Maí hefur verið einstaklega líflegur hjá SSNE, þar sem fjölbreytt verkefni og viðburðir áttu sér stað – í nánu samstarfi við fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklinga.
Um 15 ár eru liðin frá því að svæðisbundnar útsendingar RÚV voru lagðar niður. Fulltrúar sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og SSNE áttu góðan fund með útvarpsstjóra um tilgang, möguleika og uppbyggingu landsbyggðastefnu RÚV.
Systraverkefnin Eimur á Norðurlandi og Orkídea á Suðurlandi standa fyrir ráðstefnu um lífgas- og áburðarframleiðslu þar sem horft verður til tækifæra íslensks landbúnaðar. Ráðstefnan verður haldin þann 5. júní nk. á Hótel Selfossi, en hægt verður að fylgjast með erindum úr streymi.
Íbúum Langanesbyggðar er boðið á opinn rafrænan kynningarfund til að ræða drög að stefnu í atvinnumálum. Fundurinn fer fram á morgun, miðvikudaginn 28. maí kl. 16-17. Á fundinum er ætlunin að heyra hvaða sýn íbúar hafa á framtíðina og hvaða leiðir ætti að fara til þess að ná henni.
Starfsfólk SSNE óskar þeim öflugu menningarfrumkvöðlum sem standa að baki ,,Afhverju Ekki" og ,,Tankarnir á Raufarhöfn" til hamingju með verðlaunin og hvatninguna frá Byggðastofnun, Listahátíð í Reykjavík og Icelandair.
Á Fræðsluhádegi landshlutasamtakanna þann 6. maí var fræðsluerindið Viðskiptaáætlun á mannamáli, í fyrirlestraröðinni Forvitnir frumkvöðlar. Þar var farið yfir hvernig hægt er að nálgast gerð viðskiptaáætlunar á einfaldan og aðgengilegan hátt – og hvernig slík áætlun getur orðið öflugt tæki til að segja sögu verkefnisins.
Morgunfundur Grænna skrefa SSNE fer fram í sal Múlabergs á Hótel KEA á morgun, föstudaginn 23. maí, milli 10-12. Meðal góðra gesta er ráðherra umhverfis- orku og loftslagsmála, Jóhann Páll Jóhannsson, sem mun ávarpa gesti í upphafi fundar.
Norðansprotinn er nýsköpunarkeppni þar sem leitað er að áhugaverðustu nýsköpunarhugmyndum Norðurlands. Leitin hefur verið í fullum gangi og bárust 22 umsóknir að þessu sinni.
Á ráðstefnunni Sjónaukinn 2025, sem haldin var við Háskólann á Akureyri dagana 19.–20. maí, var meginþemað farsæld í íslensku samfélagi. Meðal dagskrárinnar var sameiginleg kynning verkefnastjóra farsældar, þar sem fjallað var um hlutverk og tilurð svæðisbundinna farsældarráða.