Fara í efni

Fréttir

Uppbyggingarsjóður EES: Nýr gagnagrunnur fyrir leit að samstarfsaðilum

Utanríkisráðuneytið hefur komið á fót gagnagrunni fyrir áhugasama samstarfsaðila og möguleg samstarfsverkefni sem leita styrkja í Uppbyggingarsjóð EES.

Háskólinn á Akureyri stóreykur framboð námskeiða á meistarastigi

Háskólinn á Akureyri hefur stóraukið framboð á námskeiðum á meistarastigi við Auðlinda- og Viðskiptadeild og býður upp á 13 ný námskeið fyrir skólaárið 2021-2022.

Heimsókn sendiherra Bretlands

Við höfum ekki getað tekið á móti mörgum gestum síðasta árið en sem betur fer gefast nú slík tækifæri. Í vikunni kom Michael Nevin, sendiherra Bretlands í heimsókn
Mynd: n4.is

Viðtal framkvæmdastjóra SSNE í þættinum Landsbyggðir

Á dögunum var Eyþór Björnsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) gestur í þættinum Landsbyggðir,sem sýndur er á N4. Þar ræddi hann við Karl Eskil Pálson um stöðu sveitarfélaganna og ræðir samtakamátt svæðisins á tímum Covid.

Ullarþon 2021 - Nýsköpunarkeppni

Textílmiðstöð Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands halda Ullarþon daganna 25. - 29. mars næstkomandi. Vegleg verðlaun.
Eyþór Björnsson, framkvæmdastjóri SSNE

Febrúar ágrip frá framkvæmdastjóra SSNE

Febrúarmánuður var viðburðaríkur í starfsemi okkar. Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs og ákvörðun um áhersluverkefni SSNE eru stórir viðburðir sem eru táknrænir fyrir þá miklu grósku, kraft og hugmyndaauðgi sem hér blómstrar.

Úthlutun úr Framkvæmdarsjóðir ferðamannastaða og Landsáætlun: Norðurland eystra

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gerðu í gær grein fyrir úthlutun fjármuna til uppbyggingu innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2021. Samtals er nú úthlutað 764 milljónum króna úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða og 807 milljónum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem gerir kleift að halda áfram því mikilvæga verkefni að byggja upp innviði á ferðamannastöðum.

Þróunarfræ – nýr styrktarflokkur 

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í nýjum styrktarflokk til að hvetja fyrirtæki til þátttöku í þróunarsamvinnu með það að meginmarkmiði að leita nýrra lausna eða tækni til að leysa áskoranir og bæta lífskjör fólks í þróunarlöndum.

„Think Rural, Think Digital, Think Ahead!“ Sjö landa hakkaþon NORA 2021 verður haldið 19.-21. mars

Nú á tímum lokana, ferðatakmarkana og heimavinnu er kannski erfitt að hugsa fram á við og stefna að alþjóðlegu samstarfi. Því vill NORA breyta með því að halda rafrænt hakkaþon fyrir ungt fólk á norður-Atlantshafssvæðinu. Hakkaþonið ‘Think Rural, Think Digital, Think Ahead!’ verður haldið dagana 19. til 21. mars og markmiðið er að fá ungt fólk frá Færeyjum, Íslandi, Grænlandi, Noregi, Skotlandi, Maine-fylki í Bandaríkjunum og Ontario í Kanada til að þróa saman lausnir á sameiginlegum áskorunum. Þátttakendur skulu vera á aldrinum 18-35 ára. Þátttaka er ókeypis. Skráningarfrestur er til og með 15. mars.
Getum við bætt síðuna?