Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Ljósmynd af vef Stjórnarráðsins

Viltu taka þátt í að einfalda regluverk og bæta þjónustu hins opinbera?

Innviðaráðuneytið og stofnanir þess óska eftir tillögum um hvernig megi einfalda regluverk og bæta þjónustu á vegum ráðuneytisins og stofnana þess. Allir eiga kost á því að taka þátt í netkönnuninni til og með 6. maí nk. í samráðsgátt stjórnvalda.
Hópur þátttakenda uppskeruhátíðar Matsjárinnar á Hótel Laugarbakka.

Myndaveisla frá matarmarkaði og uppskeruhátíð Matsjárinnar

Á dögunum var haldin glæsileg uppskeruhátíð og matarmarkaður Matsjárinnar á Hótel Laugarbakka á Norðurlandi vestra. Um var að ræða lokaviðburð 14 vikna “masterclass” námskeiðs sem fór af stað í byrjun janúar 2022. Á þessu 14 vikna tímabili voru haldnir sjö fræðslufundir og sjö svokallaðir heimafundir sem fram fóru á netinu.

Innviðir á Norðurlandi - Upptaka frá fundi

Innviðir á Norðurlandi voru til umfjöllunar á sameiginlegum fundi Samtaka iðnaðarins, Samtak sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Landsneti sem haldinn var í Hofi á Akureyri 7. apríl.

Magnaður marsmánuður að baki - Fréttabréf SSNE

Mars var afar viðburðaríkur mánuður hjá SSNE og mikið um að vera víða um landshlutann. Ýmiskonar viðburðir, fundir og heimsóknir voru á dagskrá hjá starfsmönnum í liðnum mánuði í bland við atvinnuráðgjöf og önnur hefðbundin störf.
Anna Richardsdóttir, gjörningalistakona, dansari og kvikmyndagerðakona.

Fjölmennt og skapandi málþing um listnám á háskólastigi á Akureyri - Myndaveisla

Afar fjölsótt málþing um listnám á háskólastigi á Akureyri var haldið í Listasafni Akureyrar í síðustu viku.

Matarmarkaður og uppskeruhátíð Matsjárinnar

Matsjáin stendur fyrir matarmarkaði á Hótel Laugarbakka fimmtudaginn 7. apríl nk. þar sem gestum verður boðið að kynnast matarfrumkvöðlum og vörum þeirra. Á matarmarkaðinum gefst matarfrumkvöðlum verkefnisins tækifæri á að kynna sig og vörur sínar. Markaðurinn er hluti af lokaviðburði verkefnisins.

Innviðir á Norðurlandi - Áskoranir í íbúðauppbyggingu og orkuöflun

Samtök iðnaðarins, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Landsnet boða til opins funda í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 7. apríl kl. 16-18. Á fundinum verður kastljósinu beint að helstu áskorunum í íbúðauppbyggingu og orkuöflun á Norðurlandi
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og lofslagsráðherra , Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV og Eyþór Björnsson, framkvæmdastjóri SSNE

Fyrsta fjárfestahátíð Norðanáttar sló í gegn - Myndaveisla

Á dögunum var haldin glæsileg fjárfestahátíð á Siglufirði. Nýsköpunarhreyfingin Norðanátt stóð fyrir hátíðinni og var hún lokaskref í nýsköpunarhringrás sem hófst á hraðli, að honum loknum tók við vaxtarrými – 8 vikna þjálfunarbúðir þar sem átta fyrirtæki fengu stuðning við að þróa sínar hugmyndir og móta enn frekar. Lokaskrefið var svo fjárfestahátíðin. Norðanátt var styrkt af Lóu, nýsköpunarsjóði fyrir landsbyggðina.

Allir í bíó! Mynd frá Norðurlandi eystra valin á Stockfish film festival

Gjörningalistakonan, dansarinn og kvikmyndagerðakonan Anna Richardsdóttir og Áki Sebastian Frostason hljóð- og myndlistamaður standa að myndinni. Einstakt fagfólk með samtvinnað lífs- og vinnusamband sem skilar sér í sterkum áhrifum myndarinnar á áhorfendur og -heyrendur. Þau eru mæðgin. Stuttmyndin VAR er ein af þeim einungis 20 myndum sem valdar voru sem verk til að keppa í Sprettfisk á Stockfish film festival! ,,The short film VAR is showing a woman who longs to get away from her destiny, her lifelong isolation on the most beautiful spot on earth: her farm, her rubarb garden.” Sýningar fara fram 27. mars kl. 19:00, 31. mars kl. 17:00 og 3. apríl kl. 21:00 í bíó Paradís. Gerð myndarinnar hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra.

Almenningssamgöngur á landsbyggðinni - morgunverðarfundur

Vegagerðin stendur fyrir morgunverðarfundi um almenningssamgöngur á landsbyggðinni fimmtudaginn 31. mars kl. 9:00. Gestir geta mætt á fundinn í húsnæði Vegagerðarinnar í Suðurhrauni 3 í Garðabæ eða fylgst með í beinu streymi.
Getum við bætt síðuna?