jölmennt var á hádegisverðarfundi sem Samtök iðnaðarins og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra stóðu fyrir í Hofi á Akureyri í gær.
Ferðamenn sem komu með easyJet til Akureyrar veturinn 2023-2024 eyddu 493 milljón krónum á ferðalögum um Norðurland, samkvæmt skýrslu sem var birt á vef Ferðamálastofu.
Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík, í samstarfi við Akureyrarbæ og SSNE, bjóða til opins samráðsfundar um þróun og næstu skref í tækninámi á svæðinu.
Verkefnastjórar umhverfis- og loftslagsmála hjá SSNE hafa fundað með öllum sveitarfélögum landshlutans í júní og ágúst, kynnt helstu verkefni á sviðinu og um leið fengið aukna innsýn í stöðu umhverfismála í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Allsstaðar var vel tekið á móti verkefnastjórum SSNE og gagnlegt að sjá og heyra um áskoranir og tækifæri sveitarfélaganna í umhverfis- og loftslagsmálum.