Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Viðhorf íbúa Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps og Raufarhafnar til flugþjónustu á svæðinu

Fyrr á árinu var lögð fyrir spurningarkönnun til að kanna viðhorf íbúa á norðausturhluta landsins til flugþjónustu á svæðinu. Könnunin var gerð í samstarfi Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps og SSNE.

Úthlutun á Bakkafirði

Miðvikudaginn 28. febrúar fór fram úthlutun styrkja úr Frumkvæðissjóði Betri Bakkafjarðar fyrir árið 2024.

Samfélagsleg áhrif af beinu millilandaflugi á Norðurlandi

Ný rannsókn sem styrkt var af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands sýnir veruleg jákvæð áhrif af beinu millilandaflugi frá Akureyri. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að gott aðgengi að ódýrum og þægilegum flugsamgöngum hefur jákvæð áhrif á framleiðni, viðskipti, tekjur, neyslu og einkafjárfestingu á áhrifasvæði viðkomandi flugvalla.

Drög að tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030 komin í samráðsgátt

Drög að tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030 komin í samráðsgátt, en áætlunin inniheldur ferðamálastefnu og 42 skilgreindar aðgerðir til að fylgja eftir áherslum í ferðamálastefnu.
Myndin er fengin að láni af vef Skógræktarfélags Eyfirðinga

Styrkveiting fyrir þróun gróðurs og trjáa í þéttbýli

Norræna ráðherranefndin auglýsir til umsóknar styrkveitingar um náttúrutengdar lausnir í norrænum borgum og þéttbýli. Styrktarpotturinn er 2.000.000 DKK eða um 40.000.000 ISL og umsóknarfrestur er miðvikudagurinn 13. mars 2024.

Pistill framkvæmdastjóra - febrúar

Febrúarmánuður var sannarlega fjölbreyttur mánuður í starfsemi SSNE og fjölmargir áhugaverðir viðburðir sem einkenndu mánuðinn.

Skráðu þig í samráðsvettvang atvinnulífs á Norðurlandi eystra

SSNE vinnur nú að því að homa á fót samráðsvettvangi atvinnulífs á Norðurlandi eystra. Tilgangur vettvangsins er að koma á virku samtali milli atvinnulífs á svæðinu og SSNE, jafnframt verður vettvangurinn nýttur til að miðla upplýsingum og tækifærum sem snúa að svæðinu.

Spennandi starfamessa

Tilgangur Starfamessu er að búa til vettvang fyrir ungmenni að kynnast fjölbreyttum starfsstéttum og möguleikum í atvinnuvali. Þessi vettvangur er mikilvægur til að jafna aðgengi ungmenna að slíkum upplýsingum.
Hægt er að skrá sig á staðfund eða streymi

Innblástur og framfarir: Málþing um rannsóknir á menningu og skapandi greinum

Rannsóknasetur skapandi greina býður til málþings um rannsóknir á atvinnulífi menningar og skapandi greina.

Hvað ef við fylltum Akureyrarlaug tvisvar í viku af olíu og kveiktum í henni?

Þann 21. febrúar héldu Eimur, SSNE og Íslensk Nýorka málstofu í Hofi og í streymi. Efni málþingsins var staða mála í orkuskiptum á Norðurlandi, olíunotkun svæðisins ásamt sérstakri umfjöllun um orkuskipti í þungaflutningum og við hafnir. Málstofan var afar vel sótt af yfir 160 góðum gestum og erindin gott upphaf að þeirri vinnu sem er nú hafin með RECET á Norðurlandi eystra.
Getum við bætt síðuna?