Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Hugsað, hannað, smakkað

HönnunarÞing/DesignThing er uppskeruhátíð skapandi greina þar sem hönnun og nýsköpun mætast á nýstárlegan hátt. Þemað í ár er matur og margvíslegar birtingarmyndir þessara þriggja þráða.
Frá vinstri: Albertína Friðbjörg Elíasdóttir. Sólveig Gunnarsdóttir, Steinunn Ósk Valsdóttir, Fida Abu Libdeh, Díana Jóhannsdóttir og Kristín Helga Schiöth.

Góð heimsókn GeoSilica til SSNE

Nýsköpunarfyrirtækið GeoSilica hefur samið við Landsvirkjun um leigu á nýju húsi á fjölnýtingarlóð Landsvirkjunnar á Þeistareykjum, sem og afhendingu auðlindastrauma og samstarf fyrirtækjanna til næstu ára. GeoSilica mun nota kísil úr jarðhitavökva frá Þeistareykjastöð til framleiðslu á vörum sínum, en kísill úr jarðhitavökva nýtist í ýmsar verðmætar vörur, s.s. fæðubótaefni og jarðvegsbæti með litlu kolefnisspori. Starfsemi fyrirtækisins styður við bætta nýtingu auðlindastrauma og aukna sjálfbærni, þar sem um er að ræða innlenda framleiðslu á mikilvægu steinefni, sem unnið er á hreinan hátt. 

Sjö nýsköpunarverkefni á Norðurlandi eystra hljóta styrk úr Lóunni

Sjö nýsköpunarverkefni á Norðurlandi eystra hlutu samtals 24.910.000 styrk úr Lóunni, nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina. Verkefnin endurspegla fjölbreytileika og frumleika í atvinnuþróun á svæðinu og spanna ólík svið, allt frá skapandi greinum og sniglaræktunar.

Fyrirhuguð sumarlokun SSNE

Skrifstofur SSNE verða lokaðar frá 14. júlí n.k. til 5. ágúst. Flest starfsfólk SSNE er í sumarleyfi á þessum tíma en reikna má með að flest séu komin aftur til starfa í byrjun ágúst.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri og Elísabet Ögn Jóhannsdóttir, verkefnastjóri hátíðarinnar, flögguðu hinsegin fánanum efst í Listagilinu á Akureyri.

Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hafin

Dagskráin er afar fjölbreytt, t.d. bíósýningar, tónleikar, hinsegin bókmenntir, fánasmiðja, Barsvar, fyrirlestrar, grill, myndlistaropnanir, Vandræðaskáld, messa og alls kyns fleiri uppákomur. Dagskrána er að finna á heimasíðunni www.hinseginhatid.is.

Úthlutunarhátíð tilraunaverkefnis brothættra byggða II

Árið 2025 valdi Byggðastofnun verkefnin „Raufarhöfn og framtíðin" og „Öxarfjörður í sókn" til að taka þátt í nýju tilraunaverkefni til þriggja ára. Í dag fór fram fyrsta úthlutun úr Frumkvæðissjóði verkefnanna.
Sóknaráætlanir skapa sameiginlega sýn fyrir hvern landshluta, sem einfaldar forgangsröðun verkefna og leiðir til skynsamlegri nýtingu fjármagns.

Sóknaráætlanir landshlutanna – lykillinn að sterkara Íslandi

Það er ekki alltaf einfalt mál, jafnvel í litlu landi, að jafna tækifæri íbúa um allt land til uppbyggingar, hvort sem það varðar atvinnu, samgöngur, aðgengi að þjónustu eða tækifæri ungs fólks. Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda hverju sinni er að leysa þetta viðfangsefni með markvissum hætti og þar koma Sóknaráætlanir landshlutanna til sögunnar.
Húsavík

Stjórn SSNE bókar um stöðu atvinnumála á Húsavík

Stjórn hvetur Alþingi og ríkisstjórn Íslands til að bregðast skjótt við þeim aðstæðum sem nú eru uppi varðandi starfsemi PCC BakkiSilicon á Bakka við Húsavík.
Frá fundinum með Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra.

Fundað með forsætisráðherra Íslands um stöðu Norðurlands eystra

Sveitarstjórar sveitarfélaga innan SSNE og framkvæmdastjóri samtakanna áttu í morgun fund með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra Íslands, þar sem þau lýstu áhyggjum af stöðu flutningskerfis raforku á svæðinu. Fundurinn var haldinn að frumvæði sveitarfélaganna sem vilja tryggja að raforkuinnviðir hamli ekki áframhaldandi atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi eystra.
Fulltrúi fréttaskýringarþáttarins Spegilsins á RÚV mætti á ráðstefnuna og tók viðtal við bæði Önnu Hildi Hildibrandsdóttur, fagstjóra skapandi greina við Háskólann á Bifröst og stjórnarformann Rannsóknaseturs skapandi greina, sem og Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, um mikilvægi þess að horfa til Menningar sem lykilþáttar í upplifun ferðamanna – og hvernig betri gögn og rannsóknir geta stutt við þróun menningarferðaþjónustu á Íslandi.

Menningarauðlind ferðaþjónustunnar í Hofi

Menningarferðaþjónusta er nú í fyrsta sinn formlega skilgreind sem hluti af ferðamálastefnu stjórnvalda enda er menning talin afar mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu og ferðamenn sem hingað koma njóta íslenskrar menningar með ýmsum hætti um allt land.
Getum við bætt síðuna?