Opið á ný fyrir umsóknir um styrki til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum
Opnað hefur verið á ný fyrir styrkumsóknir til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum á vef Loftslags- og orkusjóðs, en í sumar var úthlutað 118 milljónum í slík verkefni. Umsækjendur sem ekki hafa áður hlotið styrk verða í forgangi nú, en ekkert verkefni á Norðurlandi eystra hlaut styrk í fyrri úthlutun. Veittir eru styrkir til framleiðslu garðyrkjuafurða og forgangsraðað er eftir því hversu mikill orkusparnaður næst fyrir hverja styrkkrónu. Hámarks styrkhlutfall og styrkfjárhæð í úthlutunum fyrir styrki skal vera 40% af heildarkostnaði fjárfestingar (án vsk.) og að hámarki 15 m.kr. fyrir hvern framleiðenda garðyrkjuafurða.
11.11.2025