Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Lífgas- og áburðarframleiðsla: Tækifæri íslensks landbúnaðar

Systraverkefnin Eimur á Norðurlandi og Orkídea á Suðurlandi standa fyrir ráðstefnu um lífgas- og áburðarframleiðslu þar sem horft verður til tækifæra íslensks landbúnaðar. Ráðstefnan verður haldin þann 5. júní nk. á Hótel Selfossi, en hægt verður að fylgjast með erindum úr streymi. 

Íbúafundur um atvinnustefnu Langanesbyggðar

Íbúum Langanesbyggðar er boðið á opinn rafrænan kynningarfund til að ræða drög að stefnu í atvinnumálum. Fundurinn fer fram á morgun, miðvikudaginn 28. maí kl. 16-17. Á fundinum er ætlunin að heyra hvaða sýn íbúar hafa á framtíðina og hvaða leiðir ætti að fara til þess að ná henni.

Norðursnakk Norðansprotinn 2025!

Á föstudaginn fór fram lokaviðburður Norðansprotans sem er nýsköpunarkeppni þar sem leitað er að áhugaverðustu nýsköpunarhugmynd Norðurlands.
Ásdís Thoroddsen kvikmyndagerðarkona tók við verðlaununum fyrir hönd Tankanna á Raufarhöfn, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir listakona og handhafi Eyrarrósarinnar 2023, Hr. Björn Skúlason maki forseta og verndari Eyrarrósarinnar, Lára Sóley Jóhannsdóttir listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík og Dr. Jack Armitage fræði- og listamaður, sem og forsprakki ,,Afhverju Ekki“

Tvenn hvatningarverðlaun Eyrararrósarinnar til Norðurlands eystra

Starfsfólk SSNE óskar þeim öflugu menningarfrumkvöðlum sem standa að baki ,,Afhverju Ekki" og ,,Tankarnir á Raufarhöfn" til hamingju með verðlaunin og hvatninguna frá Byggðastofnun, Listahátíð í Reykjavík og Icelandair.

Upptaka af fræðsluerindinu Viðskiptaáætlun á mannamáli

Á Fræðsluhádegi landshlutasamtakanna þann 6. maí var fræðsluerindið Viðskiptaáætlun á mannamáli, í fyrirlestraröðinni Forvitnir frumkvöðlar. Þar var farið yfir hvernig hægt er að nálgast gerð viðskiptaáætlunar á einfaldan og aðgengilegan hátt – og hvernig slík áætlun getur orðið öflugt tæki til að segja sögu verkefnisins.

Morgunfundur Grænna skrefa SSNE - hittumst á Hótel KEA

Morgunfundur Grænna skrefa SSNE fer fram í sal Múlabergs á Hótel KEA á morgun, föstudaginn 23. maí, milli 10-12. Meðal góðra gesta er ráðherra umhverfis- orku og loftslagsmála, Jóhann Páll Jóhannsson, sem mun ávarpa gesti í upphafi fundar.

Hver verður Norðansprotinn 2025?

Norðansprotinn er nýsköpunarkeppni þar sem leitað er að áhugaverðustu nýsköpunarhugmyndum Norðurlands. Leitin hefur verið í fullum gangi og bárust 22 umsóknir að þessu sinni.
Verkefnastjórar farsældar á Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Austurlandi og Vestfjörðum kynna svæðisbundin farsældarráð

Farsæld barna á Sjónaukanum 2025 – Verkefnastjórar kynntu svæðisbundin farsældarráð

Á ráðstefnunni Sjónaukinn 2025, sem haldin var við Háskólann á Akureyri dagana 19.–20. maí, var meginþemað farsæld í íslensku samfélagi. Meðal dagskrárinnar var sameiginleg kynning verkefnastjóra farsældar, þar sem fjallað var um hlutverk og tilurð svæðisbundinna farsældarráða.
Akureyrarflugvöllur

Stjórn SSNE bókar um stöðu Flugþróunarsjóðs

Stjórn SSNE skorar á stjórnvöld að tryggja fullnægjandi fjármögnun Flugþróunarsjóðs og að þróa reglur hans þannig að hann sé betur samkeppnishæfur til að sinna hlut-verki sínu varðandi uppbyggingu flugs til lengri tíma.

Lokaútkall Norðansprotans

Frestur til að skila inn hugmyndum í nýsköpunarkeppnina Norðansprotann rennur út í dag.
Getum við bætt síðuna?