Öll velkomin að prófa hugmyndasmiðju! Þið takið frá tímann fyrir hugarflug, við pökkum fyrir ykkur innblæstri, reynslu, þekkingu og kruðeríi í bakpokann.
Á næsta fyrirlestri Forvitinna frumkvöðla þann 1. apríl munum við kafa ofan í hvernig frumkvöðlar geta þjálfað og nýtt skapandi og lausnamiðaða hugsun til að finna nýjar leiðir og skapa verðmæti.
Anna Lind verkefnastjóri SSNE og Guðrún Anna teymisstjóri hjá Vestfjarðarstofu lögðu af stað til Tromsö í Noregi mánudaginn 10. mars. Markmið ferðarinnar var að fara á námskeiðið Target circular þar gengur út á að styðja betur við frumkvöðla og fyrirtæki með markvissari ráðgöf.
Á námskeiðinu verður farið yfir:
Kolefnislosun og orkunotkun ólíkra ferðamáta. Fjölbreyttar aðgerðir til að auka notkun vistvænna ferðamáta, raunveruleg dæmi og áhrif þeirra. Gerð samgöngusamninga og áhrif þeirra. Ákvörðunartré fyrir flug ásamt kolefnisjöfnun fyrir samgöngur. Áhrif ferðavenja á loftgæði og hvaða áhrif slæm loftgæði hafa á mismunandi hópa fólks. Umhirðu gatna og sannreyndar aðferðir til þess að minnka svifryk
Starfsemi Tónlistarmiðstöðvar verður kynnt og sú þjónusta og stuðningur sem tónlistarfólk og fólk sem starfar í íslenskum tónlistargeira getur sótt til hennar. Að auki verður kynning á endurgreiðslum vegna hljóðritunar á tónlist á Íslandi og nýjum og efldum Tónlistarsjóði
Markaðsstofa Norðurlands býður uppá fundi víðsvegar um Norðurland frá 18. mars - 29. apríl 2025.
Yfirskrift fundanna er Samstaða um markaðsmál og hvetjum við öll sem áhuga hafa á ferðaþjónustu og markaðsmálum að koma og eiga við okkur spjall.
Jákvæðar minningar barna eru líklegar til að skapa framtíðar íbúa og margsinnis verið sýnt fram á að ánægð ungmenni séu líklegri til að verða snúbúar (e. return migrants). Afurð vinnustofunnar verður Verkfærakista unga fólksins um jákvæðan byggðabrag.
Auglýst er eftir tilnefningum um framúrskarandi menningarverkefni í landsbyggðunum. Eyrarrósarhafinn hlýtur 2,5 milljón króna peningaverðlaun, framleitt verður sérstakt myndband um verkefnið og því gefið kostur á að standa að viðburði á aðaldagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2026.