Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Opinn fundur um atvinnuþróun og fjármögnun 8. apríl

Dagana 8.–11. apríl standa Byggðastofnun og landshlutasamtökin fyrir opnum rafrænum fundum um atvinnuþróun og þá stuðningsmöguleika sem í boði eru vegna atvinnurekstrar og verkefna á landsbyggðinni

Velheppnuðu ársþingi SSNE í Svalbarðsstrandarhreppi lokið

Stjórn og starfsfólk SSNE þakkar þinggestum fyrir ánægjulega samveru og gagnlegt samtal á Svalbarðsströndinni og þakkar sveitarfélaginu Svalbarðsstrandarhreppi  sérstaklega fyrir móttökurnar.
Hagsmunamál í menningar- og ferðaþjónustu á Norðurlandi - Hugkvæmni og heilabrot

Hugkvæmni og heilabrot

Lagt er upp með að styðja og styrkja samstarf og samtal milli safna og ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi og stuðla að sjálfbærri þróun í ferðaþjónustu. Þá er mikilvægt að söfn, setur og sýningar annars vegar og ferðaþjónustan hins vegar leiði saman hesta sína og efli samtalið og samstarfið, ekki síst í ljósi þess að heimsóknir á söfn eru þriðja vinsælasta afþreying ferðamanna á Íslandi, á eftir náttúrulaugum og heilsulindum.
Þrátt fyrir snjókomu í morgun mæta fulltrúar sveitarfélaga og samstarfsaðilar brosandi til leiks.

Ársþing SSNE haldið í dag og á morgun

Ársþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) fer fram í dag og á morgun á Hótel Natur í Svalbarðsstrandarhreppi.
Þátttakendur voru með fjölbreyttan bakgrunn sem skilaði sér í fimmtán hugmyndum sem voru kynntar fyrir dómefnd og gestum Krubbsins á Stéttinni

Stormur nýsköpunar á KRUBBI á Húsavík um helgina

Sannkallaður hvirfilbylur hugmynda óð um Stéttina á Húsavík meðan á hugmyndahraðhlaupinu KRUBBI stóð dagana 28.-29. mars. Hraðið miðstöð nýsköpunar stóð að viðburðinum í samstarfi við SSNE og Háskólann á Akureyri. Markmið hans var að efla nýsköpunarsenu Norðurlands og stuðla að þróun atvinnugreina á svæðinu. Metþátttaka var í hugmyndahraðhlaupinu og óhætt að segja að nýsköpun á Norðurlandi hafi fengið byr í seglin.

Íbúafundur á Húsavík

Carbfix býður til fundar til að kynna áform um uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar og bindingar CO₂ á Húsavík. Tilgangur fundarins er að hefja samtal við íbúa svæðisins um uppbyggingu slíkra stöðva.

Vefþing um orkuskipti smábáta í sjávarútvegi

Eimur og Vestfjarðastofa bjóða til vefþings þar sem fjallað verður um áskoranir og tækifæri við orkuskipti smábátaflotans.

Pistill framkvæmdastjóra - mars

Marsmánuður hefur sannarlega verið viðburðaríkur hjá okkur hjá SSNE, með fjölbreyttum verkefnum og viðburðum hér á Norðurlandi eystra.
Birna hefur rannsakað sköpunargleði í doktorsnámi sínu, þjálfað hundruð einstaklinga og haldið TEDx-fyrirlestur um efnið. Hún er alþjóðlegur fyrirlesari og stofnandi Bulby (https://www.bulby.com/) hugbúnaðar sem auðveldar og styttir hugarflugsfundi með hjálp gervigreindar.

Forvitnir Frumkvöðlar - Skapandi hugsun

Öll velkomin á 45 mínútna kynningu og innblástur kl. 12:00-12:45 þriðjudagshádegið 1. apríl
Svalbarðeyri

Ársþing SSNE 2025 haldið í næstu viku

Ársþing SSNE 2025 verður haldið í Svalbarðsstrandarhreppi 2.-3. apríl næstkomandi.
Getum við bætt síðuna?