Skrifstofur SSNE verða lokaðar frá 14. júlí n.k. til 5. ágúst. Flest starfsfólk SSNE er í sumarleyfi á þessum tíma en reikna má með að flest séu komin aftur til starfa í byrjun ágúst.
Dagskráin er afar fjölbreytt, t.d. bíósýningar, tónleikar, hinsegin bókmenntir, fánasmiðja, Barsvar, fyrirlestrar, grill, myndlistaropnanir, Vandræðaskáld, messa og alls kyns fleiri uppákomur. Dagskrána er að finna á heimasíðunni www.hinseginhatid.is.
Árið 2025 valdi Byggðastofnun verkefnin „Raufarhöfn og framtíðin" og „Öxarfjörður í sókn" til að taka þátt í nýju tilraunaverkefni til þriggja ára. Í dag fór fram fyrsta úthlutun úr Frumkvæðissjóði verkefnanna.
Það er ekki alltaf einfalt mál, jafnvel í litlu landi, að jafna tækifæri íbúa um allt land til uppbyggingar, hvort sem það varðar atvinnu, samgöngur, aðgengi að þjónustu eða tækifæri ungs fólks. Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda hverju sinni er að leysa þetta viðfangsefni með markvissum hætti og þar koma Sóknaráætlanir landshlutanna til sögunnar.
Stjórn hvetur Alþingi og ríkisstjórn Íslands til að bregðast skjótt við þeim aðstæðum sem nú eru uppi varðandi starfsemi PCC BakkiSilicon á Bakka við Húsavík.
Sveitarstjórar sveitarfélaga innan SSNE og framkvæmdastjóri samtakanna áttu í morgun fund með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra Íslands, þar sem þau lýstu áhyggjum af stöðu flutningskerfis raforku á svæðinu. Fundurinn var haldinn að frumvæði sveitarfélaganna sem vilja tryggja að raforkuinnviðir hamli ekki áframhaldandi atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi eystra.
Menningarferðaþjónusta er nú í fyrsta sinn formlega skilgreind sem hluti af ferðamálastefnu stjórnvalda enda er menning talin afar mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu og ferðamenn sem hingað koma njóta íslenskrar menningar með ýmsum hætti um allt land.
Kallað er eftir svörum í könnun en tilgangur hennar er að efla íslenskt handverk sem atvinnugrein, stuðla að tryggri framtíð þess fyrir ókomnar kynslóðir og auka skilning á handverki sem menningarverðmæti í samtímanum.
Í gær var 74. fundur stjórnar SSNE haldinn í Eyjafjarðarsveit. Stjórnin fundar almennt með aðstoð Teams, en tvisvar á ári hittist stjórnin á staðfundum og er þá reynt að heimsækja ólík sveitarfélög innan landshlutans.