Úthlutun Uppbyggingarsjóðs vegna 2026
Skrifað
19.12.2025
Flokkur:
Fréttir
Umhverfismál
Uppbyggingarsjóður
Atvinnuþróun og ráðgjöf
Menningarmál
Sóknaráætlun
Farsæld barna
Úthlutun Uppbyggingarsjóðs vegna 2026
Á rafrænni úthlutunarhátíð þann 11. desember voru veittir 66 styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra, en úthlutað var 74 m.kr. í þremur flokkum; stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar, menningarstyrkir og atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkir.
Við úthlutunarhátíðina hélt Lára Halldóra formaður SSNE erindi og kom meðal annars inn á mikla grósku svæðisins.
Það er bæði hvetjandi og gleðilegt að sjá þau fjölmörgu metnaðarfullu verkefni
sem hljóta styrk úr Uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðurlands eystra árið 2026.
Verkefnin endurspegla fjölbreytni, sköpunarkraft og hæfni landshlutans. Í hverju
þeirra birtist frumkvöðlahugsun, seigla og vilji til að efla samfélagið til framtíðar.
Yfirlit yfir styrkúthlutun ársins má finna hér.