Starfsfólk SSNE óskar þeim öflugu menningarfrumkvöðlum sem standa að baki ,,Afhverju Ekki" og ,,Tankarnir á Raufarhöfn" til hamingju með verðlaunin og hvatninguna frá Byggðastofnun, Listahátíð í Reykjavík og Icelandair.
Á Fræðsluhádegi landshlutasamtakanna þann 6. maí var fræðsluerindið Viðskiptaáætlun á mannamáli, í fyrirlestraröðinni Forvitnir frumkvöðlar. Þar var farið yfir hvernig hægt er að nálgast gerð viðskiptaáætlunar á einfaldan og aðgengilegan hátt – og hvernig slík áætlun getur orðið öflugt tæki til að segja sögu verkefnisins.
Morgunfundur Grænna skrefa SSNE fer fram í sal Múlabergs á Hótel KEA á morgun, föstudaginn 23. maí, milli 10-12. Meðal góðra gesta er ráðherra umhverfis- orku og loftslagsmála, Jóhann Páll Jóhannsson, sem mun ávarpa gesti í upphafi fundar.
Norðansprotinn er nýsköpunarkeppni þar sem leitað er að áhugaverðustu nýsköpunarhugmyndum Norðurlands. Leitin hefur verið í fullum gangi og bárust 22 umsóknir að þessu sinni.
Á ráðstefnunni Sjónaukinn 2025, sem haldin var við Háskólann á Akureyri dagana 19.–20. maí, var meginþemað farsæld í íslensku samfélagi. Meðal dagskrárinnar var sameiginleg kynning verkefnastjóra farsældar, þar sem fjallað var um hlutverk og tilurð svæðisbundinna farsældarráða.
Stjórn SSNE skorar á stjórnvöld að tryggja fullnægjandi fjármögnun Flugþróunarsjóðs og að þróa reglur hans þannig að hann sé betur samkeppnishæfur til að sinna hlut-verki sínu varðandi uppbyggingu flugs til lengri tíma.
Nýsköpunarvika 2025, Iceland innovation week, var haldin í Reykjavík dagana 12. til 16. maí og var viðburðurinn stútfullur af spennandi nýsköpunartengdum viðburðum og fyrirlestrum.
Súpufundur atvinnulífsins á Múlabergi, Hótel KEA, þar sem stjórnendur um fimmtíu fyrirtækja og stofnana komu saman til að ræða framtíð atvinnulífsins á svæðinu.