Fjölmargar umsóknir bárust í viðskiptahraðalinn Startup Landið, en umsóknarfresti lauk á miðnætti síðastliðinn sunnudag. Startup Landið er sjö vikna viðskiptahraðall sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðinni. Markmiðið er að efla nýsköpun og skapa vettvang fyrir hugmyndir sem geta vaxið og dafnað á landsbyggðinni.
Á dagskránni verða erindi frá frumkvöðlum og hönnuðum, sýningar, uppákomur, matur, nýsköpun, matartækninýjungar og margt fleira. Öllu skolað niður með tónlist auðvitað.
Sérfræðingur sjóðsins mun ferðast um svæðið, vinsamlegast pantið tíma fyrirfram. Svæðið sem um ræðir er starfssvæði Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, frá Siglufirði að Bakkafirði.
Verkefni sem hljóta styrk úr Uppbyggingarsjóði SSNE geta vaxið og þróast í einstök menningar- og atvinnuverkefni sem hafa víðtæk áhrif á samfélagið. Tónleikaverkefnið „Hávaði í Heimskautsgerðinu“ er skýrt dæmi um slíkt.
Íbúafundur með Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra fór fram á Akureyri 12. ágúst í Múlabergi. Fundurinn var hluti af landsferð ráðherrans þar sem hann hittir íbúa og sveitarstjórnarfólk til að ræða málefni ráðuneytisins, meðal annars samgöngur, byggðamál, fjarskipti og stafræna innviði.
Verkefni sem styrkt hafa verið frá upphafi verkefnisins Brothættar byggðir eru fjölmörg og fjölbreytt og snerta margar hliðar atvinnulífs, menningar- og félagslífs í þátttökubyggðarlögunum.