Myndlistarmiðstöð býður upp á fjarvinnustofur fyrir umsóknagerð, nokkrar tímasetningar 3.-5. febrúar. Opið er fyrir umsóknir til kl. 16:00 mánudaginn 24. febrúar.
Verkefnastjóri farsældar á Norðurlandi eystra, Þorleifur Kr. Níelsson, hélt nýverið erindi um stöðu farsældarráðs á Norðurlandi eystra á málþingi um innleiðingu farsældarlaga.
Janúar er bæði fyrsti og lengsti mánuður ársins – eða þannig líður okkur allavega oft. Dagarnir virðast dragast á langinn, jólaaugnablikin fjarlægjast og veturinn heldur fast í klakann. En á sama tíma er þetta mánuðurinn þar sem við stillum áttavitann, horfum fram á veginn og leggjum grunninn að nýju og spennandi ári.
Eitt af markmiðum Sóknaráætlunar er að efla menningartengda ferðaþjónustu, sérstaklega utan háannatíma. Uppbyggingarsjóður er eitt af mikilvægum verkfærum SSNE til að örva atvinnugreinina og hvetja menningarfrumkvöðla.
Fyrirtækjaþing Akureyrar fer fram í Menningarhúsinu Hofi fimmtudaginn 13. febrúar kl. 14-16. Leitað er að fjölbreyttum hópi fólks úr atvinnulífinu til að taka þátt í þinginu. Óskað er eftir þátttöku stjórnenda fyrirtækja af mismunandi stærðum og gerðum, úr öllum kimum atvinnulífsins.