Fara í efni

Fjölsóttur vinnufundur um framtíð ferðaþjónustu á Norðurlandi

Fjölsóttur vinnufundur um framtíð ferðaþjónustu á Norðurlandi

Vinnufundur um framtíð ferðaþjónustu á Norðurlandi fór fram í Hofi á Akureyri þann 29. September undir yfirskriftinni „Become a part of the future of North Iceland“. Fundurinn var haldinn af Markaðsstofu Norðurlands að frumkvæði ferðaþjónustufyrirtækjanna Voigt Travel frá Hollandi og Kontiki frá Sviss, sem hafa verið leiðandi í leiguflugi til Akureyrar.

Mætingin á fundinn var afar góð og líflegar og uppbygginlegar umræður, þar sem farið var yfir reynslu af leiguflugi til Akureyrar, samanburð við aðra áfangastaði á norðlægum slóðum og tækifæri til sjálfbærrar uppbyggingar ferðaþjónustu á svæðinu.

Í lok fundarins var haldin vinnustofa þar sem þátttakendur tóku virkan þátt í að móta næstu skref í átt að farsælli framtíð ferðaþjónustu á Norðurlandi. Fundurinn var haldinn á ensku og skapaði vettvang fyrir stefnumótandi samtal og nýjar hugmyndir sem munu nýtast vel í áframhaldandi þróun svæðisins.

Getum við bætt síðuna?