Samráðsfundur um framtíð tæknináms á Norðausturlandi
Samráðsfundur um framtíð tæknináms á Norðausturlandi
Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík, í samstarfi við Akureyrarbæ og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), bjóða til opins samráðsfundar um þróun og næstu skref í tækninámi á svæðinu.
Fundurinn fer fram þriðjudaginn 16. september kl. 11:30 í DriftEA við Ráðhústorg á Akureyri.
Á dagskrá eru léttar veitingar og lifandi samtal um hvernig efla megi tækninám á Norðausturlandi og styðja við framtíðaruppbyggingu í greininni.
Öll eru hjartanlega velkomin, en skráning er nauðsynleg.