
Bókun stjórnar SSNE um Reykjavíkurflugvöll
Stjórn SSNE krefst tafarlausra aðgerða til að tryggja aðgengi sjúkraflugvéla að Reykjavíkurflugvelli, þar sem þetta er lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. Það er skýr krafa að Reykjavíkurborg, Innviðaráðuneyti, ISAVIA og Samgöngustofa axli ábyrgð og tryggi opnun og rekstraröryggi flugbrauta 13 og 31 án tafar.
14.02.2025