Úthlutun Lóunnar – styrkja til nýsköpunarverkefna á landsbyggðinni var úthlutað í gær. Hlutverk Lóunnar er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni á forsendum svæðanna sjálfra.
12. júní var haldin fundur Samráðsvettvangs Sóknaráætlunar Norðurlands eystra. Markmið Samráðsvettvangsins er að stuðla að því að ólíkar raddir frá ólíkum hópum og svæðum innan landshlutans hafi áhrif á Sóknaráætlun Norðurlands eystra.
Stjórn SSNE hefur samþykkt breytingar á verklagi í kringum Uppbyggingarsjóð, ein af þeim breytingum sem var samþykkt er að flýta ferli sjóðsins. Þannig má gera ráð fyrir því að sjóðurinn opni í september og að ferlinu sé lokið og úthlutað í desember.
Starfsfólk SSNE og Vistorku hafa unnið ötullega að undirbúningi fyrsta fasa líforkuvers undanfarna mánuði með stuðningi Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og voru niðurstöður þeirrar vinnu kynntar á Teams-fundi með sveitarstjórnarfólki þann 9. júní síðastliðinn. Á fundinum var sveitarfélögum svæðisins boðið að taka þátt í stofnun þróunarfélags um áframhald verkefnisins og var formlegt boð þess efnis sent á sveitarstjórnir á Norðurlandi eystra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra hefur skipað sjö starfshópa sem falið er að vinna tillögur að aðgerðaáætlun fyrir ferðamálastefnu til 2030. Gert er ráð fyrir að stefnan og aðgerðaáætlunin verði lögð fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar um á vorþingi 2024.
Þann 31. maí síðastliðinn héldu SSNE, SSNV og Markaðsstofa Norðurlands sameiginlegan vinnudag á Akureyri, og þann 6. júní hélt starfsfólk SSNE starfsdag á Húsavík.
Á dögunum úthlutaði Matvælasjóður styrkjum í fjórum flokkum, Bára, Kelda, Afurð og Fjársjóður og var í heildina úthlutað um 585 m.kr. og hlutu að þessu sinni 53 verkefni brautargengi. Af veittum styrkjum voru um 19% á Norðurlandi eystra, en um 15% umsókna voru þaðan.