Markmið er að jafna aðgengi grunnskólabarna að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Leitast er við að gera allar listgreinar sýnilegar innan verkefnisins eins og kostur er. Listverkefnin skulu í öllum tilfellum vera unnir af fagfólki og bestu mögulegu gæðum.
LOFTUM er fræðsluverkefni á sviði umhverfismála, ætlað að miðla fræðslu til starfsfólks og kjörinna fulltrúa sveitarfélaganna innan SSNE og er jafnframt áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands eystra. Fyrsti fræðsluhittingurinn fer fram nk. fimmtudag í gegnum Zoom á milli klukkan 11 og 12, en starfsfólk sveitarfélaga getur setið fræðsluna sér að kostnaðarlausu.
Myndlistarmiðstöð býður upp á fjarvinnustofur fyrir umsóknagerð, nokkrar tímasetningar 3.-5. febrúar. Opið er fyrir umsóknir til kl. 16:00 mánudaginn 24. febrúar.
Verkefnastjóri farsældar á Norðurlandi eystra, Þorleifur Kr. Níelsson, hélt nýverið erindi um stöðu farsældarráðs á Norðurlandi eystra á málþingi um innleiðingu farsældarlaga.
Janúar er bæði fyrsti og lengsti mánuður ársins – eða þannig líður okkur allavega oft. Dagarnir virðast dragast á langinn, jólaaugnablikin fjarlægjast og veturinn heldur fast í klakann. En á sama tíma er þetta mánuðurinn þar sem við stillum áttavitann, horfum fram á veginn og leggjum grunninn að nýju og spennandi ári.