Fara í efni

Fréttir

Skýrsla um þróun og eflingu þekkingarsamfélagsins á Húsavík

Skýrsla um þróun og eflingu þekkingarsamfélagsins á Húsavík

Í nokkurn tíma hefur verið unnið með markvissum hætti að þróun og eflingu þekkingarsamfélagsins á Húsavík. Meginverkefnin hafa verið af tvennum toga. Annars vegar hefur farið fram undirbúningur flutnings starfseminnar í rýmra húsnæði og aðstöðu sem sérsniðin er að starfseminni til frambúðar. Hins vegar hefur verið unnið að þróun starfseminnar í átt að auknum tengslum við atvinnulífið með stuðningi við nýsköpun og frumkvöðlastarf. Þróunarverkefnið var áhersluverkefni SSNE árið 2020 og byggir m.a. á greiningu á þekkingarstarfsemi og nýsköpunarstarfi í nágrannalöndum okkar og samanburði við stöðuna hérlendis.
75 milljónum úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra

75 milljónum úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra fór fram í gær og hér er hægt að finna lista yfir öll þau frábæru verkefni sem hlutu styrk þetta árið.
Kraftur og bjartsýni einkenndu málþingið „Fólk færir störf“

Kraftur og bjartsýni einkenndu málþingið „Fólk færir störf“

Akureyrarstofa og SSNE héldu vel heppnað málþing á netinu um störf óháð staðsetningu sem bar heitið Fólk færir störf. Hægt er að horfa á upptöku af þinginu og lesa úrdrátt úr helstu dagskrárliðum hér.
Persónuvernd auglýsir störf á Húsavík - í takt við aðgerð B7 í byggðaáætlun

Persónuvernd auglýsir störf á Húsavík - í takt við aðgerð B7 í byggðaáætlun

Persónuvernd auglýsir tvö störf á Húsavík. Í Byggðaáætlun er aðgerð sem lýtur að því að 10% starfa stofnanna á vegum ríkisins verði auglýst án staðsetningar. Persónuvernd er að taka eitt skref í átt að því með því að auglýsa störf utan höfuðborgarsvæðisins.
Hacking Norðurland- MATUR-VATN-ORKA

Hacking Norðurland- MATUR-VATN-ORKA

Nýtum auðlindir norðursins til að skapa sjálfbærar framtíðarlausnir Hacking Norðurland er lausnamót sem fer fram dagana 15.-18. apríl 2021 á Norðurlandi. Unnið verður með sjálfbæra nýtingu auðlinda svæðisins með tilliti til matar, vatns og orku. Markmið lausnamótsins er að efla frumkvöðlastarf og sköpunarkraft á svæðinu og þannig stuðla að nýjum verkefnum og viðskiptatækifærum. Lausnamótinu er ekki síður ætlað að vekja athygli á því öfluga frumkvöðlasamfélagi sem er á Norðurlandi. Hacking Norðurland er samstarfsverkefni Hacking Hekla, Eims, Nordic Food in Tourism, SSNE, SSNV og Nýsköpun í norðri. Íslandsbanki styrkir verkefnið.
Getum við bætt síðuna?