Dagskráin var afar fjölbreytt, sem er í takt við þau fjölbreyttu hlutverk sem landshlutasamtök sinna. Næsti sameiginlegi fundur verður tengdur við byggðaráðstefnuna 4. nóvember, en opið er fyrir tilllögur að erindum inn á ráðstefnuna.
Nú geta garðyrkjubændur sótt sérstakan stuðning til fjárfestingar í orkusparandi tækni, svo sem LED-ljósum, tölvu- og stýribúnaði og gardínukerfum með áherslu á verkefni sem auka rekstrarhagkvæmni gróðurhúsa og styðja við tæknivæðingu og samkeppnishæfni greinarinnar.
Umsóknarfrestur fyrir Frumkvæðissjóð Brothættra byggða II vegna verkefnanna "Raufarhöfn og framtíðin" og "Öxarfjörður í sókn" rann út 5. maí sl. Alls bárust 18 umsóknir, þar af 10 vegna verkefnisins á Raufarhöfn og 8 vegna verkefnisins í Öxarfirði. Heildarupphæð umsókna hljóðaði upp á ríflega 40,5 milljónir króna, en til úthlutunar eru um 24,7 milljónir króna.
Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er: Félagslegur fjölbreytileiki samfélaga, jafnvægi, áskoranir eða vannýtt sóknarfæri? Ráðstefnan er vettvangur fólks úr fræða- og háskólasamfélaginu, stjórnsýslunni, sveitarstjórnum, atvinnulífi og annarra sem áhuga hafa á byggða- og samfélagsmálum.
Landsnet heldur kynningarfund, í Hofi á Akureyri þann 8. maí, þar sem gerð verður grein fyrir helstu breytingum í kerfisáætlun 2025-2034. Sérfræðingar Landsnets, sem komu að gerð hennar, munu sitja fyrir svörum varðandi þau atriði sem fram koma á kynningum fundanna.
Þrátt fyrir að aprílmánuður hafi verið óvenju gjafmildur á frídaga, þá var apríl viðburðaríkur í starfsemi SSNE. Mánuðurinn hófst af krafti með ársþingi samtakanna en það fór fram 2.-3. apríl á Hótel Natur í Svalbarðsstrandarhreppi.
Leitin að áhugaverðustu nýsköpunarhugmyndum Norðurlands fer fram dagana 19.-23. maí.
Samstarfsverkefni SSNE, SSNV, Drift EA, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Hólum og Hraðsins. Fjárfestingarsjóðurinn Upphaf veitir verðlaunafé í Norðansprotann!