Opið á ný fyrir umsóknir um styrki til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum
Opið á ný fyrir umsóknir um styrki til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum
Opnað hefur verið á ný fyrir styrkumsóknir til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum á vef Loftslags- og orkusjóðs, en í sumar var úthlutað 118 milljónum í slík verkefni. Umsækjendur sem ekki hafa áður hlotið styrk verða í forgangi nú, en ekkert verkefni á Norðurlandi eystra hlaut styrk í fyrri úthlutun.
Veittir eru styrkir til framleiðslu garðyrkjuafurða og forgangsraðað er eftir því hversu mikill orkusparnaður næst fyrir hverja styrkkrónu. Hámarks styrkhlutfall og styrkfjárhæð í úthlutunum fyrir styrki skal vera 40% af heildarkostnaði fjárfestingar (án vsk.) og að hámarki 15 m.kr. fyrir hvern framleiðenda garðyrkjuafurða.
Umsóknarfrestur rennur út þann 15. desember og hér má finna frekari upplýsingar um sjóðinn og skilyrði fyrir styrkveitingu. Hér má þá sjá frétt um þau verkefni sem þegar hafa verið styrkt. Bent er á að starfsfólk SSNE veitir ráðgjöf við gerð umsókna, ekki hika við að hafa samband.