- og áburðarframleiðsla: Tækifæri íslensks landbúnaðar

Systraverkefnin Eimur á Norðurlandi og Orkídea á Suðurlandi standa fyrir ráðstefnu um lífgas- og áburðarframleiðslu þar sem horft verður til tækifæra íslensks landbúnaðar. Ráðstefnan verður haldin þann 5. júní nk. á Hótel Selfossi, en hægt verður að fylgjast með erindum úr streymi. 

Íbúafundur um atvinnustefnu Langanesbyggðar

Íbúum Langanesbyggðar er boðið á opinn rafrænan kynningarfund til að ræða drög að stefnu í atvinnumálum. Fundurinn fer fram á morgun, miðvikudaginn 28. maí kl. 16-17. Á fundinum er ætlunin að heyra hvaða sýn íbúar hafa á framtíðina og hvaða leiðir ætti að fara til þess að ná henni.
Getum við bætt síðuna?