Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

123 umsókn barst í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra

Umsóknarfrestur fyrir Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra rann út 18. október, en alls bárust 123 umsóknir, þar af voru 70 menningarverkefni, 43 atvinnu- og nýsköpunarverkefni og 10 stofn og rekstrarstyrkir menningarstofnana.

Dr. Ottó ráðinn framkvæmdastjóri hjá EIMI

Ottó hefur störf sem framkvæmdastjóri þann 15. október næstkomandi.

Upptaka af kynningarfundi um Straumhvörf

Góð mæting var á kynningarfund um Straumhvörf sem haldinn var í dag.

Samgöngustefna Norðurland eystra aðal umræðuefni haustþings SSNE

Í dag var haldið haustþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, en þingið var rafrænt. Ásamt hefðbundnum þingstörfum var kynnt tillaga að Samgönguáætlun Norðurlands eystra 2023-2033.
Smári Jónas veitir Hermínu og Sigurdísi viðurkenningu. Mynd fengin af vef Norðurþings.

Stjórnsýsluhúsið á Húsavík innleiðir fyrsta Græna skref SSNE

Stjórnsýsluhús Norðurþings á Húsavík hlaut viðurkenningu fyrir innleiðingu fyrsta Græna skrefs SSNE miðvikudaginn 27. september. Við tilefnið héldu verkefnastjórarnir Smári Jónas og Kristín Helga fræðslu fyrir starfsfólk um verkefnið og Grænu skrefin, auk þess sem öllu starfsfólki var boðið upp á tertu í tilefni árangursins. 
Ljósmynd: Sindri Swan.

Leikhúsupplifun í Hörgársveit fyrir yngstu kynslóðina

Leikhópurinn Umskiptingar frumsýndu sýningu sína Töfrabækurnar - Sagan af Gýpu, sl. sunnudag. Sagan af Gýpu er bæði skrýtin og skemmtileg þjóðsaga sem er túlkuð á líflegan hátt af leikurum með húmor og söng. Uppsetningin hlaut styrk úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra, leikarar eru Margrét Sverrisdóttir og Jónína Björt Gunnarsdóttir. Leikstjórn er í höndum Jennýjar Láru Arnórsdóttur og frumsamin tónlist var unnin af Vandræðaskáldunum Sesselíu Ólafsdóttur og Vilhjálmi Bergmanni Bragasyni.
Kristín Helga Schiöth verkefnastjóri hjá SSNE afhendir Rut Jónsdóttur forstöðumanni hjá umhverfis- og sorpdeild Akureyrarbæjar viðurkenninguna. Mynd fengin af vef Akureyrarbæjar.

Ráðhúsið á Akureyri tekur grænt skref

Það er góður gangur í innleiðingu Grænna skrefa SSNE þessi misserin, en Ráðhúsið á Akureyri tók við viðurkenningu fyrir að hafa stigið fyrsta græna skrefið af fimm í síðustu viku. Meðal þess sem starfsfólk Ráðhússins hefur innleitt í sína starfsemi er að fasa út þær hreinlætis- og ræstivörur sem ekki eru umhverfisvottaðar, ákveðið verklag til að draga úr orkunotkun innan vinnustaðarins, komið upp áminningarlímmiðum um orkusparnað og tryggja að skýrt sé hvernig flokkun úrgangs skal háttað á vinnustaðnum.

Sjö teymi taka þátt í Startup Storm

Sjö nýsköpunarteymi af Norðurlandi hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðalinn Startup Storm sem hefst 4. október.

Pistill framkvæmdastjóra - September

Septembermánuði allt í einu lokið og vægt sagt að haustið sé að læðast upp að okkur. Mánuðurinn hefur verið viðburðaríkur hjá SSNE og margt sem er þess vert að nefna í þessum stutta pistli septembermánaðar.

Straumhvörf - Vöruþróun í ferðaþjónustu

Straumhvörf er vöruþróunarverkefni í ferðaþjónustu á Norður og Austurlandi.
Getum við bætt síðuna?