Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Fulltrúar SSNE fóru á vorfund Byggðastofnunar og landshlutasamtaka

Vorfundur Byggðastofnunar og landshlutasamtaka

Dagskráin var afar fjölbreytt, sem er í takt við þau fjölbreyttu hlutverk sem landshlutasamtök sinna. Næsti sameiginlegi fundur verður tengdur við byggðaráðstefnuna 4. nóvember, en opið er fyrir tilllögur að erindum inn á ráðstefnuna.

Opnað fyrir styrki til garðyrkjubænda

Nú geta garðyrkjubændur sótt sérstakan stuðning til fjárfestingar í orkusparandi tækni, svo sem LED-ljósum, tölvu- og stýribúnaði og gardínukerfum með áherslu á verkefni sem auka rekstrarhagkvæmni gróðurhúsa og styðja við tæknivæðingu og samkeppnishæfni greinarinnar. 

Mikil þátttaka í Frumkvæðissjóði Brothættra byggða II

Umsóknarfrestur fyrir Frumkvæðissjóð Brothættra byggða II vegna verkefnanna "Raufarhöfn og framtíðin" og "Öxarfjörður í sókn" rann út 5. maí sl. Alls bárust 18 umsóknir, þar af 10 vegna verkefnisins á Raufarhöfn og 8 vegna verkefnisins í Öxarfirði. Heildarupphæð umsókna hljóðaði upp á ríflega 40,5 milljónir króna, en til úthlutunar eru um 24,7 milljónir króna.
Að ráðstefnunni standa auk Byggðastofnunar, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, Samband íslenskra sveitarfélaga og Þingeyjarsveit.

Kallað eftir erindum á Byggðaráðstefnuna sem fer fram í nóvember

Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er: Félagslegur fjölbreytileiki samfélaga, jafnvægi, áskoranir eða vannýtt sóknarfæri? Ráðstefnan er vettvangur fólks úr fræða- og háskólasamfélaginu, stjórnsýslunni, sveitarstjórnum, atvinnulífi og annarra sem áhuga hafa á byggða- og samfélagsmálum.

Kerfisáætlun Landsnets 2025-2034 - kynningarfundur

Landsnet heldur kynningarfund, í Hofi á Akureyri þann 8. maí, þar sem gerð verður grein fyrir helstu breytingum í kerfisáætlun 2025-2034. Sérfræðingar Landsnets, sem komu að gerð hennar, munu sitja fyrir svörum varðandi þau atriði sem fram koma á kynningum fundanna.

Pistill framkvæmdastjóra - Apríl

Þrátt fyrir að aprílmánuður hafi verið óvenju gjafmildur á frídaga, þá var apríl viðburðaríkur í starfsemi SSNE. Mánuðurinn hófst af krafti með ársþingi samtakanna en það fór fram 2.-3. apríl á Hótel Natur í Svalbarðsstrandarhreppi.

Norðansprotinn - opið fyrir umsóknir

Leitin að áhugaverðustu nýsköpunarhugmyndum Norðurlands fer fram dagana 19.-23. maí. Samstarfsverkefni SSNE, SSNV, Drift EA, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Hólum og Hraðsins. Fjárfestingarsjóðurinn Upphaf veitir verðlaunafé í Norðansprotann!

Loftslags- og orkusjóður opinn fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir almenna styrki úr Loftslags- og orkusjóði og verður sjóðurinn opinn til 1. júní nk. Styrkjum Loftslags- og orkusjóði er ætlað að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands eða verkefna sem fela í sér nýsköpun og innleiðingu á nýrri tækni á sviði umhverfis- orku og loftslagsmála.

Ráðstefna á Akureyri um sjálfbærar lausnir í dreifðum byggðum

Ráðstefnan Akureyri Energy Seminar: Sustainable Solutions for Remote Areas fer fram í Hofi þann 6. maí nk. milli kl. 13:00 og 16:30, og eru öll áhugasöm velkomin að taka þátt, á staðnum eða í streymi. Ráðstefnan er haldin af RECET-verkefninu, sem Eimur leiðir og SSNE er þátttakandi í, og Net Zero Islands Network sem gegnir lykiulhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar víða að koma saman til að ræða um og stuðla að orkuskiptum í dreifðum byggðum.

UPPTAKTURINN – tónleikar og þér er boðið!

Fréttatilkynning 23.04. 2025 UPPTAKTURINN – tónleikar og þér er boðið! Flutt verða átta glæný lög eftir ungmenni á aldrinum 10-16 ára núna á sunnudaginn þann 27. apríl kl. 17 í Hofi. Greta Salóme og Kristján Edelstein útsettu lög ungmennanna fyrir hljómsveit og það eru atvinnuhljóðfæraleikarar sem flytja verk þeirra á stóra sviðinu í Hamraborg. Ungmennin sjö hafa unnið með listafólkinu að útsetningu laga sinna og nú er uppskeruhátíð! Þar sem þau sitja út í sal og njóta afrakstursins ásamt gestum. Verkin átta voru valin af dómnefnd úr fjölda umsókna, sem bárust í Upptaktinn í ár. Ungtónskáld Upptaktsins 2025 eru: Alex Parraguez Solar – Sumargleði vetursins 14 ára úr Naustaskóla Hákon Geir Snorrason – Lifðu lífinu lifandi 11 ára úr Lundarskóla Heimir Bjarni Steinþórsson – Racket & To Thrive 14 ára úr Lundarskóla Hjördís Emma Arnarsdóttir – Ljósadans 12 ára úr Þelamerkurskóla Hjörtur Logi Aronsson – Það sem er best 12 ára úr Brekkuskóla Ísólfur Raymond Matharel – Allegretto 11 ára úr Brekkuskóla Lára Rún Keel Kristjánsdóttir - Neðansjávarsól 15 ára úr Þelamerkurskóla Hljómsveitina skipa: Emil Þorri Emilsson – slagverk og trommur Greta Salóme – fiðla og söngur Kristján Edelstein – gítar Stefán Ingólfsson – bassi Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir - selló Þórður Sigurðarson – hljómborð og harmonika Ágúst Brynjarsson – söngur lagsins Lifðu lífinu lifandi. Útsetning verkanna fyrir hljómsveit: Kristján Edelstein og Greta Salóme. Tónlistarstjóri: Greta Salóme. Enginn aðganseyrir og allir eru hjartanlega velkomnir á tónleikana! Upptakturinn í Hofi er samstarfsverkefni Menningarhússins Hofs og Upptaktsins í Hörpu, styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Upptakturinn er þátttakandi í Barnamenningarhátiðinni á Akureyri.
Getum við bætt síðuna?