Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Rætt heimsmálin yfir kaffibolla.

Kraftur í konum í Grímsey

Kvenfélagið Baugur í Grímsey var meðal umsækjenda sem hlaut nýverið stuðning úr Frumkvæðissjóði Brothættra byggða til verkefnisins starfs- og vinnuaðstaða við Heimskautsbaug.

Opið fyrir umsóknir í Matvælasjóð

Matvælasjóður auglýsir eftir umsóknum. Þetta er í þriðja sinn sem sjóðurinn auglýsir úthlutun og er heildarúthlutunarfé sjóðsins 593 milljónir króna. Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl.

Fjárfestar og ráðherrar mæta á Siglufjörð

Tíu sprotafyrirtæki kynna sig fyrir fjárfestum á fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram á fimmtudaginn á Siglufirði. Auk fjölda fagfjárfesta og fjárfestingasjóða hafa ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir boðað komu sína.

Uppskeruhátíð Matsjárinnar

Það er komið að uppskeruhátíð Matsjárinnar en þar hafa matarfrumkvöðlar unnið að hugmynd sinni með ráðgjöf og stuðningi frá atvinnuþróunarfélögum í umsjón Rata. Við hvetjum ykkur til þess að kynna ykkur fjölbreytta nýsköpun í matvælaframleiðslu á Íslandi.

Sameining Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps samþykkt

Tillaga að sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps var samþykkt í kosningum um helgina.
Forsetahjón með íbúum Bakkafjarðar.

Forsetahjónin fá kynningu á verkefninu Betri Bakkafjörður

Forseti og forsetafrú fóru í opinbera heimsókn í Langanesbyggð sem lauk með íbúafundi á Bakkafirði þar sem þau fengu kynningu á verkefninu Betri Bakkafjörður. Þá komu þau við í Skeggjastaðakirkju, sem er elsta timburkirkja á Austurlandi byggð 1845, og hjá Djúpalæk, þar sem Bakkfirðingar hafa reist minnisvarða til heiðurs Kristjáni Einarssyni skáldi frá Djúpalæk.

Undirbúningur fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022

Til sveitarfélaga og kjörstjórna vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022
Stephen Gladieu / World Bank

Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu

Hefur þitt fyrirtæki áhuga á að vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og ráðast í samstarfsverkefni í þróunarlöndum? Með því að styðja við eflingu atvinnu- og viðskiptalífs í þessum löndum gefst um leið tækifæri til að efla samkeppnishæfni á framtíðarmörkuðum.

Tónlistarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

Veittir eru styrkir til almennrar tónlistarstarfsemi og til kynningar og markaðsetningar á tónlist og tónlistarfólki. Styrkir úr Tónlistarsjóði skulu veittir til ákveðinna verkefna og að jafnaði ekki lengur en til eins árs í senn. Að jafnaði er hvorki gert ráð fyrir styrkveitingum til rekstrar og umsýslu samtaka, fyrirtækja og stofnana, sem hljóta regluleg rekstrarframlög, né til verkefna eða viðburða sem þegar hafa átt sér stað.
Á mynd eru f.v. Kolfinna María Níelsdóttir hjá SSNE, Aðalheiður Steingrímsdóttir framkvæmdastjóri AkureyrarAkademíunnar og Elva Gunnlaugsdóttir hjá SSNE.

Fyrirmyndaraðstaða fyrir fólk og frumkvöðla hjá AkureyrarAkademíunni

Í síðustu viku heimsótti starfsfólk SSNE á Akureyri AkureyrarAkademíuna í Sunnuhlíð 12 og fengum við þar góða kynningu á starfsemi hennar.
Getum við bætt síðuna?