Byggðaráðstefnan 2025 fer fram í dag, 4. nóvember, í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Að ráðstefnunni í ár standa Byggðastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, í samvinnu við Þingeyjarsveit.
Nú er komið að endurskoðun byggðaáætlunar og almenningi gefst þar með tækifæri til að segja sína skoðun og koma tillögum á framfæri. Opnað hefur verið fyrir rafrænt samráð á vef Byggðastofnunar og eru öll áhugasöm hvött til að senda inn athugasemdir. Ýtið hér til að opna skjalið.
Hvað er byggðaáætlun?
Haustþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) var haldið rafrænt miðvikudaginn 29. október 2025. Þingið var fjölmennt, en full mæting var hjá þingfulltrúum sveitarfélaganna, en að auki mætti fjöldi gesta frá samstarfsaðilum og stofnunum.
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra hvetja íbúa á Norðurlandi eystra að tilkynna til Fjarskiptastofu ef vart verður við skerðingu eða truflanir á farnetssambandi.
Það styttist í lokaviðburð Startup Landið, sem haldinn verður á Akureyri fimmtudaginn 30. október kl. 13–15.
Okkur er sönn ánægja að bjóða þér að fagna þessum spennandi áfanga með okkur!
Stórt skref fyrir byggðaþróun í landinu var stigið í gær þegar Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu um borgarstefnu fyrir árin 2025-2040. Með samþykkt stefnunnar er Akureyri skilgreind sem svæðisborg og hlutverk hennar í byggðaþróun landsins viðurkennt.