LOFTUM II - loftlags- og umhverfisverkefni
LOFTUM II - loftlags- og umhverfisverkefni
LOFTUM II - loftlags- og umhverfisverkefni, sem SÍMEY og Þekkingarnet Þingeyinga hafa unnið að frá því 2023, hefur verið áhersluverkefni innan SSNE frá árinu 2022.
Verkefnið byggir á áætlun um fræðslu í umhverfis- og loftlagsmálum fyrir starfsfólk og kjörna fulltrúa sveitarfélaga á Norðurlandi eystra. Á verkefnastímanum voru haldin 12 fjarnámskeið í rauntíma með um 180 þátttakendum starfsfólks og kjörinna fulltrúa sveitarfélaga á NE.
Samhliða námskeiðshaldinu var unnið að uppsetningu og opnun rafræns skóla um loftslags- og umhverfismál sem er nú aðgengilegur starfsfólki sveitarfélaganna sem og kjörnum fulltrúum. Í rafræna skólanum eru núna 11 tilbúnir fræðslupakkar.
Fræðsla sem nú er aðgengileg er í skólanum er: Efni í umhverfi barna, Hringrásarhagkerfið, Grænir leiðtogar, Grænfána verkefnið, Samgöngumiðað skipulag og virkir ferðamátar, Strætóskólinn, Grænu skrefin, Loftlagsmál og losunarbókhald sveitarfélaga, Moltugerð og Matarsóun og frískápar.
LOFTUM skólinn hefur verið kynntur fyrir sveitarfélögum innan starfssvæðis SSNE, t.a.m. á fundum umhverfis- og skipulagsnefnda.
Rafræna skólann má finna hér: Homepage | LOFTUM loftlags- og umhverfisfræðsla