Upplifir þú skerðingu á símasambandi?
Upplifir þú skerðingu á símasambandi?
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) hvetja íbúa á Norðurlandi eystra að tilkynna til Fjarskiptastofu ef vart verður við skerðingu eða truflanir á farnetssambandi.
Þessi misserin er verið að fasa út eldri farsímanetum, 2G og 3G, en við þá útfösun getur orðið breyting á þjónustu farneta víða um land. Mikilvægt er að íbúar láti vita ef vart verður við verri tengingu, sambandsleysi eða öðrum truflunum, svo hægt sé að bregðast við og tryggja að fjarskiptaþjónusta sé sem best alls staðar.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Fjarskiptastofu.
Traust og stöðugt farnetssamband er grundvallaratriði fyrir samfélagið á Norðurlandi eystra og hvetjum við öll sem verða vör við vandamál að senda inn tilkynningu.