Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Sumarglaðningur frá SSNE - fréttabréf júlímánaðar

Nú eru þegar flestir starfsmenn SSNE eru komnir aftur til starfa eftir sumarfrí er ekki seinna vænna en að senda nýjasta fréttabréfið út til áhugasamra.

Þrjú verkefni hljóta styrk úr Lóunni

Í síðustu viku var tilkynnt hvaða 21 verkefni fengu úthlutað úr Lóunni – nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina.

Það helsta og heitasta í júní

Það var nóg um að vera að venju hjá SSNE í júní og í þessu fréttabréfi er stiklað á því stærsta.

Tilraunaverkefni um orkusparnað

Langanesbyggð hefur í samstarfi við Orkusjóð og SSNE hafið tilraunaverkefni um orkusparnað á Bakkafirði. Bakkafjörður er staðsettur á skilgreindu köldu svæði, þ.e. þar sem íbúar og atvinnulíf hafa ekki aðgang að jarðhita og kynda því hús sín með raforku. Slík rafhitun á íbúðarhúsnæði er að hluta niðurgreidd af ríkinu þar sem hún er mun dýrari en húshitun með jarðhita.

Fjarvinnslustörf á Raufarhöfn og Bakkafirði

Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir laus til umsóknar tvö tímabundin störf til allt að 18 mánaða við skráningu sóknarmannatala. Störfin felast í vinnu við innslátt sóknarmannatala í rafrænan gagnagrunn.

Bakkasystur bjóða í vöfflukaffi

Laugardaginn 25. júní næstkomandi kl. 15-17 bjóða Bakkasystur ehf. í vöfflukaffi í Hafnarvoginni á Bakkafirði sem staðsett er við Bjargið fiskvinnslu. Þar munu þær kynna starfsemi og markmið fyrirtækisins, en í húsinu verður komið á fót sögusýningu um lífið á Bakkafirði á síldarárunum. Systurnar kynna fyrstu drög að því þennan dag.

Málþing 24. júní, samþætting heilbrigðis- og velferðarþjónustu, sjálfbær þjónusta, sjálftæðir notendur

MÁLÞING VELTEK í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri föstudaginn 24. júní 2022.Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands (Veltek) mun halda málþing um nýjar nálganir í þjónustu við íbúa. Flutt verða m.a. erindi um stafræn umskipti innan heilbrigðis- og velferðarþjónustu í dreifðum byggðum, samvinnu á norðurslóðum og rannsóknir á þjónustulausnum kynntar.Í tengslum við málþingið munu fyrirtæki kynna þjónustulausnir sínar.Aðgangur að þinginu er öllum opinn en óskað er skráningar á heimasíðu Veltekwww.veltek.is

Albertína tók til starfa sem framkvæmdastjóri SSNE í gær af Eyþóri

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir tók til starfa sem framkvæmdastjóri SSNE í gær af Eyþóri Björnssyni. „Ég hlakka mikið til að leiða áfram það mikilvæga og metnaðarfulla starf sem fram fer á vettvangi SSNE enda séu mikil tækifæri til uppbyggingar í landshlutanum öllum“ segir Albertína. SSNE býður Albertínu hjartanlega velkomna til starfa.
Getum við bætt síðuna?