Fara í efni

Fréttir

Rannsóknastöðin Rif auglýsir eftir forstöðumanni

Rannsóknastöðin Rif stendur á tímamótum og auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns. Um fullt starf er að ræða og starfsstöðin er á Raufarhöfn

Byggjum grænni framtíð - vinnustofur

Á næstu tveimur vikum verða haldnar fimm opnar vinnustofur á Teams á vegum verkefnisins Byggjum grænni framtíð. Til umræðu verða aðgerðir sem eiga að efla vistvæna mannvirkjagerð til ársins 2030.

Plastið og framtíðin- upplýsingafundur varðandi þróunarverkefni tengd plasti- upptaka af fundi

Föstudaginn 26. febrúar héldu SSNE og Vistorka fræðslu- og upplýsingafund varðandi verkefni sem snúa að framtíð plastsins og úrvinnslu þess. Í fréttinni má finna hlekka á upptöku af fundinum.

Heimstorg Íslandsstofu

Íslandsstofa setti í loftið í dag nýjan vef sem hefur hlotið nafnið Heimstorgið.

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Innviðasjóði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Innviðasjóð. Hlutverk sjóðsins er að byggja upp rannsóknarinnviði á Íslandi. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2021, kl. 15:00.

Ferðamálastofa auglýsir starf án staðsetningar - frestur rennur út 5.mars

Leitað er að einstaklingum með fasta búsetu utan höfuðborgarsvæðisins en að öðru leyti er um störf án staðsetningar að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti haft starfsaðstöðu utan heimilis. Miðað er við að starfshlutfall sé að lágmarki 50%.

Opnað fyrir umsóknir í Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina

** UPPFÆRT - FRESTUR TIL AÐ SÆKJA UM STYRKI Í LÓUNA HEFUR VERIÐ LENGDUR TIL OG MEÐ 22. MARS **

Fréttabréf SSNE er 1 árs!

Í þessu 12. tölublaði förum við yfir víðan völl enda af nógu að taka þegar viðburðir og starf innan og utan SSNE er að ræða.  Hér getið þið lesið um áhersluverkefnin sem stjórn SSNE hefur lagt fyrir stýrihóp Stjórnarráðsins en alls er um 11 verkefni að ræða sem samtals hljóta 60,7 m.kr. í styrk. 

Íbúakönnun 2020 - helstu niðurstöður

Niðurstöður nýrrar könnunar landshlutasamtaka sveitarfélaga var birt fyrir skömmu. Könnunin var gerð meðal íbúa landsins og spurt var út í búsetuskilyrði, hamingju og viðhorfi til síns sveitarfélags. Að könnuninni stóðu landshlutasamtök sveitarfélaga ásamt Byggðastofnun og var hún gerð á íslensku, ensku og pólsku og framkvæmd í september og október síðastliðnum.

Fyrsta stjórn Fiskeldissjóðs skipuð - 113 milljónir króna til úthlutunar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað fyrstu stjórn Fiskeldissjóðs sem stofnaður var árið 2020. Hlutverk sjóðsins er að styrkja uppbyggingu innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað og þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum.
Getum við bætt síðuna?