Mikil tækifæri til að byggja upp starfsemi á Bakka
Mikil tækifæri til að byggja upp starfsemi á Bakka
Starfshópur um atvinnumál á Húsavík og nágrenni hefur skilað skýrslu sinni og samþykkti ríkisstjórnin tillögur hópsins á fundi sínum í morgun.
Forsætisráðherra skipaði starfshópinn í júní sl. en verkefni hans var að kortleggja stöðu atvinnumála á svæðinu og vinna tillögur að viðbrögðum stjórnvalda í kjölfar tímabundinnar rekstrarstöðvunar kísilvers PCC á Bakka. Í skýrslunni eru ekki lagðar til beinar aðgerðir varðandi PCC þar sem þau mál eru ýmist í ferli hjá stjórnvöldum eða utan verksviðs hópsins.
Lagðar eru fram fimm tillögur sem eiga að styðja við atvinnuþróun á svæðinu. Þar á meðal má nefna að fenginn verður verkefnastjóri til að hraða vinnu við þróun innviða á Bakka og nýta þá innviði sem eru til staðar, þar sem markmiðið er að koma á fót iðngarði. Ríkið borgar 80 prósent af kostnaði við störf verkefnastjóra og Norðurþing 20 prósent. Aðrar tillögur starfhópsins eru að leyfisferlar verða einfaldaðir þegar kemur að uppbyggingu atvinnu og raforkukerfisins almennt, ráðist verði verði í styrkingu flutningskerfis raforku og auknaa orkuöflun á Norðausturlandi, Þá verði samgöngur og alþjóðatengingar efldar, meðal annars með hafnarframkvæmdum og tilraunaverkefni um vetrarþjónustu um Dettifossveg, og skoðuð verði verkefni sem varða öryggi, varnir og áfallaþol samfélagsins á Norðausturlandi.
Í frétt á heimasíðu forsætisráðuneytisins er vitnað í Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í tilefni af útgáfu skýrslunnar skýrslunar: „Ég hef mikla trú á tækifærunum á Bakka og í nágrenni Húsavíkur. Forsætisráðuneytið hefur átt í nánu samstarfi við Norðurþing og aðra hagaðila við gerð þessarar skýrslu. Og við höfum meðal annars rætt við sex áhugasama fjárfesta sem vilja koma að uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu. Gagnaver eru til dæmis möguleiki sem getur farið hratt í framkvæmd.“
Í skýrslunni birtist skýr sýn stjórnarráðsins á mikil tækifæri til uppbyggingu á Bakka við Húsavík sem er fagnaðarefni, en einnig er í skýrslunni horft til stærra samhengis og þannig tekið undir fjölmargt sem SSNE og sveitarfélögin á Norðurlandi eystra hafa talað fyrir lengi.