
Góð heimsókn GeoSilica til SSNE
Nýsköpunarfyrirtækið GeoSilica hefur samið við Landsvirkjun um leigu á nýju húsi á fjölnýtingarlóð Landsvirkjunnar á Þeistareykjum, sem og afhendingu auðlindastrauma og samstarf fyrirtækjanna til næstu ára. GeoSilica mun nota kísil úr jarðhitavökva frá Þeistareykjastöð til framleiðslu á vörum sínum, en kísill úr jarðhitavökva nýtist í ýmsar verðmætar vörur, s.s. fæðubótaefni og jarðvegsbæti með litlu kolefnisspori. Starfsemi fyrirtækisins styður við bætta nýtingu auðlindastrauma og aukna sjálfbærni, þar sem um er að ræða innlenda framleiðslu á mikilvægu steinefni, sem unnið er á hreinan hátt.
25.06.2025