Open Rivers Programme er alþjóðlegur styrktarsjóður sem starfar frá Hollandi. Sjóðurinn hvetur opinbera aðila á Íslandi til að sækja um styrki til verkefna sem miða að því að fjarlægja úreltar, manngerðar hindranir úr ám.
Miðvikudaginn 10. desember verður haldinn opinn fundur um þróun og framtíðarhorfur íbúðarmarkaðar á Norðurlandi eystra. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum HMS, Hafnarstræti 107 á Akureyri, kl. 12 og er opinn öllum. Að fundinum standa HMS, Tryggð byggð og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra.
Það má segja að nóvembermánuður hafi verið fjölbreyttur í starfsemi SSNE, enda einkenndist hann af fjölmörgum viðburðum og ákvörðunum sem má með sanni segja að munu hafa áhrif langt inn í framtíðina.
„Öflugt millilandaflug til Akureyrar er ekki gæluverkefni heldur drifkraftur sem skapar tækifæri og beinan efnahagslegan, samfélagslegan og umhverfislegan ávinning fyrir landið allt," skrifar formaður stjórnar SSNE.
Ráðstefnan „Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri“ var haldin á Fosshótel Húsavík 20. nóvember með um 250 gestum. Markmiðið var að móta framtíðarsýn um atvinnuuppbyggingu á Bakka og á Norðurlandi.
Með því að efla barnamenningu fjárfestum við í viðsýni, tjáningu og lýðræðislegu samfélagi. Ráðstefnan var mikilvægur vettvangur til að miðla reynslu og styrkja fagleg tengsl milli svæða og mannauðs. Það er lykilatriði að menningarstefna verði unnin með öll börn landsins í huga.