Fara í efni

Norðansprotinn - opið fyrir umsóknir

Norðansprotinn - opið fyrir umsóknir

Norðansprotinn er nýsköpunarkeppni þar sem leitað er að áhugaverðustu nýsköpunarhugmyndum Norðurlands. Keppnin fer fram dagana 19.-23. maí og lýkur með úrslitum sem haldin verða í Messanum hjá Drift EA.
Upphaf fjárfestingasjóður mun veita verðlaunafé upp á 1.000.000 kr.

 

Norðansprotinn er hluti af nýsköpunarferðalagi Norðurlands sem er ætlað að vera leiðarvísir frumkvöðla frá hugmyndarstigi að fjárfestingu.
Norðansprotinn er samstarfsverkefni SSNE, SSNV, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Hólum, Drift EA og Hraðsins með veglegum stuðningi frá Upphaf fjárfestingasjóði.
 
Fyrirkomulag
  • Skráningin er opin fyrir öll og það kostar ekkert að taka þátt.
  • Umsækjendur geta verið einir eða teymi.
  • Þú skráir þig til leiks með því að fylla út skráningarform hér. 
  • Í kjölfar skráningu færð þú tölvupóst með nánari upplýsingum m.a. um gerð og skil á einblöðungi sem lýsir hugmyndinni nánar.
  • Í framhaldinu fá 5-8 umsækjendur tækifæri til að kynna hugmyndina sína fyrir dómnefnd og gestum á lokaviðburðinum á Messanum 23. maí n.k.
Fjárfestingasjóðurinn Upphaf veitir verðlaunafé upp á 1.000.000 kr.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
 
Getum við bætt síðuna?