Forvitnir frumkvöðlar eru sameiginleg mánaðarleg fræðsluerindi landshlutasamtakanna SSNE, Austurbrúar, SASS, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofu. Fræðsluhádegin eru öllum opin, en þau gagnast sérlega vel frumkvöðlum og áhugafólki um nýsköpunarsenuna.
Það er hálf ótrúlegt að enn eitt árið sé að renna sitt skeið og viðeigandi að líta yfir farinn veg. Desembermánuður var viðburðaríkur hjá SSNE og einkenndist, eins og raunar árið allt, af Sóknaráætlun Norðurlands eystra.
Starfsfólk SSNE sendir sínar allra bestu jólakveðjur og þakkar ánægjulegt samstarf á árinu.
Hlökkum til að takast á við gömul og ný verkefni á nýju ári.
Í upphafi árs fékk Markaðsstofa Norðurlands styrk úr Sóknarnáætlun Norðurlands eystra fyrir verkefni sem hafði það meginmarkmið að móta sameiginlega sýn Norðurhjarasvæðisins fyrir uppbyggingu í ferðaþjónustu. Farið var í greiningarvinnu og sett fram aðgerðaáætlun í samstarfi með Norðurþingi, Langanesbyggð, SSNE og ferðamálasamtökum Norðurhjara.